Heima er bezt - 01.02.1966, Síða 21

Heima er bezt - 01.02.1966, Síða 21
RITSTJORI JONSSON NAMSTJ STEFAN LITAST UM Á HELZTU SÖGU- STÖÐUM NJÁLU. Njála, — eða Brennu-Njálssaga, — eins og hún er stundum nefnd, er talin merkust allra íslendingasagna. Aðalsöguhetjurnar eru Njáll og Bergþóra á Bergþórs- hvoli og synir þeirra. Gunnar á Hlíðarenda, Kolskegg- ur bróðir hans og Hallgerður iangbrók kona Gunnars. Þá má nefna Þráinn Sigfússon og bræður hans og son Þráins, Höskuld Hvítanesgoða. Þá koma og mjög við sögu Mörður Valgarðsson, Flosi Þórðarson í Svínafelli og Kári Sölmundarson, sem einn komst lifandi úr Njálsbrennu. Einhver fræknasti maður, er sögur segja frá. Annars eru söguhetjur Njálu æði margar, enda gerist sagan víða um land og einnig í útlöndum. En hið eiginlega sögusvið Njálu er þó um Rangárþing og nágrenni. Á áliðnu sumri 1965 fór ég nokkuð víða um Rangár- þing og kom á nokkfa merkustu sögustaði, sem nefndir eru í Njálu og aðra merka staði í héraðinu. BERGÞÓRSH V OLL. Á Bergþórshvoli í Landeyjum gerist mesti harmleik- ur, sem sagan segir frá, er Njáll og synir hans, Bergþóra kona hans og Þórður Kárason, dóttursonur Njáls, voru inni brennd. Gerist sá hörmulegi atburður að talið er árið 1011, eða um tíu árum eftir að kristni var lögtekin á íslandi. Jörðin Bergþórshvoll liggur syðst í Vestur-Landeyj- um á vestri bakka Affallsins, sem er kvísl úr Markar- fljóti. Nú má heita að Þverá, hinn forni fjandi Landeyj- anna, Álar og Affall séu vatnslausar ár, eða vatnslitlir árfarvegir. Meginþungi vatnsmagnsins liggur nú í sjálfu Markarfljóti og er haldið þar að með öflugum stíflu- görðum. Má segja, að tekizt hafi að beizla þessi vatns- föll þannig, að nú valdi þau litlu tjóni. Talið er nokkurn veginn víst, að Njálsbrenna hafi farið fram hinn 23. ágúst árið 1011. Hinn 14. ágúst 1965 kom ég í fyrsta skipti á hinn sögulega stað Bergþórshvol. Það fyrsta, sem vakti athygli mína, er ég kom heim að Bergþórshvoli, var það, hve bærinn hefur verið af- skekktur og fjarri samgönguleiðum fyrr á öldum. Þegar ekið er heim að Bergþórshvoli vestan að blasa þrír lágir hólar við sýn. Á miðhólnum austanverðum stendur bærinn og mun svo hafa verið frá fyrstu byggð á staðnum. Meðfram Affallinu eru þurrlendir bakkar, en annars er land jarðarinnar slétt mýrlendi og hvergi sézt á hóla eða hæðadrög. Sr. Jón Skagan, sem fyrr var prestur í Landeyjum og bjó á Bergþórshvoli, hefur rit- að grein um Bergþórshvol og sögulegar minjar þar í

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.