Heima er bezt - 01.01.1966, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.01.1966, Blaðsíða 33
SJÖUNDI HLUTI Nönnu bregður óþægilega við komu frúarinnar, en hún hefur samt fullkomið vald á tilfinningum sínum og bíður þess, að frúin sjálf rjúfi þögnina. Nanna hefur lagt kjólinn frá Snorra á stólbak í borðstofunni, og þar blasir hann nú við augum frú Klöru í allri sinni fegurð. Frúin gengur strax að stólnum og athugar kjólinn náið með augunum nokkur andartök, en síðan snýr hún sér að Nönnu og spyr með greinilegum skaphita í rödd- inni: — Eigið þér þennan fallega kjól? — Já, svarar Nanna hæversklega. — Eruð þér nýbúnar að kaupa hann handa yður? — Ég keypti hann ekki. — Nú, var yður þá gefinn hann? — Já. — Og hver var svo rausnarlegur við yður, með leyfi að spyrja? — Snorri. — Snorri minn? — Já- — Svo! Frúin horfir fast á Nönnu: — Segið mér nú sannleikann, Nanna, eruð þið Snorri sonur minn trúlofuð? Þessi óvænta spurning frú Klöru kemur eins og reið- arslag yfir Nönnu, en eins og örskot hefur hún ákveðið svarið og segir þegar rólega og ákveðið: — Þér skuluð spyrja Snorra að því. Frúin hvessir röddina: — Ég spyr yður! Þér hljótið að geta svarað mér því, engu síður en hann. — En þér skuluð fá svar við þeirri spurningu hjá Snorra. — Ætlið þér að dirfast þess að svara mér þannig út úr! Frúin hefur nú misst allt vald á skapi sínu, en Nanna segir jafn rólega og áður: — Ég svara yður alls ekki út úr, frú Klara, en þetta mál skuluð þér ræða við son yðar sjálfan. — Þá ætla ég að láta yður vita það strax í fullri hrein- skilni, að ég afsegi yður algerlega fyrir tengdadóttur. Sonur minn er kominn af strangheiðarlegu fólki í báð- ar ættir, og honum er alls ekki samboðin framhjátöku- stelpa, eins og þér eruð að eigin sögn, skiljið þér það? Frú Klara titrar öll af ofsalegri geðshræringu, og augu hennar skjóta gneistum á Nönnu. En Nanna stendur nú eins og lömuð fyrir framan frúna og fær sig ekki hreyft í fyrstu. Er þessi kona raunverulega að slíta svona miskunnar- laust sundur hamingjuþráð hennar? Já, hún hefur þeg- ar gert það. Á milli hennar og Snorra verður öllu að vera lokið. Móðir hennar hefur lýst því yfir, að fram- hjátökustelpa sé honum ekki samboðin, og það er efa- laust satt og rétt. En það er hún líka víst með sanni, framhjátökubarn, og þess verður hún nú að gjalda, þótt hún eigi auðvitað enga sök á tilveru sinni fremur en all- ir aðrir. En blett skal hún aldrei setja á heiður Snorra, því heitir hún. Og barnslega biður hún góðan Guð af öllu hjarta um hjálp og styrk til þess að koma rétt fram á þessari þungu örlagastund. Síðan lyftir hún höfði og lítur djarflega á frú Klöru, svo djarflega að henni sjálfri er ofvaxið að skilja, hve algeru valdi hún hefur þegar náð yfir tilfinningum sínum, og segir síðan rólega og án allrar beiskju: — Já, frú Klara, ég skil orð yðar, og þér þurfið enga vanvirðu að óttast frá minni hendi. En þér berið ein ábyrgðina á því, sem nú hefur gerzt á milli okkar og af- leiðingum þess. — Já, það skal ég óhrædd taka á mínar herðar. Og svo þarf ég ekki lengur á störfum yðar að halda. Þér megið fara héðan núna strax á stundinni. — Þakka yður fyrir. Það er ágætt. Nanna gengur að stólnum og tekur kjólinn frá Snorra á arm sinn, hneigir sig síðan hæversklega fyrir frú Klöru í kveðjuskyni, en án allra orða, og hverfur síð- an í skyndi fram úr borðstofunni. Frú Klara stendur fyrst kyrr nokkur andartök í sömu sporum og reynir að ná valdi á skapi sínu. Nanna er far- in, nú þarf hún ekki að óttast hana framar, en þó .... Frú Klöru finnst samt, að hún hafi ekki unnið þann fullnaðarsigur, sem hún hafði ætlað sér, þrátt fyrir allt, og skap hennar vill ekki falla strax í sitt venjulega jafn- vægi. Hún fer því upp í svefnherbergi sitt, tekur stór- an skammt af sterkum, róandi pillum og leggst síðan í rúm sitt til hvíldar. Hún sofnar brátt af áhrifum pill- Heima er bezt 29

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.