Heima er bezt - 01.02.1966, Page 17

Heima er bezt - 01.02.1966, Page 17
Fornihvammur að vetri. með hvassviðri af norðaustri. Að vísu var undan veðri að sækja, en hríðin svo mikil og svo dimm að naumast sá út úr augunum og erfitt að fylgjast með hestunum hvort þeir héldu tölunni eða ekki. Þrátt fyrir hríðarsort- ann sóttist ferðin vel niður í Hæðarsporð og allt sæmi- lega mannheilt þangað. Eru þaðan ekki nema 10 km í Fornahvamm og er sú leið farin á lestagangi á tveim stundum. Að þessu sinni tók þó ferðin 13—14 klukku- stundir — fyrir þá sem á annað borð komust á leiðar- enda. Krapastorka var í öllurn lækjum og ám og illmögu- legt bæði fyrir menn og skepnur að komast yfir þær. Þar við bættist að hestarnir hröktust hver frá öðrum og týndust. Loks týndist yngsti þátttakandinn í ferðinni, Kjartan, en hann þræddi sig með símalínunni og komst 4 klukkustundum á undan félogum sínum niður að Fornahvammi. Það versta af öllu var þó að Ólafur Hjaltesteð hafði örmagnazt og gefið allt frá sér. Urðu þremenningarnir, sem með honum voru, þeir Jóhann, Jón og’Ólafur Jónsson að skilja hann eftir í fönn, ein- hvers staðar í námunda við Norðurá að þeir töldu. Þar sofnaði hann svefninum langa nokkur hundruð metra frá túngarðinum á bænum, en hinir þrír náðu símalín- unni eins og Kjartan og þræddu hana heim að Forna- hvammi. Var þá liðið langt af nóttu. Fengu þeir mat og hressingu í Fornahvammi og lögðu út í hríðina að nýju ásamt heimamönnum til að leita Ólafs. Voru þeir nokkra klukkutíma að hrekjast úti í fárviðrinu en leitin bar ekki árangur. Lík Ólafs fannst svo eklti fyrr en röskum sólarhring síðar og virtist hann þá vera nýlátinn. Hestarnir fundust á víð og dreif, sumir lifandi en aðrir dauðir, tveir fundust lifandi úti í Norðurá, en frosnir niður í ána svo að pjakka varð ísinn frá þeim með járnkörlum til að ná þeim upp. Síðasti hesturinn — með ábyrgðarpóstinum — fannst viku seinna í rösk- lega þriggja álna djúpum skafli. Svo átakanlegar og harmþrungnar geta vetrarferðir yfir Holtavörðuheiði verið. Draumur E^g var að lesa annað hefti af „Skyggnu konunni“, i og vitum við að mörg eru dularefnin til, sem ekki er hægt að rengja. Og ætla ég að segja eitt slíkt. Það var sumarið 1964 (eða fyrir ári síðan), að verið var að leggja nýlagninga vegarspotta, skammt innan við Höskuldsstaði í Breiðdal. Nú stóð þannig af sér, að sprengja þurfti úr kletti, sem var á leiðinni, en klettur- inn heitir Hulduklettur. Nú vill verkstjórinn sérstak- lega grennslast eftir því hjá fólkinu á næstu bæjum, Höskuldsstöðum og Höskuldsstaðaseli, hvort nokkuð mundi athugavert, þó sprengt væri úr ldettinum. Nei, það hafði enginn heyrt neitt um það. Svo nú er sprengt úr klettinum, eins og þurfa þykir, og ber ekkert til tíð- inda. Nú í vetur sem leið (eða í fyrravetur) dreymir Mál- fríði, tengdadóttur mína, sem er húsfreyja á Höskulds- stöðum, að hún er á gangi inn á vörðum, eins og það er nefnt, og gengur fram hjá umræddum kletti. Sér hún þá opnar dyr á klettinum og tígulegur maður kemur fram í dyrnar og bendir henni að koma. Hún fer inn og þau ganga inn gang og til annarrar handar sér hún opnar dyr og er þar inni margt fólk. Enn halda þau áfram, þar til hann kemur að stiga, þar fer hann upp og bendir henni að koma, en þá hún er komin upp í miðjan stig- ann og lítur upp fyrir sig, sér hún upp í heiðan himin- inn. Þá segir hann, sem kominn er þá upp á loftið: „Svona fóru þeir nú með stafninn úr baðstofunni minni í sumar.“ Og sýnir þetta að ekki hafi verið heilbrigt að gera rask á Hulduklettinum, eins og nafnið bendir til og hef- ur óefað heitið þetta lengi. Og var ekki draumurinn lengri. Bjarmalandi, Höfn í Hornafirði, 11. nóvember 1965. Jóhahna frá Höskuldsstöðum. Heima er bezt 55

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.