Heima er bezt - 01.01.1966, Side 16
ÞORSTEINN JÓSEPSSON:
Vetrarangur á
Holtavöréuheiéi
M-mÍwv.V.., . .v. . ...V
P
\ milli Húnaþings og Borgarfjarðarhéraðs liggja
víðáttumikil heiðalönd austan frá Langjökli og
/ vestur að Tröllakirkju. Þau skiptast í þrjár
vmegin heiðar: Arnarvatnsheiði austast, Tví-
dægra í miðið og Holtavörðuheiði vestast.
Oll þessi heiðalönd eru eitt samfellt flæmi, án meiri
háttar eða teljandi kennileita og án nokkurra greinilegra
landfræðilegra marka. Skiptast þar á hæðadrög og mel-
ásar, valllendisdrög, mýrarsund og víðáttumiklir fúa-
flóar með hundruðum og þúsundum stöðuvatna, tjarna
og polla. Landið er sviplítið og Ijótt ásýndum, víða erf-
itt og seinfarið yfirferðar, en fjallasýn mikil og fögur
í fjarska. Hæstan ber Eiríksjökul og síðan Langjökul og
Strút að austan, en Tröllakirkju að vestan.
Áður fyrr lágu reiðgötur eða troðningar á nokkrum
stöðum yfir þessar heiðar, en eru nú niðurlagðar að
mestu. Áftur á móti hefur akvegur verið lagður yfir
eina þessara heiða — Holtavörðuheiði — og þar liggur
þjóðvegurinn milli Norður- og Suðurlands nú, Norður-
landsvegur kallaður.
Fyrstu minningarnar, sem ég á frá Holtavörðuheiði,
eru löngu fyrir þann tíma sem akvegur var lagður yfir
hana. En þá var póstleið, fjölfarin af ríðandi fólki, —
og stundum líka gangandi — flesta hluta ársins. Þó hvað
minnst á vetrum, enda veður þá viðsjál og oft umbrota
ófærð.
í kapphlaupi við Brúnku.
Ég var annað hvort 16 eða 17 ára þegar ég fór í fyrsta
skipti norður yfir Holtavörðuheiði. Mig minnir að það
hafi verið í febrúarmánuði annað hvort 1923 eða 24. Ég
var fótgangandi en fékk að sitja á pósthestum frá Foma-
hvammi norður yfir heiðina. Erindið var að sækja brúna
hryssu, sem faðir minn hafði keypt norður í Miðfirði.
Ferðin gekk að öllu leyti að óskum. Ég fékk góð veð-
ur og sæmilega færð báðar leiðir. Þó var einhver þæf-
ingur á leiðinni suður yfir Holtavörðuheiði. Þess vegna
tók ég þann kost að binda beizlið upp á Brúnku og
reka hana á undan mér suður heiðina. Það var léttara
að láta hana troða slóðina.
En þegar komið var suður á heiðina, þar sem hún er
hæst og Brúnka sá að Norðurland — hennar gamla heim-
kynni var að hverfa — greip hana alt í einu heimþrá.
Hún sneri skyndilega við, sveigði út af götunni og tók
á sprett áleiðis tjl síns fyrri heima.
Þótt ég væri vanur göngum og hlaupum á þessum
árum var mér ljóst að ég væri ekki hestfrár. En þarna
I l 1
’-v°V
MeL
Brúnka tekur sprettinn.
12 Heima er bezt