Heima er bezt - 01.02.1966, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.02.1966, Blaðsíða 18
GUÐMUNDUR J. EINARSSON: Qulnub blöh frá Juawaii (Niðurlag.) Hér vantar framan af bréfinu, en það er sjáanlega skrifað upp úr fyrri heimsstyrjöldinni, atvinnuleysi hef- ir þá verið mikið. (G. E.) Feður eru látnir ganga fyrir þeirri vinnu sem fæst að vetri til, svo þegar regndagar og önnur forföll eru frá- dregin, þá er lítið afgangs hjá flestum, þó hinn sami sé reglumaður. Kaupgjald var hækkað tvisvar sinnum síð- an ég kom hér fyrir áhrif verkamannafélags, en allt sem fólk hefur til að lifa á hefur hækkað svo fólk er ver sett en það var þá kaup var minna, sem sé, kaup hefur stig- ið um 25% síðastliðin 3 ár. En húsaleiga, matvara og aðrar nauðsynjar um 35%. Þetta er eftir síðustu skýrsl- um þá og nú. Af hendíngu komst ég að verki í febrúar, og hefi unnið þá fært var til þess nema þegar gigtin í Gisli Guðmundsson á efri árum. bakinu lagði mig á hilluna. Ég varð fyrir því að falla ofan af vagni er ég var að afhlessa í fyrrasumar, og lá þá í 2 vikur, eða svo gott sem, því ég var varla fær um að skríða. Svo batnaði mér að nokkru leiti, en nú á laugardaginn við vinnu mína, kom það sama fyrir mig, svo nú er ég frá verki, en get samt hirt um mig sjálfur. Ég fór til doktors í gær, sá sagði mér að ég hefði nýrna- veiki, en þeim er varla trúandi, ég vona að verða verk- fær aftur eftir nokkra daga, enda er það mér mjög óþægi- legt að vera lamaður, því hér er annaðhvort að gera, fara á hospítalið, eða rotna af vanhirðíngu í kompu minni. Já bróðir, ég er orðinn leiður á því öllu saman hér, þar fyrir er ég enn að hugsa til heimferðar, ef mér auðnast að vinna í sumar. Það kostar 400 krónur héðan til íslands, farbréfið á þriðja plássi aðeins án alls annars kostnaðar, við að bíða eftir íslandsfari frá Danmörku eða Englandi, svo langar mig til að hafa nóg til að geta sett mér upp hreisi hjá einhverjum sem vildi rétta mér hjálparhönd, ef ég lægi í lamasessi. Rósa systir hefur sagt mér að það kosti 40 kr. á mánuði í Reykjavík. En þar sem ég veit ekki um vanaleg daglaun þar, get ég ekki gert mér grein fyrir hvort það er tilsvarandi. En út í sveit fyrir þann sem barzlaði sjálfur, ætti það að vera töluvert ódýrara. Ég býst við að lítið sé um svipuð verk á Fróni, og ég er vanastur, eða þeir sem engin handverk kunna eins og ég, moka og grafa og þ. h. Ég hefi aldrei haft nema að éta og utaná mig hér, og það hafði ég á íslandi, og það ætti ég að geta haft enn. Mér þætti vænt um ef þú vildir skrifa mér, og senda mér mynd af þér og familíunni, því margt getur orðið á vegi fyrir mér og heimferð minni. Ég hefi allgóða heilsu nema þessi gigtarköst, og líður við þetta sama. Nú er vetur úti, og allt að blómgvast, enda var þetta óvenju mildur vetur. Ég bið að heilsa þínu fólki. Ég mindi að- eins þekkja Magðalenu af þínu fólki ef ég væri heim- kominn. Þú og kona þín voruð börn þá ég sá ykkur. Svo læt ég enda blaðið og bið þig afsaka hirðuleysi mitt með að skrifa. Það tekur mig lengi að klóra bréf, því ég er orðinn ruglaður í íslenskunni, þar ég heyri varla ís- lenzku svo árum skiptir, svo ég verð að rifja upp ýms orð er ég hefi gleymt. Svaraðu mér einu: Getur óbreitt vinnufólk unnið sér inn yfir sumarið, nægilegt að lifa af yfir veturinn á eft- 54 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.