Heima er bezt - 01.02.1966, Síða 16
Á Holtavörðuheiði. Tröllakirkja í baksfn.
tveir menn stóðu á ísnum úti í ánni talsvert neðar en
þar sem henni varð fótaskortur. Hún lenti á öðrum
manninum, og með þvílíku afli að hann skall einnig
flatur í ána. Þau bárust nú bæði tvö hratt áleiðis að
gljúfrinu. En maðurinn hafði verið það forsjáll áður en
hann fór út á ísinn að setja á sig mannbrodda og fyrir
bragðið gat hann komið fyrir sig fótunum og stöðvað
sig á ísnum. Hann hafði ekki sleppt taki á stúlkunni sem
nú var dösuð orðin og ósjálfbjarga að mestu. Tók hann
hana í fang sér og bar til lands.
Fraus við söðulinn.
Stúlkunni varð afskaplega kalt, hún nötraði og skalf
og tennurnar glömruðu í henni án afláts. Ekki bætti það
úr skák að veður tók að kólna til muna og gerði hörku-
frost er á nóttina leið. Var reynt að láta stúlkuna ganga
sér til hita og gengu menn undir henni til að styðja
hana. En það dró stöðugt af henni og þar kom að hún
gat ekki staðið á fótunum. Var hún þá sett á hestbak í
söðul og menn settir til að styðja hana í söðlinum. En
frostið var svo mikið að hún fraus við reiðverið og þeg-
ar komið var niður að Grænumýrartungu að þrem
stundum liðnum, var hún svo föst við söðulinn að hún
varð ekki losuð úr honum fyrr en búið var að færa hana
úr pilsinu. Hún var borin með litlu lífsmarki inn í bæ-
inn, en náði sér fljótt eftir að hún kom inn í hlýjuna og
hafði fengið heitt kaffi að drekka. Hélt hún áfram ferð
sinni með póstinum daginn eftir og þótti flestum vel af
sér vikið.
í óstæðu veðri.
Jóni pósti varð önnur ferð norður yfir Holtavörðu-
heiði minnisstæð og þá taldi hann sig hafa lent í hvað
mestu roki, sem hann hafði nokkru sinni lent í. Þetta
var í vetrarferð og Jón var við annan mann og nær 20
hesta. Þegar þeir voru komnir rétt upp fyrir Hæðar-
sporðinn brast á norðaustan stórviðri svo skyndilega
eins og hendi væri veifað. Einn hestanna blátt áfram
fauk út í hríðina og fannst hann ekki fyrr en mörgum
klukkustundum síðar að veðrinu slotaði. Hafði hann þá
fokið fram af kletti og kaffennt undir honum, en var
þó lifandi þegar hann fannst. Ekki sagði Jón að viðlit
hafi verið fyrir sig eða félaga sinn að standa á fótunum.
Ef þeir ætluðu eitthvað að hreyfa sig urðu þeir að
skríða, og ef þeir gerðu tilraun til að standa á fætur
fuku þeir jafnharðan um koll aftur. Þannig urðu þeir
að liggja þar sem þeir voru komnir allt til kvölds, en þá
lægði veðrið jafn skyndilega og það hafði brostið á.
Ríkið byggir gistihús í Fornahvammi.
Árið 1926 gekkst íslenzka ríkið fyrir því að festa kaup
á Fornahvammi og koma þar upp föstum veitinga- og
gististað fyrir vegfarendur á leiðinni norður eða suður
um Holtavörðuheiði. Það sem ýtt mun hafa undir þessa
ákvörðun ríkisstjórnarinnar var harmleikur sem átti sér
stað rétt við túngarðinn í Fornahvammi í árslok 1925.
Er það ein mesta og átakanlegasta hrakningasaga sem
átt hefur sér stað á Holtavörðuheiði um 100 ára skeið
eða lengur.
Mikill harmleikur.
Þessi harmleikur átti sér stað í póstferð sem Jóhann
Jónsson í Fornahvammi fór í umboði og að tilhlutan
Jóns pósts í Galtarholti. Jóhann var á suðurleið og hafði
gist að Stað í Hrútafirði aðfaranótt 6. desember 1925.
I fylgd með Jóhanni voru fjórir menn suður yfir heiði.
Þeir voru Jón Pálmason bóndi á Þingeyrum, Kjartan
Guðmundsson frá Tjarnarkoti á Hrútafjarðarhálsi, Ól-
afur Hjaltesteð úr Reykjavík og Ólafur Jónsson fram-
kvæmdastjóri og rithöfundur á Akureyri. Hesta höfðu
þeir tólf.
Segir ekki af ferðum þeirra fyrr en þeir koma suður
að Hæðarsteini og er þá aðeins komið hádegi. Muggu-
kafald höfðu þeir hreppt þangað upp, en annars hægt
og milt veður og hafði ferðin gengið að óskum. Námu
þeir skamma stund staðar í sæluhúsinu, en um það leyti
sem þeir lögðu af stað þaðan birti í lofti og bjuggust
þeir við enn batnandi veðri og að stytta myndi alger-
lega upp.
En allt fór þetta á annan veg en ætlað var. Það var
rétt tekið að halla suður af þegar glórulausan byl gerði
52 Heima er bezt