Heima er bezt - 01.02.1966, Qupperneq 22
Bergþórshvoll.
Morgunblaðið hinn 19. júní 1964. Hefur hann góðfús-
lega leyft mér að styðjast við grein sína í þessum þætti.
í greininni segir hann smá sögu, sem sannar betur en
langar skýringar, hvernig jarðvegur er í landareign
Bergþórshvols og víðar í Landeyjum. En sú saga er
þannig:
Vorið 1925, þegar þau prestshjónin fluttu að Berg-
þórshvoli, þá þurftu þau að mörgu að hyggja bæði úti
og inni. Einn af fyrstu dögunum var prestsfrúin að laga
til í lítilli stofu, ásamt ungri stúlku úr Landeyjunum,
sem var hjá þeim. Voru þær að festa upp myndir o. fl.
Höfðu þær fyrir áslátt lítinn hamar, ótraustan. Gekk
prestsfrúin svo rösklega að verki, að hamarinn brotn-
aði af skaftinu. Kallaði þá frúin til stúlkunnar og sagði:
„Skrepptu út, góða mín, og náðu mér í smá stein, svo
að ég geti lamið naglann betur inn.“ Unga stúlkan hrökk
við, og fór eins og hjá sér, en svaraði svo ákveðið: „Það
er bara enginn svoleiðis steinn til hérna í Landeyjun-
um.“ Báðar hlógu þær svo hjartanlega að þessari skýr-
ingu stúlkunnar. En sannleikurinn er sá, að grjót er
hvergi til í Landeyjunum, nema aðflutt innan úr Fljóts-
hlíð eða úr Þórólfsfelli.
Þegar ég kom að Bergþórshvoli í sumar sem leið, var
þurrt veður en sólarlaust. Þótt þessi hólaþyrping, sem
bærinn stendur á, sé ekki mjög há, þá ber hún svo mjög
yfir sléttar mýrarnar, og árbakkann, þar sem hvergi er
hæð eða holtadrag, að telja má, að víðsýnt sé á Berg-
þórshvoli. Er fjallasýn óvenjulega víð og fögur. Þar
blasa við í austurátt: Þríhymingur, Tindafjallajökull
og Eyjafjallajökull. En ef litið er til hafsins, sjást þar
rísa úr sjá Vestmannaeyjar, hömróttar og hálendar,
ásamt „nýsköpunareyjunum „Surti“ og „Syrtlingiíl.
1 góðu skyggni sést frá Bergþórshvoli í fjórar sýsl-
ur og til níu kirkna, segir sr. Jón Skagan.
Ég gekk fyrst upp á hól, sem er aðeins hærri en Bæj-
arhóllinn og reyndi að glöggva mig þaðan á örnefnum
og útsýn með hjálp sóknarprestsins sr. Sigurðar Hauk-
dal. En þarna eru mörg örnefni snertandi Njálu. Þessi
austasti hóll heitir Flosahóll og er hann talinn um 15
metra yfir sjávarmál. Dæld er inn í hólinn eða slakki,
og er á þessa dæld þannig minnst í Njálu: „Dalur var
í hválnum og bundu þeir Flosi þar hesta sína.“
Um þessa dæld segir séra Jón Skagan: „Sumir hafa
ætlað að dældin í Flosahól og dalurinn í hválnum, sé
eitt og hið sama, en ég fullyrði, að svo geti ekki verið.
Bollinn í Flosahól rúmar engan veginn um 200 hesta,
sem þeir FIosi höfðu meðferðis. En suðaustur frá Flosa-
hól er hins vegar lítið skarð í bakka Affallsins, sem renn-
ur þarna rétt hjá. Skarð þetta er leifar af dæld, sem hét
Flosalág, og Affallið hefur smámsaman brotið undir sig.
Þar ætla ég að Flosi og menn hans hafi bundið hesta
sína. Þar voru þeir í örskotslengd frá bænum og hóll-
inn skýldi þeim. í sögunni hefði því átt að standa:
„Dalur var sunnan við hválinn,“ en ekki „t hválnum,a
eins og í sögunni segir.
Norður af Flosahól er dæld nokkur, sem heitir Hösk-
uldardæld. Stendur vatn í henni haust og vor. Nú er
þessi dæld botngróin, en er talin miklu dýpri áður, af
, elztu núlifandi mönnum. Vafalaust er nafn hennar tengt
við Höskuld Njálsson, eða ef til vill við Höskuld Þrá-
insson Hvítanesgoða, fósturson Njáls.
Skyggn maður, sem heimsótti séra Jón Skagan að
Bergþórshvoli, taldi sig sjá dæld þessa sem djúpa tjörn
og Njálssyni og Kára þar við sundiðkanir. Mætti vel
hugsa sér, að til forna hefðu verið þar góð skilyrði tiL
sundiðkana.
Á milli Flosahóls og Bæjarhóls er ofurlítil lægð. Á
Bæjarhólnum stendur bærinn og mun hann hafa staðið
þar alla tíð frá söguöld. Þar mun og hafa staðið bær
Njáls, er brenndur var. Ef til vill hefur bærinn eitthvað
færzt til við endurbyggingu, en naumast mun þar miklu
skeika frá fyrsta grunni.
Njálsbrenna hefur þótt mikill viðburður og harm-
leikur í fornöld, því að víða er til hennar vitnað. Eng-
inn dregur heldur í efa að brennan hafi farið fram.
Þrísvar hefur verið grafið í rústimar á Bergþórshvoli
og um það gerðar skýrslur. Fyrstur hóf þar rannsóknir
Sigurður Vigfússon árin 1883 og 1885. Fann hann með-
al annars sviðna viðarbúta og skyrleifar, sem hann taldi
vera frá dögum Njáls og Bergþóru. Mjög er nú dregið
í efa að svo hafi getað verið. Næstur var þar við rann-
sóknir Matthías Þórðarson þjóðminjavörður árin 1927
og 1928. Síðastur rannsakaði staðinn Kristján Eldjárn
þjóðminjavörður árið 1951. Um allar þessar rannsóknir
hafa verið gerðar skýrslur, en of langt mál yrði að rekja
allar þær skýrslur hér. En það má segja í fám orðum,
að ýmislegt hefur komið fram við þennan uppgröft,
sem sannar branann, en ekkert, sem afsannar hann.
58 Heima er bezt