Heima er bezt - 01.02.1966, Side 24

Heima er bezt - 01.02.1966, Side 24
Keldur. Þríhyrningur i baksýn. arfljót. Skarphéðinn hafði svo síðar orðið banamaður Höskuldar, vegna þess að Mörður Valgarðsson rægði þá saman Njálssyni og Höskuld og bar rógsmæli á milli þeirra. Margir höfðingjar voru til eftirmáls, og þegar slitn- aði upp úr friðarsamningum á Alþingi, kallaði Flosi Þórðarson á Svínafelli, sem var foringi þessara manna, alla menn sína saman í Almannagjá og komu þar sam- an 10 tugir manna. Það er 100 til 120 manns. Þar sóru þeir eiða, að skiljast ekki fyrr við þetta mál, en fallnir væru allir Njálssynir. Var síðan ákveðinn dagur og stund, er farið yrði að Njáli og sonum hans. Þau viður- lög voru líka sett, að hver sem brygðist í þessu máli skyldu engu fyrir týna, nema lífi sínu. Einn í þessum hópi var Ingjaldur Höskuldsson að Keldum. En hann átti mjög vant á báðar hliðar. Hann var kvæntur bróðurdóttur Flosa, en systir hans, Hróðný Höskuldsdóttir, hafði átt son laungetinn með Njáli og var Njáll góður vinur Ingjalds. Þegar brennumenn komu saman á Þríhyrningsháls- um daginn, sem þeir gerðu aðför að Njáli og sonum hans, vantaði engan af samsærismönnum, nema Ingjald á Keldum. Ámælti þá margur Ingjaldi, en Flosi sagði, að ekki skyldu þeir ámæla honum á bak, en dauðaverð- ur væri hann. Segir svo ekld meira um þetta, fyrr en þeir brennu- menn riðu frá brennunni um morguninn. Þá reið Flosi fyrstur og lagði leið sína upp með Eystri-Rangá að austan. Þá sá hann, að maður reið niður með ánni hin- um megin árinnar. Kenndi Flosi, að þar fór Ingjaldur á Keldum. Flosi kallar á hann. Ingjaldur nam þá stað- ar og sneri við fram að ánni. Flosi mælti til hans: „Þú hefur rofið sátt við oss og hefur þú fyrirgert fé og fjörvi. Eru hér Sigfússynir og vilja gjarnan drepa þig, en mér þykir þú vant við kominn og mun ég gefa þér líf, ef þú vill selja mér sjálfdæmi.“ Ingjaldur svarar: „Fyrr skal nú ríða til móts við Kára, en selja þér sjálf- dæmi. En ég vil því svara Sigfússonum, að ég skal ekki hræddari við þá, en þeir við mig.“ „Bíð þú þá,“ segir Flosi, „ef þú ert ekki ragur, því að ég skal senda þér sending.“ „Bíða skal ég víst.“ segir Ingjaldur. Þorsteinn Kolbeinsson bróðurson Flosa reið fram hjá honum og hafði spjót í hendi. Flosi þreif af honum spjótið og skaut til Ingjalds, og kom á hina vinstri hlið- ina, og í gegnum skjöldinn fyrir neðan mundríðann, og klofnaði hann allur í sundur, en spjótið hljóp í lærið fyrir ofan hnéskelina og svo í söðulfjölina og nam þar staðar. FIosi mælti til Ingjalds: „Hvort kom á þig?“ „Á mig kom víst,“ segir Ingjaldur, „og kalla ég þetta skeinu en ekki sár.“ Ingjaldur kippti þá spjótinu úr sárinu og mælti til Flosa: „Bíð þú nú ef þú ert ekki blauður.“ Hann skaut þá spjótinu yfir ána. Flosi sá að spjótið stefnir á hann miðjan. Hopar hann þá hestinum, en spjótið fló fyrir framan hestinn Flosa og missti hans. Spjótið kom á Þorstein miðjan og féll hann dauður af hestinum. Ingjaldur hleypti þá í skóginn og náðu þeir honum ekki.“ Flosa varð mikið um þetta slys og taldi það óheilla merki. Þeir brennumenn hröðuðu nú för sinni til Þrí- hyrningshálsa og dvöldu þar „til þess, er hin þriðja sól var af himniu. Á meðan var þeirra leitað á öllum leið- um, sem austur lágu. í sumar, er ég fór frá Bergþórshvoli, reyndi ég að glöggva mig á leið þeirra brennumanna frá brunanum. Mér virtist eftir vegalengdinni, að mögulegt hefði ver- ið að fara þessa leið, frá Bergþórshvoli og upp á Þrí- hyrningshálsa á tveimur og hálfum eða þremur tímum, ef geyst hefði verið farið. Og líldega hefur Þverá þá ekki verið neinn farartálmi. En eins og áður er fram tekið, þá virðist það algjörlega útilokað, að þeir hefðu komizt alla þessa leið óséðir. AÐ KELDUM. Orðaskipti þeirra Flosa og Ingjalds yfir Eystri-Rangá sýna aðdáanlega ró og hetjulund, þessara hugprúðu fornmanna. Með almennu orðalagi og hetjulegri ró tefla þeir um dauðann yfir ána. Þeir vinna hvorugur 60 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.