Heima er bezt - 01.01.1966, Side 31
fór svo að hátta, og las bænirnar sínar, eins og hún var
vön, og bað guð að varðveita pabba sinn og mömmu
sína.
Um morguninn reis pabbi hennar snemma úr rekkju,
gekk beint að hornskápnum í stofunni, opnaði skápinn
og ætlaði að fá sér teyg úr flöskunni. En honum brá í
brún, er hann sá rauða flaggið í stútnum. Fyrst starði
hann undrandi á hættumerkið, en svo rann upp ljós
fyrir honum. Hann lét flöskuna aftur á sinn stað, skellti
aftur skápnum og sagði við sjálfan sig: „Aldrei framar
skal ég snerta þennan drykk.“ Síðan gekk hann aftur
inn í svefnherbergið, laut niður að litlu stúlkunni sinni,
kyssti hana á rósrauðan vangann og sagði: „Með ráð-
snilld þinni hefur þá bjargað okkur öllum. Aldrei skal
mamma þín framar þurfa að gráta út af mér.“ Síðan
gekk hann glaður út til skyldustarfa sinna.
Ég þarf ekld að skýra þessa sögu. Þið skiljið hana öll.
Hættumerkið í stútnum gerði kraftaverk. Engin orð
hefðu getað sannfært pabba litlu stúlkunnar eins vel og
litla, rauða flaggið. Þessi litla 6 ára stúlka fegraði heim-
ili sitt og varð hamingjudís pabba og mömmu. Hún var
gæfubarn.
Stefdn Jónsson.
AÉI A. 1'f
►■Wf 1 r~ 1 gofi
BeSjJnffi—’ QMQ URLA
í bréfi frá Ingveldi Böðvarsdóttur og mörgum fleiri
bréfum, hefur verið beðið um ljóðið „Litla sæta Ijúf-
an.“ Höfundur ljóðsins er Valgeir Sigurðsson, kenn-
ari á Seyðisfirði. Hann er borgfirzkur að ætt, bróður-
sonur Stefáns Jónssonar, rithöfundar, en Stefán hefur
meðal annars skrifað mikið fyrir börn og unglinga, bæði
sögur og Ijóð. Bezt þekkja unglingar söguna um Hjalta
litla, sem kom út í 2. útgáfu nú fyrir síðustu jól.
Og hér birtist þetta ljúfa ljóð:
LITLA SÆTA LJÚFAN.
Víða liggja leiðir,
löngum útþrá seiðir,
margur sinni æsku eyðir
úti á köldum sæ.
Langt frá heimahögum
hef ég mörgum dögum,
eytt og æskuárin streyma,
en ég skal aldrei, aldrei gleyma
blíðri mey, sem bíður heima
bjarta nótt í maí.
Litla sæta ljúfan góða
með ljósa hárið
lætur blíðu brosin sín
bera rósailm og vín
allar stundir út til mín.
Litla sæta ljúfan góða
með Ijósa hárið,
fyrir hana hjartað brann,
hún var allra bezta stúlkan, sem ég fann.
Hennar hlátur minnir mig á fossanið
af hennar munni vil ég teyga sólsldnið,
vorsins blær, sem hennar kitlar kinn,
er kossinn fyrsti minn.
Hennar augu ljóma eins og hafið blátt,
ég hef ótrúlega hraðan hjartaslátt.
Hún er stúlkan, sem ég einni ann,
ég enga betri fann.
Valgeir Sigurðsson, kennari, hefur áður ort allmikið
af danslaga-ljóðum og gaman-kvæðum, sem þótt hafa
ágæt. Hér birti ég með leyfi hans ljóð, sem hann hefur
víst ekki gefið nafn, en við þetta ljóð er lag, sem heitir
á ensku: „Out of my mind. Annars gæti þetta ljóð vel
heitið: Harmagrátur hins vonsvikna.
Og hér birtist ljóðið:
Flest hefur brugðizt mér
og flárátt lífið er.
fundið ég get ei neitt, sem
gleði með sér ber.
Alstaðar duft og hjóm
sjá augu mín.
Ég er úfinn og grár vegna þín.
Ég er úfinn og grár,
ég er fölur og fár.
Þú, sem forðum varst unnustan mín,
þú, sem yfirgafst mig,
þótt ég elskaði þig.
Ég er úfinn og grár vegna þín.
Fátt gat ég boðið þér,
sem fémætt talið er,
fögur var samt sú stund
unz hélztu burt frá mér.
Endalaus, myrk og köld
er angistin mín.
Ég er úfinn og grár vegna þín.
Kona austur í Berufirði segist lengi hafa verið hrifin
af Einari Kristjánssyni, söngvara, og þó sérstaklega, er
hann syngur ljóðið Hamraborgin. Lag við ljóðið er eft-
ir Sigvalda Kaldalóns. En nú vill konan vita, hver orti
Heima er bezt 27