Heima er bezt - 01.02.1966, Qupperneq 2

Heima er bezt - 01.02.1966, Qupperneq 2
Seint á síðastliðnu ári gerðust tveir atburðir á Iandi voru, sem um margt eru óvenjulegir. Annars vcgar sýndu íslenzkir bankar það rausnarbragð að kaupa Skarðsbókarhandritið og gefa það þjóðinni, og hins vcgar sýndu útvegsmenn þann þcgnskap og rausn að leggja á sig skatt, til þess að kaupa síldarleitarskip. Það sem óvenjulcgt er við þessa atburði cr, að þótt Islend- ingar séu örlátir á fé, er þeim ckki tamt að gefa gjafir til þcirra hluta, sem almcnningsálitið telur vera skyldu hins opinbera að annast. Og ekki verður því neitað, að í fljótu bragði virðist, að þetta hvort tveggja hefði ver- ið skylda ríkisstjórnarinnar að annast og ríkissjóðs að kosta. Enginn neitar því, að íslendingar eru oft viðbragðs- fljótir til samskota cf um bágstadda cr að ræða, cr það allt að því þjóðareinkcnni og hcnni til sæmdar. Hins vegar sýnist sem fórnfýsi til almcnningsþarfa á félags- sviði, hafi þvcrrað mjög í seinni tíð, hafi hún nokkurn tíma verið almcnn. .Mcnn cru fúsir að stofna félög í ýmsum tilgangi, cn oft virðist scm fyrsta stcfnuskrár- atriði fclaganna sc, að hcrja opinbcran stvrk út úr sveit- arfélögum cða ríki. Þráfaldlcga hcyrist, að fjölmcnn landssamtök kvarta undan því, að starfsemi þcirra sé lömuð vcgna nánasarháttar ríkisvaldsins. En lítið hcyr- ist oft samtímis frá þcim sömu aðilum um framlög cða fórnir þcirra sjálfra, ncma að skrifa umsóknir. \’itan- lcga cru undantekningar frá þcssu og þær mcrkar sem bctur fcr, en þó fáar um of. En ískyggilcgast í þessu cr þó, að sá hugsunarháttur að krcfjast mcira af öðrum cn sjálfum sér, þróast gcigvænlega ört. Einkum virðist það vcra lcnzka að hcrða sífcllt á kröfum til ríkisvaldsins um hvcrs konar styrki og fyrirgrciðslur, cn kvarta um leið því meir yfir þeim álögum, sem ríkisvaldið leggur þegnunum á herðar, til þess að fullnægja kröfunum. Það er oft eins og menn haldi, að hið opinbera geti gert allt af engu. Af því sem nú er talið, eru atburðir þeir, sem ég nefndi, fagnaðarefni. Að vísu verður að geta þess, að bankarnir eru flestir ríkiseign, þótt þeir starfi sjálfstætt. Þar er því ekki um fórnir einstaklinga að ræða, þótt þeir gæfu þjóðinni Skarðsbók. En fagna ber samt því víð- sýni ráðamanna þeirra, að verja nokkru af stórgróða bankanna, til að styðja menningarmál og auka sæmd þjóðarinnar. Því að vansæmd hefði það verið íslending- um á þessum peningaflóðs árum, ef Skarðsbók hefði gengið oss úr greipum, og harðla óskemmtilegt á sama tíma og yfir stendur heimt handrita vorra frá Dönum. En þótt góð væri endurhcimt Skarðsbókar, þykir mér þó meira um vert þá ákvörðun útvegsmanna, að leggja skatt nokkurn á hverja síldartunnu, sem aflast, til þess að koma upp síldarlcitarskipi. Engum dylst, að hin síðari árin hafa síldveiðarnar verið einn þeirra hornsteina, sem hagur vor allur hef- ur hvílt á. Það cr og fullljóst, að ár eftir ár hefðu síld- artorfurnar farið framhjá landi voru og enginn íslend- ingur haft þcirra nokkur not, ef ekki hefði til komið annars vegar vísindaleg rannsókn á síldargöngunum og skipulögð leit undir stjórn vísindamanna að þeim hverju sinni, og hins vegar aukin veiðitækni og bættur skipa- kostur. En þó er víst, að til lítils hefðu tækni og skip komið, cf síldarleitin hefði ekki farið á undan. Hefur þar gefizt áþreifanlcgt dæmi um gildi vísindanna á hag- nýtu sviði, og hve margfaldan ávöxt það fé gefur, sem varið cr til raunvísinda og rannsókna á þeim sviðum. Ejárvciting útgcrðarmanna er ótvíræð viðurkcnning þessara staðrcynda. Er það [>ví ánægjulegra, sem mönn- um hcfur löngum verið tamt að taka brjóstvitið fram yfir vísindin. Þcssi viðurkenning ætti að nægja, til að brjóta ísinn í því efni. En um aðra stefnubreytingu er cinnig að ræða. þá, að vilja Icggja eitthvað fram sjálfir, í stað þcss að skora á ríkisvaldið um fé til framkvæmda. Mcð síldarskattinum hafa útvcgsmcnn tryggt sér síld- arlcitarskip, gcfið vísindamönnum þeim, scm að henni starfa maklega viðurkenningu og öllum landslýð merki- lcgt fordæmi. Er ánægjulcgt fyrir oss hér nyrðra, að norðlcnzkir útvegsmenn áttu frumkvæðið. ÓneitanJega cr hér um mikið fjárframlag að ræða, cn cins og það cr ákveðið, cr það trúa niín, að síldarútveg- urinn gcti innt það af hendi án þcss að finna til þcss. í góðærinu cr það Icikur cinn, og þótt illa gangi, er það svo lítill hundraðshluti allrar veltunnar, að það ætti cngum að vcra ofvaxið. Kcmur þá að cinu cnn, sem oft brennur við. Oss vaxa háar upphæðir í augum. Það cr alkunnugt l>ragð stjórnmálamanna að hræða almenn- ing á háum upphæðum, scm stjórnarvöldin íþyngi hon- um mcð hvcrju sinni í sköttum og skyldum, enda þótt þær séu í raun réttri aðcins fjöður af fati hvcrs cin- staklings. Þann hugsunarhátt verðum vér að uppræta, 38 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.