Heima er bezt - 01.02.1966, Síða 7

Heima er bezt - 01.02.1966, Síða 7
GISLI MAGNUSSON, EYHILDARHOLTI: Pœttir úr próimarsögu (Framhald) Torveldir flutningar. Eigi leikur á tveim tungum að þeir menn allir, er fyrir beittust um félagssamtök almennings til viðréttingar og sjálfsbjargar í vcrzlunarmálum, fundu sárt til þess, hversu örðugt var um alla vöruflutningg til landsins. Sjálfir áttu íslendingar cngin skip. Kaupmenn voru flcstir útlcnzkir og sátu löngum erlcndis, en höfðu verzl- unarstjóra (faktora) uppi hér. Skipin áttu þcir sjálfir að ölluni jafnaði og voru því hæg heimatökin um alla vöruflutninga. Kann og stundum meir hafa verið litið á cigin hag og hentiscmi cn hitt, hverjar væru brýnastar þarfir viðskiptamanna úti þar á íslandi. Þó ber því sízt að neita, að sumir voru þcir kaupmcnn, er gerðu það cr máttu til að birgja vcrzlanir sínar nægum kosti nauðsynja. En hvort tveggja var, að skip voru lítil og cins hitt, að um breiðan og úfinn sjó var að sækja, þar sem vcrið gat allra vcðra von á hvaða tíma árs að kalla, scm var. Vildu því skipakomur stundum strjálast, jafnvel þótt hafís lokaði eigi lciðum, en það var ckki ótítt á ofanverðri 19. öld, að fjandi sá lvki Norðurland allt og Austurland sínum heljarhrömmum. Sigling til íslands á þcirra tíma skipum var því alltaf áhættusöm, enda hlckktist þeim mörgum á og sum fórust með öllu. Mun þá stundum margur hafa mænt vonaraugum út á cndalaust hafið — cftir björginni, scm brást og aldrci kom — cða j)á ckki fyrr en svo scint, að sorfið var æði fast að. JiugsaS til skipakaupa. Vcrzlunarfélögin, scm risu hér á lcgg á síðara hclm- ingi 19. aldar, stóðu á annan vcg og ólíkt vcrra að vígi cn hinir crlendu kaupmcnn um flutning á vöru landa í milli. Þau áttu jafnan undir hcigg að sækja. Sú var löng- um vcnjan að kaupmaðurinn, sá cr félagið skipti við, útvcgaði skipið, oftast cigið skip, scldi vöruna hingað komna á höfn og kcypti í staðinn íslcnzka vöru, fram komna í skip. Kom þá cigi til annarra kasta um kjör. Því var cigi um kyn, þótt forráðamönnum félaganna léki snemma hugur á að afla þeim skipakosts, svo að þau mættu vcrða þcss umkomin, að taka alla flutninga í cigin hendur. Varð og af nokkruin framkvæmdum, scm kunnugt cr. En cigi fylgdi sú gifta, scm vonir stóðu ril. Olli bæði ýmiss konar óhöpp og hrcin slys. Vcrður sú hrakfallasaga ekki rakin hér. Hins ber að geta, að stjórn Grafarósfélagsins hafði þegar í öndverðu sterkan hug á því, að félagið eignaðist skip. Fól hún því fram- kvæmdastjóra (kaupverði), er búsettur var í Björgvin, að vera á hnotskóg og leita hófanna um kaup á skipi. Lciddi það til þess, að í októbcrmán. 1875 útvegaði kaupvörður og sendi stjórn félagsins tilboð um kaup á skipi, „Gefjunni“. Mun fleyta sú hafa verið í förum hingað, m. a. siglt til Grafaróss, og skuldaði þar ein- hverja upphæð. En nú var skipið úti í Noregi, allmjög laskað og ekki haffært. Skyldi það kosta 2300 ríkisdali (4600 kr.) eins og það kom fyrir, og niður falla skuld þcss við Grafarósverzlun. Þetta þykir stjóminni of hátt verð, með tilliti til viðgerðarkostnaðar, en leggur fyrir kaupvörð í bréfi 20. október, að hann „með sam- þykki fyrrnefndra eigenda .... láti álíta skipið og gera áætlun um kostnað til að gera það haffært, sömuleiðis hvers virði það væri þá .... Og ef yður virðist þá fé- lagi voru skaðlaust að ganga að samningum, að þér þá innleysið skipið fyrir peninga félagsins, ef það fæst hjá núvcrandi eiganda þess, og látið síðan setja það í stand til íslandsferðar í vor, ef hægt er, og það svo snemma, að vér gætum látið það fara á hákarlaveiðar, cf það sýndist tiltækilegt." Iiigi varð af kaupuin á Gefjunni. Þó var eigi svo, að félagið væri afhuga skipakaupum, sem cnn mun frá sagt. Athyglisvert er það, að félagsstjórnin hugðist ekki lcggja skipinu við fcstar, cf í milli yrði um kaupferðir, heldur gcra það út á hákarlaveiðar. En þær veiðar voru þá stundaðar hér fyrir Norðurlandi, cnda lýsið allgóð vcrzlunarvara — og kæstur hákarlinn hcrramannsmatur. Forscti ræður mestu. Stjórn félagsins réð öllu um rekstur þess og ákvarð- anir milli aðalfunda, og forseti (Ólafur í Ási) mestu. Réð hann raunar cinn öllu, einkum framan af. X’erður ckki scð, að ráðríki hans kæmi félaginu að sök, ncma síður væri. Hann var vcl að sér, reikningsmaður glögg- ur og skrifari ágætur, ritaði gott mál íslcnzkt og skrif- aði lýtalausa dönsku. Hann var reglumaður mikill um alla hluti, framsækinn og framsýnn, kappsmaður hinn mcsti og hörkuduglcgur. Harðdrægur var hann kallað- ur og cigingjarn nokkuð. En í öllum sínum umsvifum Heima er bezt 43

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.