Heima er bezt - 01.01.1966, Blaðsíða 14
vinnur hópur jarðfræðinga sama verk á tveimur man-
uðum og tekið hefði álíka hóp að minnsta kosti þrjú
missiri fyrir örfáum árum.
Enginn dagur líður svo, ef veður leyfir, að ekki fljúgi
flugvélar eða þyrlur til rannsókna út frá rannsókna-
stöðvunum. Það er ekki óvenjulegt, að 12 flugvélar séu
samtímis á lofti. Sumar þeirra flytja vistir og farangur
til stöðvarinnar á skautinu sjálfu, aðrar vinna að land-
mælingum, og enn aðrar kanna landið til leiðbeiningar
flokkum gangandi manna, og snertilenda, til þess að
skilja eftir eða sækja hópa vísindamanna. Snertilending,
segir Bent Johnson flugmaður er það, þegar flugmaður-
inn lætur vélina snerta jörðina til þess að kanna, hvort
fært sé að lenda, eða þá að fara til skollans með allt sam-
an, ef svo ólendandi er. Þessi orð gefa hugmynd um
starfsandann, sem þarna ríkir.
Frá því í október til marzmánaðar er bjart allan sól-
arhringinn, og þá er unnið sleitulaust í 12 stunda vökt-
um. í stöðinni við Mc-Murdo, þar sem greinarhöfund-
ur dvaldist, voru allir á kreiki og teknir til starfa kl. 2
að morgni. Snjóbíll fór út, til að sækja snjó til bræðslu,
því að annað vatn er þar ekki að hafa. í slóð hans fylgdi
dráttarvél með sleða hlaðinn byggingarefni, til að reisa
aðra rannsóknarstöð úr varanlegra efni en hingað til
hefur verið notað. Til þess er ætlast, að nýju húsin end-
ist að minnsta kosti í 30 ár. En gamla stöðin við Mc-
Murdo, sem í upphafi var reist sem bráðabirgðastöð,
er gerð úr krossvið og tjöldum. Nýju húsin verða raf-
hituð frá kjarnorkurafstöð, sem þar verður komið upp.
í þeim verður rennandi vatn, bæði heitt og kalt, er því
dælt úr sjónum og afseltað. Þar verða skápar til þess að
halda matvælum ófrosnum.
Þarna á stöðinni var Arthur De Vries frá Stanford
háskóla að útbúa gildru fyrir fiska, sem gerir kleift að
kanna lífshætti þeirra. Hann hafði náð í lifandi sel og
gert á hann eins konar aktygi, og við þau er festur endi
á neti. Síðan er selnum sleppt niður um gat á ísnum.
Næsta öndunarhola liggur um mílufjórðung þaðan.
Þegar selurinn kemur þar upp, til að anda er hann grip-
inn og aktygjunum sprett af honum, og netið dregið
upp. Þarna hafði það gerzt, sem allir höfðu talið ókleift,
að leggja net og draga það langa leið undir 10 feta þykk-
um ís, og það allt á meðan De Vries sat rólegur heima
í stöð og reykti úr pípu sinni.
Fjórir menn leggja af stað í þyrlu. Tveir þeirra, sem
kalla sig sjávarkúreka, eiga að merkja seli, til þess að
rannsaka aldur þeirra og ferðir. Hinir tveir eiga að
kanna, hvernig það megi vera, að mörgæsirnar rati svo
greiðlega um hinar endalausu auðnir, þar sem engin
kcnnileiti sjást. Þeir hafa með sér lítil senditæki, sem
fest eru við fuglana, og eftir merkjum, sem þau gefa frá
sér, er unnt að fylgja ferðum mörgæsanna.
Á sama tíma og þetta gerðist voru 10 menn í þrem-
ur dráttarsleðum að leggja af stað frá Suðurskautinu í
tveggja mánaða ferðalag. Áætlað er að þeir fari um 900
mílna vegalengd í ótal krákustígum um áður ókannað
land. En þeim er ætlað að ná til hinnar yfirgefnu rúss-
nesku stöðvar, sem liggur þar á meginlandinu, sem
lengst er til sjávar, þar sem kallað hefur verið Ófæru-
skautið. Við sjálfa dráttarvagnana eru tengdir flutn-
ingavagnar, hlaðnir rannsóknartækjum, sprengiefni og
þremur smálestum af matvælum, en innan í hinum
geysifyrirferðarmiklu hjólum þeirra er komið fyrir
eldsneytisgeymum.
Á þessu ári 1964—65 var unnið að yfir 70 vísindaleg-
um viðfangsefnum, og hvert þeirra vitanlega margþætt.
Eitt af því, sem gerir land þetta svona sérstætt er and-
stæða þess við Norðurskautssvæðið. Hér er geysistórt
meginland umkringt úthafi, en við norðurskautið er
haf lukt landahring. Á Suðurskautssvæðinu hafa menn
þannig fast land undir fótum og geta reist þar varan-
legar rannsóknarstöðvar, en þurfa ekki að láta sig ber-
ast á fljótandi ísjökum.
Eitt af merkilegustu viðfangsefnum líffræðinganna á
þessum slóðum eru selirnir. Vísindamenn hafa komizt
að því, að selir geta stöðvað blóðrásina út í ytra borð
líkamans, til þess að halda blóðinu sem bezt að hinum
innri líffærum, og þannig treina þeir sér súrefni hvers
andardráttar. Með þessum hætti getur Weddel-selur-
inn haldið niðri í sér andanum í meira en hálfa klukku-
stund, og náð að kafa niður á 1400 feta dýpi. Þá er það
talið að selir átti sig undir ísnum með því að gefa frá
sér hljóð og nema síðan bergmál þeirra. Eru þeir gædd-
ir eins konar lifandi bergmálsmælum. Sum þessara hljóð-
merkja eru sögð mjög hljómfögur.
Það vakti mjög undrun líffræðinga, þegar þeir kom-
ust að því, að Suðuríshafið geymir meiri mergð plantna
og dýra en nokkurt haf annað, þótt tegundir þess séu
fáar. Vísindamenn, sem bera umhyggju fyrir fæðu-
þörf hins sífjölgandi mannkyns, rannsaka nú þetta fyr-
irbæri af kappi.
Mörg fleiri undur eru það sem Suðurskautslandið
lumar á. Ekki sízt er jarðsaga þess furðuleg. Á megin-
landi þessu uxu fyrir eina tíð hitabeltisplöntur, bæði
tré og jurtir. Þarna hafa fundizt steinrunnir skógar, sem
eru um 270 milljón ára gamlir, og um 25 feta þykk
steinkolalög eru þar einnig. Fylgilög þeirra eru svo
auðug af steingervingum, að líkast er því að flett sé
blöðum í myndabók, þegar þau eru brotin upp og
könnuð.
En þá hljótum vér að spyrja: Er sú loftslagsbreyting,
sem orðið hefur síðan þarna uxu frumskógar, varanleg
eða einungis tímabundin? Og af hverju getur hún staf-
að? Hefur orðið breyting á orku sólarinnar? Eða hef-
ur meginlandið flutt sig frá miðbaug jarðar í áttina til
skautsins, eða hefur jarðmöndullinn breytt stöðu sinni?
Svörin við þessum spurningum snerta oss alla. Vér
skulum minnast þess, að umhverfis Suðurskautið eru
90% af öllum ís, sem nú er til á jörðunni. Ef hann
bráðnaði skyndilega allur saman, mundi sjórinn hækka
um 250 fet um alla jörð, og má þá fara nærri um, hver
áhrif það hefði á skipan landa og hafa á jörðinni og aila
10 Heima er bezt