Heima er bezt - 01.01.1966, Qupperneq 24

Heima er bezt - 01.01.1966, Qupperneq 24
GUÐMUNDUR J. EINARSSON: blöh frá J~íawaii FRAMHALD Kawaiahon st. Honolulu. Heima í kofa mínum 2an janúar 1930. .... Ég sendi eina mynd er var stækkuð af litlu mynd- inni er þú sendir fyrir löngu síðan, hvort þú fékkst þá mynd er mér óvíst, ef ég kemst til bæjarins og lifi til þess, læt ég taka svosem 6 af þeim. Það er engum treyst- andi í fjærveru að gjöra nokkuð fyrir mann. Það er að- eins einn maður er hefir gjört það fyrir mig, en ég hefi svo oft ónáðað hann á þessum 4 árum er ég hefi lifað af og til frá bænum, að ég get ekki fengið mig til að biðja hann um þetta, svo er hann vinnandi, og hefir lít- inn tíma ásamt erfiðum kríngumstæðum. Dóttir hans 20 ára, dó í nóv. eftir langa legu. Ég hefi ekki treyst mér til að fara neitt, síðan ég fékk þessa hjartabilun, er ég hefi haft síðan í maí, af og til, ásamt öðrum elli kvill- um, svo þetta er orsökin að ég hefi ekki getað látið taka myndina, en ekki þeir fáu aurar er það mindi kosta. Ég líklega reyni að færa mig til bæjarins, ég hefi ekkert hald á þessum bletti eða kofa, svo eigandi getur hrakið mig burt hvenær sem honum sýnist. — En svo er fyrir öreiga, ekkert huggulegt að hýrast í fátækasta parti borgarinnar, með allskyns íllþýði og drykkjusvínum, en hér er kyrrt og enginn gerir mér neitt til miska, og nógu rúmgott, þar fyrir ofan mig er allt óbyggt. Erfið- ast er að fá inn nauðsynjar sínar híngað samt get ég enn borið það upp, með því að hvíla mig við og við, svo get ég fengið múlasna til að bera það ef ég verð verri. Það er mest grænmeti er ég nota, en það fæ ég af litl- um bletti við kofann minn. Svo hefi ég mörg baunatré sem öll eru hlaðin baunum, þá aðeins 10 mánaða gömul, þá er nú samt önnur bauna uppskéran á þeim. Ég læt nábúana tína þær, því ég hefi engin alidýr. Hér hefir verið erfið tíð allt sumarið, rigndi næstum ló fet á 7 mánuðum, ásamt jarðskjálftum í 4 mánuði, kippir af og til nótt og dag. Þó varð furðulega lítið tjón, og engin misti líf eða limi. Grjótgirðíngar féllu og hús skekktust meir og minna, og skriður féllu á veg- inn þar brattast er. Margir flúðu héðan, fólk hélt að einhver ósköp ættu eftir að koma n.l. hraunflóð, þó er allt kyrrt nú og engin umbrot sýnileg á næsta eldfjalli sem er réttar 12 mílur héðan. Samt fengu menn nú meiri og betri uppskéru af landinu, til að jafna hlutina. Héraðið gaf af sér 8 milljón pund af kaffi, og það mest nr. 1 og 2. En prísinn var ei góður, n.l. 10 cent á pund- ið upp og niður. Einokunarfélag ræður öllu hér eins og var á Fróni í gamla daga. Flestir eru í skuld ár frá ári alveg eins og var á Fróni, engin samvinna, eða vit á að bæta úr ástandinu sýnileg. Margt er tvöfalt dýrara í litlu búðunum hér, en í höfuðstaðnum. En svo er leiga hér út á landinu, bæði á landi og húsum, langtum lægri. Nábúi minn hefir þrjár ekrur lands með 1600 kaffi- trjám fullvaxta með húskofanum er leigan fyrir þetta 75 dollarar á ári. Landlaus kofinn yrði hærri í höfuð- staðnum, svo fólk kemst betur af hér, en víðast annar- staðar á eyjum þessum. Því þó þeir safni 2 milljón dali á ári fyrir ýms gustuka fyrirtæki í Honolulu, þá er það sem dropi í hafið, að gera nokkuð til varanlegs gagns, utan það fólk sem vanalega hefir úthlutun fjárins með höndum. Vanalega kirkjukerlíngar, og það sem þykist vera að hjálpa fátækum og bágstöddum sem fær sig til að viðra sig upp við þetta fólk, fær einhverja úrlausn, hinir ekkert — að kunnugra sögn. Þetta er nú orðið langt, mér leiðist að skrifa nema stutt bréf, og svo mun það vera sannleikur, að fæstir kæri sig lítið um, nema það sem snertir þá sjálfa per- sónulega. Ég er lánsamur meðan augun endast. Þau hafa verið langt um betri en áður. Máské er það af því, að ég hefi lítið til að lesa nema vikublað .... Jæja Jól og nýár eru forbý, ég var sem fyrr einn í kofa mínum. Þó hafði ég heimboð tvívegis frá eiganda, en ég var lasinn og var heima. Ég hafði nóg af öllu vanalegu hátíða góð- gæti, nábúarnir færðu mér ýmislegt, einnig brennivín heimatilbúið, því að hér er algjört vínbann, sem fáir hirða um að hlíða af eldra fólkinu. Sú heimskulega of- stækis lagaskipun, er hér sem víðar í mesta ólagi. Vín- andi er ódýrari hér en var meðan vínleyfi var .... Ég heyri tvisvar á ári eða svo frá systir vorri, hún á mjög erfitt með heilsulausan mann og mörg óuppkomin böm á styrstlu koti. Það verður víst nokkuð um dýrðir hjá ykkur á þúsund ára hátíðinni. Og margir vestur íslend- íngar fara heim á tveimur skipum. Jæja, ég segi eins og Helga Bárðardóttir, á Grænlandi: „Sæl væri ek nú ef sjá mætti Hrygg og Hreggnasa og Háafell, brimnes sker og boða. Lóndranga yzta hólma og Öndverðar- nes.“ 20 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.