Heima er bezt - 01.01.1966, Síða 18

Heima er bezt - 01.01.1966, Síða 18
Þetta var erfitt verk og kulsælt, en verst af öllu þó að um leið og mennirnir komu inn í upphitaða bílana bráðnaði snjórinn í fötum þeirra og bleytti þau. Aftur og aftur urðu þeir að fara rennblautir út í moldviðrið og kuldann til að aðstoða farartækin við að komast áleiðis. Innan stundar skall myrkrið á og ekki bætti það úr skák. Fyrsti billinn er kominn yfir skaflinn, en þá þarf að moka þeim nœsta braut. Klukkan 9 um kvöldið komst bílalestin loks að sælu- húsinu á Holtavörðuheiði. Þar var ekki um annað að ræða en láta fyrirberast unz hjálp stórra vegavinnuvéla bærist úr byggð, enda færðist veður stórum í aukana. Var skollið á fárviðri með svo svartri hríð að ekki sá út úr augum. Farþegar og bílstjórar leituðu skjóls í sæluhúsinu. Það var eina afdrepið. Húsið er ekki stórt og þegar 80 manns var komið inn í það var það svo troðfullt eins og síld væri drepið í tunnu. Þröngin svo mikil að fólk fékk sig naumast hreyft, enda blunduðu margir standandi. í skýl- inu eru fjögur svefnstæði og fólkið reyndi að skipta sér niður í þau, þannig að hver og einn gæti hvílzt og sofn- að þar skamma stund í einu. Hiti var þarna nægur, því kynditæki voru í húsinu og auk þess fékk fólkið hlýju hvert af öðru í þrengsl- unum. Hins vegar var loftið svo þungt af súrefnisskorti að illlíft var í skálanum nema opna hurðina endrum og eins. En þá stóð strokan inn í húsið og bylurinn varð næstum jafn svartur inni sem úti. Þá gáfust menn upp við að anda að sér fersku lofti. I útvarpinu hlustuðu skálabúar á frásögnina af hinni frækilegu geimför Gagarins frá Rússlandi, sem þá var nýlokið. Og til að gera sér eitthvað til dundurs í öskr- andi stórhríðinni þarna uppi á miðri Holtavörðuheiði var samið heillaóskaskeyti til Gagarins og það sent. Ef Gagarin hefði sjálfur hugmynd um tildrög þessa skeyt- is, og undir hvaða kringumstæðum það hafði verið sent, myndi hann vafalaust meta það flestum öðrum skeyt- um fremur, sem hann fékk við sama tækifæri. Góðar endalyktir. Þannig leið öll nóttin og allur næsti dagur til kvölds. Margir voru úrvinda orðnir af svefnleysi og þreytu, og þá ekki síður af sulti. Fæstir höfðu tekið nesti með sér og nú var liðið á annan sólarhring frá því lagt hafði verið af stað frá Fornahvammi. En kvöldið eftir um sexleytið og eftir að dimmt var orðið af nóttu að nýju, birtust tvær stórar ýtur til að hjálpa fólkinu og fylgja bílalestinni norður af heiðinni. Höfðu ýtumennirnir gnægð matar og heitt kaffi handa öllu fólkinu, enda vel og hressilega tekið til matar. Skömmu seinna var lagt af stað með ýturnar í fararbroddi. Veðurofsann var tek- ið að lægja og hríðin eitthvað minni en áður. Um tíu- leytið komst lestin heilu og höldnu niður í Hrútafjörð og þar með var því ævintýri lokið. Þröngt mega sáttir sitja. Þetta minnir mig nokkuð á annað atvik sem skeði á norðanverðri Holtavörðuheiði einhvern tímann á öld- inni sem leið. Þá var þar nýbýli á milli Miklagils og Hrútafjarðarár, sem Gilhagi nefndist. Þar bjuggu fátæk hjón, Davíð og Þórdís að nafni, sem þáðu af sveit og var fengið jarðnæði á þessum stað til að koma þeim ein- hvers staðar fyrir. Litlu hreysi komu þau upp á býlinu og með dugnaði og útsjónarsemi efnuðust þau svo að þau fengu greitt sveitarskuldina og urðu sæmilega af- íögufær áður en lauk. Ingunn Jónsdóttir segir frá því í endurminningum sínum að eitt sinn í ofsahláku um vor, er vermenn komu að sunnan, hafi þeir lent í þvílíkum vatnavöxtum að þeir komust hvorki yfir Miklagil né Hrútafjarðará. Urðu þeir því að leita heim að Gilhaga og beiðast þar næturgistingar. En mennirnir voru margir og húsakynni lítil og þröng. Gekk heimafólk úr rúmum fyrir ver- mönnum og lágu margir saman í hverju rúmi. En það dugði hvergi nærri til og settust menn þá á rúmstokk- ana á meðan fært var. En svo voru mennirnir margir að ekki komust þeir fyrir í bæjarhreysinu, heldur urðu að leita til útihúsa og láta þar fyrirberast um nóttina. Menn voru gegnvotir af vatnsveðri og svita, en um nóttina gerði frost og sótti þá kuldi á þá, sem gistingu höfðu leitað í útihúsum. Skiptust mennirnir á að leita skjóls og hlýju í bænum, en hinir skulfu í fjárhúsun- um á meðan. Þannig leið nóttin. Vermennirnir voru 14 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.