Heima er bezt - 01.01.1966, Blaðsíða 36
vera í gær, og ég þá greiða henni kaupið, sem hún átti
inni hjá okkur, fyrst hún fór héðan svona óvænt.
— Já, það var ágætt, en auðvitað hefði ég séð um
kaupgreiðsluna, hefði þess gerzt þörf.
Magnúsi lögmanni finnst frásögn konu sinnar svo
sannfærandi, að hann grunar ekkert athugavert við
brottför Nönnu, en hann hefði kosið að mega kveðja
þessa ágætu bústýru sína og þakka henni vel unnin störf
á heimilinu, en hann vonar að sér gefist færi á því síð-
ar, og svo hugleiðir hann þetta ekki frekar að sinni.
En Erla á erfitt með að sætta sig við þessa óvæntu
brottför sinnar kæru stallsystur, og hún stendur orð-
vana af undrun og hryggð, á meðan foreldrar hennar
ræðast við um Nönnu. En strax að því samtali loknu,
áður en Erla fær nokkuð sagt eða aðhafzt, segir móðir
hennar við hana:
— Nú átt þú að vera dugleg og hjálpa mér við heim-
ilisstörfin, dóttir góð. Þú hefir bara gott af því og þarft
líka að læra slíkt. Byrjaðu nú á því að raða diskunum
á borðstofuborðið og berðu svo matinn þangað inn
fyrir mig.
Erla hlýðir eins og í leiðslu, og nú kemur það sér vel,
að hún hefir fengið dálitla þjálfun í húsverkum hjá
Nönnu, sem allt leysti af hendi með einstakri smekk-
vísi og dugnaði og kenndi Erlu að gera slíkt hið sama.
Frú Klara lætur dóttur sína hafa nóg að gera, unz
eldhússtörfunum er lokið á þessum degi, og girðir með
Iægni fyrir allar óþarfa spurningar viðvíkjandi Nönnu.
En rétt áður en Erla gengur irm í herbergi sitt til þess
að fara að hátta, afhendir móðir hennar henni sending-
una frá Snorra, forkunnarfagran kjól, og segir þá um
leið fyrst frá því, að Snorri hafi komið heim sem allra
snöggvast rétt eftir hádegið í dag, og skilar kveðju
frá honum til þeirra feðginanna, en ræðir heimkomu
hans ekkert frekar.
Erla tekur við hinni fallegu gjöf bróður síns og dáist
að smekkvísi hans, en að þessu sinni gleðst hún samt lítið
yfir gjöfinni. Hugur hennar er allur bundinn óskyldu
efni. Hún býður foreldrum sínum þegar góða nótt og
hraðar sér með kjólinn inn í herbergi sitt og kemur
honum þar fyrir í fataskápnum án þess að máta hann
á sig. Síðan litast hún um í herberginu döprum augum.
Þar hefir allt óvænt og skyndilega breytt um svip.
Nanna er horfin, víst fyrir fullt og allt þaðan, hún sem
er Erlu eins kær og bezta systir hefði getað orðið. Sár
einmanakennd samfara djúpum söknuði gagntekur
Erlu. En hún ákveður strax að næstkomandi laugardag,
þegar hún hafi lokið starfi sínu í bókabúðinni, skuli
hún fara rakleitt í heimsókn til Nönnu, því hún veit
heimilisfang hennar í borginni, og sá ásetningur mildar
dýpsta sársaukann í sál Erlu.
Hún gengur nú að legubekknum og ætlar að leggjast
þar til hvíldar, en rekur þá augun í litla bók á náttborð-
inu sínu, sem ekki hefir verið þar áður.
Erla tekur bókina og Iýkur henni upp. Á fremsta
blað er ritað nafn Erlu, kveðja og þökk fyrir samver-
una, frá Nönnu. Bókin er Nýja-Testamentið með
Davíðs-sálmum aftan við.
— Elsku Nanna mín, hvíslar Erla innilega, og tárin
leita fram í augu hennar. — Þessa fallegu gjöf skildir
þú eftir handa mér. Alla mína ævi skal ég geyma hana
og varðveita hana vel til minningar um þig og samveru
okkar í sumar.
Erla leggst fyrir í legubekknum. Hún flettir upp í
Nýja-Testamentinu og les það, sem fyrst mætir aug-
um hennar, en það er Davíðs-sálmur 119. 9—10 á þessa
leið:
— Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum
hreinum?
— Með því að gefa gaum að orði þínu.
Erla margles þessi orð. Henni finnst eins og þau séu
töluð til sín og festir þau sér í minni. Nanna kenndi
henni að biðja til Guðs í sumar, þegar Erla var örmagna
af sorg fyrir alvarlegum veikindum móður sinnar, og sú
bæn var vissulega heyrð.
Nú gefur Nanna henni þessa dýrmætu bók að skiln-
aði og áreiðanlega í þeim tilgangi, að hún lesi hana og
læri af henni að halda vegi sínum hreinum í framtíðinni,
og það ætlar Erla líka að gera.
Og út frá þessum hugsunum sofnar Erla með Nýja-
Testamentið sitt í höndunum.
Sólarlaus og drungalegur haustdagurinn hvílir yfir
borginni. Snorri Magnússon flugstjóri hefir nýskeð lent
flugvél sinni og ekur nú heimleiðis í skyndi í leigubif-
reið. Eldheit tilhlökkun svellur í brjósti hans og ólgar
honum í blóði. Aldrei hefir Nanna verið yndislegri, en
er hann vafði hana örmum sínum á síðustu kveðjustund
þeirra. Og aldrei hefir hann þráð endurfundi þeirra eins
heitt og nú. Og að þessu sinni á hann viku frí heima.
Nú ætlar hann ekki að draga það lengur að skýra
foreldrum sínum frá því, að þau Nanna séu heitbund-
in, og honum finnst að það hljóti að gleðja foreldra sína
innilega, þegar þau fái að vita, hve hann er hjartanlega
hamingjusamur með stúlkunni sinni.
Bifreiðin nemur staðar við heimili Snorra. Hann
greiðir bílgjaldið í skyndi og hraðar sér svifléttur í
spori inn í húsið. Að venju gengur hann rakleitt inn í
eldhúsið, því þar er hann vanur því að hitta Nönnu
fyrst í einrúmi í seinni tíð. En að þessu sinni er eldhúsið
mannlaust.
Snorri verður örlítið vonsvikinn, en hann heldur þeg-
ar áfram að borðstofudyrunum, opnar þær og lítur þar
inn, en þar er heldur enginn. Þá er næst að fara upp á
loft og vita, hvað þar er að finna.
Snorri Iokar borðstofudyrunum og snarast fram úr
eldhúsinu, en er hann kemur fram að stiganum, þar sem
hann kvaddi unnustu sína síðast, birtist móðir hans í
stiganum á leið ofan af loftinu og fer geist. Hún hafði
heyrt óvænt gengið um húsið og hugðist strax vita,
hver þar væri á ferð.
(Framhald.)
32 Heima er bezt