Heima er bezt - 01.02.1966, Page 14
Kristjdn Grant við stýrið í bílnum.
betri suður af. Ef sú yrði raunin, átti að reyna að brjót-
ast með hestana áfram, ef ekki, var ekki um annað að
ræða en skera alla hestana þar sem þeir stóðu og reyna
svo með einhverjum ráðum að bjarga sjálfum sér.
Þegar sendiboði kom úr rannsóknarferð sinni kvað
hann öllu mundu borgið ef þeir næðu Hæðarsteini.
Færð væri góð úr því eftir því sem hann hefði bezt get-
að séð.
Skjóttur gæðingur og stólpagripur var með í ferð-
inni. Var honum fengið forystuhlutverkið og brauzt
hann gegnum skaflana af harðfylgi miklu þótt djúpir
væru, en hinir hestarnir fylgdu í slóðina.
Rétt um það leyti sem menn og hestar voru að ná há-
heiðinni brast á með aftakaveður, stórhríð og hvassviðri
svo mikið að naumast var stætt. Hins vegar hafði rifið
af allri sunnanverðri heiðinni og drifahjarn og færi
hið ákjósanlegasta það sem eftir var. Hröktust bæði
hestarnir og mennirnir undan veðurofsanum og komu
klukkan 2 um nóttina niður í Fornahvamm. Ekki var
húsrými nægilegt fyrir alla hestana þar og héldu tveir
mannanna áfram með nokkra þeirra til næsta bæjar. Og
svo var húsrýmið lítið — enda hestarnir margir — að
ekki var pláss fyrir þá alla í útihúsum, heldur varð að
hýsa nokkra þeirra í bæjardyrum og göngum um nótt-
ina. Löbbuðu sumir þeirra sig alla leið inn í baðstofu
um nóttina og vaknaði fólkið við vondan draum.
Sagt var að þá nótt hafi kuldinn verið svo mikill í
Fornahvammi að baðstofan hvíthélaði öll og hélan svo
þykk að hún bungaði niður að rúmunum.
Daginn eftir brauzt Daníel póstur yfir heiðina í blind-
hríð og sömu ófærð og áður. Hafði fengið sjö menn til
fylgdar og kom póstinum öllum heilu og höldnu niður
í Fornahvamm.
Bjó til brú úr póstkoffortum.
Annar póstur, sem um skeið hafði ferðir yfir Holta-
vörðuheiði var Hans Hannesson. Hann var meðal ann-
ars frægur fyrir þau úrræði sín að þegar hann kom eitt
sinn í vetrarferð yfir Holtavörðuheiði að krapabólg-
inni á sem gjörsamlega var ófær yfirferðar. Tók Hans
koffortin ofan af hestunum, raðaði þeim yfir ána og
teymdi hestana síðan ofan á koffortunum. Þegar því var
lokið sótti Hans koffortin, eitt af öðru og bar til lands.
Þótti þetta hugkvæmni mikil og ráðsnilld.
Gróf stúlkuna í fönn.
í annað skipti lenti Hans í ægibyl á Holtavörðuheiði.
Hann var svo svartur að ekki sá út úr augum og ófærð
að sama skapi. Var þá ekki um neitt annað að ræða fyr-
ir Hans heldur en að binda hestana á streng og vaka
yfir þeim alla nóttina. Stúlka var með honum í þessari
ferð og hana gróf Hans í fönn, en gróf hana úr fönn-
inni þegar mesta óveðrið lægði daginn eftir og komst
með hana óskemmda til bæja.
Áður hafði borgfirzkur prestur, séra Páll á Hesti,
lent í áþekkum hrakningum á Holtavörðuheiði. Það
skeði haustið 1873. Hafði þá gert rysjuveður snemma
hausts og snjóað til fjalla og á heiðum uppi. Séra Páll á
Hesti átti erindi norður í Miðfjörð og í fylgd með hon-
Simstöðvarhúsið Brú og bruin á Hrútaf jarðará. Þar er nú sið-
asti viðkomustaður áður en lagt er upp á Holtavörðuheiði að
norðan.
50 Heima er bezt