Heima er bezt - 01.02.1966, Side 23

Heima er bezt - 01.02.1966, Side 23
Eins vil ég þó geta, sem kom fram við síðasta upp- gröftinn. í rústunum fannst sviðinn birkiraftur. Hann var sendur til Danmerkur til að gera á honum það sem nefnt er aldurs-ákvörðun. Rannsóknina gerði dr. J. Troels Smith. Kom þá í ljós, að þessi trjábútur hafði vaxið á árunum 840 til 1040, og kemur þetta vel heim við frásögn Njálu af brunanum, en hann er talinn hafa verið árið 1011. Ég sagði hér áður, að Njálsbrenna hefði í fornöld þótt stór viðburður, því að þótt nienn væru ýmsu van- ir á þeirri öld vígaferla, þá var Njálsbrenna einstæður atburður. En þegar ég stóð þarna á Flosahól og leit yfir landið, þá undraðist ég ýmislegt í frásögninni um brun- ann. Hinn 23. ágúst er nokkuð farið að stytta daginn og orðið allskuggsýnt klukkan níu til tíu. En brennumenn munu þó hafa komið að Bergþórshvoli í sæmilegri birtu, því að heimamenn sjá þá ríða að bænum, stíga af baki og ganga síðan heim, „og gengu þeir þröngt, og fóru seint,“ til að vita, hvað þeir tækju til bragðs þar heima. Líklega byrja þeir ekki brennuna fyrr en kl. 10 eða jafn- vel síðar. Seinna segir svo í Njálu: „Þeir Flosi voru við brenn- una, þar til morgnað var mjög. Þá kom þar að maður ríðandi. Hann nefndist Geirmundur og kvaðst vera frændi Sigfússona.“ Hvað er þá orðið framorðið dags? Eftir algengri mál- venju gæti þá klukkan hafa verið 4—6 að morgni. Þá taka brennumenn hesta sína, sem bundnir hafa verið um nóttina, og riðu af skyndingu af stað. Segir svo í sögunni: „Flosi reið fyrir og stefndi upp til Rangár, upp með ánni.“ En um fótaferðatíma eru þeir komnir upp til Þríhyrningshálsa og þaðan geta þeir séð, það sem gerðist niðri í byggðinni. Þetta er næstum ótrúleg- ur hraði, en þó er hitt ótrúlegra, að ekki skyldi sjást til þeirra. Þessu var ég að velta fyrir mér er ég var þarna stadd- ur á söguslóðum Njálu. Gera má ráð fyrir, að á þess- um árum hafi sveitirnar: Landeyjar, Fljótshlíð og Hvol- hreppur verið fullbyggðar. Hvernig hafa þá brennu- menn komizt ósénir í gegnum fullbyggðar sveitir upp fyrir alla byggð, til að leynast að fjallabaki? Þetta er næstum óskiljanlegt, þótt þetta væri snemma morguns. En hvers vegna liggja sveitirnar í dái? Veit þetta fólk ekki, hvað gerzt hefur um nóttina? Þessum spurningum er ekki gott að svara. Helzt get ég hugsað mér, að þegar fólk á þeim árum, í strjálbýl- um sveitum, sá aðkomna herflokka með alvæpni þeysa um héruðin, hafi það hugsað sem svo, að bezt væri að koma þar hvergi nærri, einkum smábændur, sem helzt hafa viljað standa sem fjærst slíkum stórmálum og víga- ferlum, sem þeim fylgdi, og hafa því látið slíka her- flokk afskiptalausa. Þeim brennumönnum brá mjög í brún, er þeir fréttu að Kári hefði komizt lifandi úr brennunni. Undankomu Kára er þannig lízt í Njálu: „Þeir Kári og Skarphéð- inn höfðu haldið saman í brennandi húsunum og í fyrstu hafði Grímur, bróðir Skarphéðins verið með þeim, en örmagnaðist svo í hitasvælunni. Er þökin tóku að hrynja niður, þá komu þeir, þar sem þvertré hafði fallið niður og brunnið mjög um miðju, en annar end- inn mun hafa legið uppi á skálaveggnum. Kári mælti þá til Skarphéðins: „Hlaup þú hér út og mun ég beina að með þér, en ég mun hlaupa þegar á eftir.“ En Skarphéðinn vildi að Kári hlypi fyrr. En svo fór, er Skarphéðinn ætlaði að hlaupa á hæla Kára, þá brast tréð í sundur af þunga hans og féll hann þá aft- ur niður í eldana. En þannig segir frá Kára: „Þá tók Kári einn stokk logandi í hönd sér og hleypur út eftir þvertrénu. Slöngvir hann þá stokkinum út af þekjunni og féll hann ofan að þeim, er úti voru fyrir. Þeir hljópu þá undan. Þá loguðu klæðin öll á Kára og svo hárið. Hann steypir sér svo út af og stiklar svo með reykn- um“.“ Og síðar segir svo: „Kári hljóp til þess, er hann kom að læk einum og kastaði sér í ofan og slökkti í sér eldinn. Þaðan hljóp hann með reyþnum í gróf nokkra og hvíldi sig. Og er það síðan kölluð Kára-gróf.u Um þetta segir sr. Jón Skagan í ritgerð sinni um Berg- þórshvol: „í Landeyjum er austan átt alltíð. Ég veitti því oft athygli á Bergþórshvoli, að í hægri austanátt lagði reyk- inn frá bænum meðfram hól þessum norðanverðum í áttina að Káragerði. Kemur það vel heim við söguna um för Kára úr brennunni. Var sú leið sjálfsögð, bæði til að fylgja reyknum og dyljast um leið bak við hól- inn. Skammt vestan frá Bergþórshvoli er bærinn Kára- gerði. Dregur hann nafn af Kára Sölmundarsyni. Þama em líka tvö örnefni kennd við hann, sem vert er að muna. Rétt austan við bæinn Káragerði er lægð, sem heitir Káratjörn. Sagt er áð þar hafi Kári slökkt eldinn í klæðum sínum. Sú tjöm er nú öll uppgróin. En leifar sjást enn af görðum hlöðnum út í hana, sem sýna, að þar hefur áður verið dýpi mildð. Svo sem 20 metram vestur frá Káratjörn er Káragróf. Þar er sagt að Kári hafi hvílzt. Gróf þessi hefur grynnzt frá því á þeim tímum, er Njálsbrenna var. Er þetta Örlítil dæld eða jarðfall í Lambhúshólnum í Káragerði. Ennþá er þar þó felustaður sæmilegur fyrir einn mann. -------Ennþá eitt örnefni frá dögum Njáls eru svo- nefndir Línakrar. En þeir eru við Affallið á austur- mörkum jarðarinnar, um hálftíma gang frá Bergþórs- hvoli. Reitir þessir eru ferkantaðir, einir sex að tölu, markaðir görðum, sem enn sézt fyrir. Talið er að þar hafi Njáll stundað kornyrkju og jafnframt ræktað hör til língerðar og annarra þarfa. Bendir nafnið mjög til þess að svo hafi verið. Eins og kunnugt er af Njálu, var Njálsbrenna hefnd- arráðstöfun vegna vígs Höskuldar Þráinssonar Hvíta- nesgoða. Höskuldur var fóstursonur Njáls, og bauð Njáll Höskuldi fóstur í föðurbætur, því að Skarphéð- inn hafði vegið Þráinn föður hans, er Þráinn og fleiri menn höfðu veitt þeim Njálssonum fyrirsát við Mark- Heima er bezt 59

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.