Heima er bezt - 01.01.1966, Side 20

Heima er bezt - 01.01.1966, Side 20
GÍSLI MAGNÚSSON, EYHILDARHOLTI: Ólafur Sigurðsson. Pœttir úr þróunarsögu Eggert Briem. L“fNDiR þessari yfirskrift verða birtir hér í ritinu nokkrir þættir úr forsögu Kaupfélags Skag- J firðinga, er stofnað var 23. apríl 1889. Þætt- irnir eru ekki samstæðir, sem sjá má, og sumir í ágripi. Hér verður til að mynda aðeins birt upphafið að sögu Félagsverzlunarinnar við Húnaflóa, en Húna- flóafélagið (venjulega kallað svo) var formlega stofn- að á fundi að Gauksmýri haustið 1869, eftir að menn áður höfðu komið saman og rætt málið á fundi í Víði- dalstungu. Félagið var hlutafélag og náði vítt yfir. Greindist það í þrjár deildir og skipuðu eina Skagfirð- ingar og Siglfirðingar, aðra Húnvetningar og Stranda- menn, en Mýramenn og Borgfirðingar hina þriðju deild. Á aðalfundi Húnaflóafélagsins 1875, er haldinn var í febrúarmánuði að Stóruborg og sóttur af um 60 at- kvæðisbærum mönnum af öllu svæðinu norðan úr Fljót- um og suður í Leirársveit, varð að ráði að skipta félag- inu í tvö félög minni, er kennd voru við sinn kaupstað- inn hvort, Grafarós og Borðeyri. Skyldu hluthafar norð- an (austan) Gljúfurár í Húnavatnssýslu vera í Grafar- ósfélaginu, en í Borðeyrarfélaginu þeir, er vestan (sunn- an) Gljúfurár voru. Með þessum hætti skiptust hlut- hafar nokkurn veginn að jöfnu milli félaganna. Hefjast nú þættirnir. FÉLAGSVERZLUNIN VIÐ HÚNAFLÓA. HÚNAFLÓAFÉLAGIÐ. Verzlunarástandið um og fyrir 1810. Fyrstu drög til skipulagsbundinna félagssamtaka um verzlun við Skagafjörð má rekja til fundar um verzlun- armái, er Páll bóndi Vídalín í Víðidalstungu, þingmað- ur Húnvetninga, gekkst fyrir haustið 1869. Var fundur sá haldinn heima þar hjá Páli. Fram til þess tíma höfðu Skagfirðingar sótt mestalla verzlun til Skagastrandar. En þar var þá og lengi síðan selstöðuverzlun dönsk, er þeir Höephner og Gudmann félagar áttu. Áður höfðu að vísu enskir kaupmenn, Anderson og Henderson, sett sig niður í Grafarósi og hafið þar verzl- un. Þótti gott við þá að skipta, svo sem títt var um enska kaupmenn bæði fyrr og síðar. Þeir seldu góðar og vand- aðar vörur lægra verði en danskir selstöðukaupmenn skemmdar, og guldu hærra verði hinar innlendu. Fýsti menn því mjög að skipta við þá, bæði Skagfirðinga og jafnvel líka Húnvetninga. En hér var við ramman að rjá. Bændur voru flestir reyrðir skuldafjötrum við selstöðukaupmenn svo römm- um, að eigi var auðgert að rjúfa. „Þeir höfðu verið svo framsýnir að lána flestum sem vildu og létu þá undir- skrifa skuldbindingar um framhaldandi verzlun. Urðu þeir sem undirskrifuðu að afsala sér sínu eigin varnar- þingi. Dæmi voru og til þess að menn lofuðu að verzla við lánardrottin sinn ævilangt. Sumir — einkum efna- menn — voru keyptir með laun-„prísum“. Stefnufarir urðu hér tíðar og verzlunarskuldamálin voru útkljáð fyrir gestarétti á Skagaströnd. Þó kröfðu kaupmenn ekki inn allar skuldir, eða slepptu mönnum ekki alveg úr skuldafjötrunum.“ (Tímarit ísl. samvinnufélaga, 16. árg., 2. h., bls. 51: Saga Kaupfélags Húnvetninga eftir Björn Sigfússon.) Eigi er þetta fögur lýsing — og þó fjarri því, að orð- um sé auldn. Verzlun hinna ensku kaupmanna varð mjög til góðs, þótt eigi hefðu þeir bolmagn á borð við hina dönsku. Nokkur keppni varð um viðskiptin, því að margir freist- uðust til að taka fram hjá í laumi. Meir var þó vert um hitt, að augu manna lukust upp. Þeim varð æ ljósara, að hér var eigi aðeins þörf, heldur blátt áfram lífsnauð- syn á breyttum og hagfelldari verzlunarháttum. Kom og enn til, að ýmsir hinna erlendu selstöðukaupmanna fluttu ósjaldan inn stórskemmda vöru, jafnvel maðkaða matvöru. Keyptu þeir slíkt góðgæti að sjálfsögðu fyrir lítinn pening, en seldu íslendingum fullu verði, sem væri það óskemmd vara. Þessi skálkabrögð leiddu svo til þess, að íslendingar hirtu síður en svo um að vanda sína vöru, urðu ókærnir í þeim sökum og ósárt um, þótt takast mætti að svíkja sitthvað inn á kaupmanninn — og lái þeim hver, sem vill. Hitt er svo annað mál, að þessi ókærni í vöruvöndun og jafnvel sviksemi, sem orðin var hjá mörgum að ríkum vana vegna rangsnúinna verzlunarhátta, kom þeim sjálfum í kollinn síðar meir og þeirra eigin samtökum. Má raunar furðu gegna þeg- ar alls er gætt, hversu fljótt vannst á um vöruvöndun, eftir að verzlunarfélögin og síðar samvinnufélögin hóf- ust til starfa og hösluðu kaupmönnum völl.------ (Húnaflóafélagið hafði höfuðstöðvar á Borðeyri, en þar var löggiltur verzlunarstaður og hafði svo verið frá 1846. Framkvæmdastj óri félagsins var Pétur Eggerz Friðriksson, prests í Akureyjum. Hann var fram- kvæmdamaður mikill og áhugasamur um allt, er til 16 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.