Heima er bezt - 01.02.1966, Side 25

Heima er bezt - 01.02.1966, Side 25
taflið, en ungur frændi Flosa, sem talinn var höfðingja- efni, féll fyrir spjótinu. Þetta taldi Flosi boða óheill sínu liði, enda höfðu þeir illt verk unnið. Margt er það í Njálu, sem er ógleymanlegt, og öll er Njála mikið listaverk, og ekki sízt, hvað snertir mál og stíl. En þennan dag, sem ég fór að Bergþórshvoli, var mér títt hugsað til Ingjalds á Keldum. Flans er lítið get- ið við málastapp og vígaferli, en hann hefur vafalaust verið sönn hetja. Honum er þannig lýst í Njálu: „Ingjaldur var mikill maður og styrkur og fálátur og hinn hraustasti karlmaður og fédrengur góður við vini sína.“ Þetta er ekki margorð mannlýsing, en hún er glögg og segir mikið. Þegar Ingjaldur tekur þá ákvörðun, að skerast úr leik, er brennumenn fóru að Njálssonum, þá er honum það ljóst, hvað slíkt gildir, en hann brestur ekki kjark, þótt við ofurefli sé að etja. Og á hvaða leið er hann þarna niður með Rangá? Er hann að kynna sér, hvernig farið hafi í aðförinni að Njáli og sonum hans? Ingjaldur vissi vel daginn og stundina. Allt þetta var ég að hugsa um á leiðinni frá Bergþórshvoli á HvolsvöII. Um kvöldið ákvað ég að fara að Keldum. Bærinn að Keldum er vestan við Eystri-Rangá um 10 —12 km frá þjóðveginum austur. Á Keldum hefur víst jafnan verið stórbýli og höfðingjasetur. Nú urn langan aldur hefur sama ættin setið jörðina. Landslag og um- hverfi allt á Keldum er sérkennilegt og sérstætt, en þó eru byggingarnar á bænum merkilegastar. Elzti hluti Búr á Keldum. Skáladyr á Keldum. bæjarhúsanna, sem venjulega er nefndur Skálinn, er tal- inn vera frá Sturlungaöld. Úr skálanum eru gömul jarðgöng 26.5 metra löng út í lækjarbakka eða brekku. Göngin eru svo lág, að fullorðinn maður verður næst- um að skríða eftir þeim. Þau eru hlaðin að innan. Eng- inn veit með vissu í hvaða skyni þessi jarðgöng hafa verið gerð, en vel gæti verið að þau hafi verið gerð sem leynigöng til undankomuleiðar úr bænum, ef ófrið bar að höndum. I skálanum eru meðfram veggjunum stórar kistur eða kornbyrður. Hafa þessar kornbyrður jafnan fylgt jörð- inni, þótt skipt hafi um ábúendur. Sama er að segja um annað gamalt geymsluhús. Þar eru stórar tunnur, skyr- sáir og kaggar, sem ætíð hafa fylgt jörðinni, hver sem á henni hefur búið. Þessum forna skála eða bæjarhluta, sem talinn er frá Sturlungaöld, er nú vel við haldið og getur hann staðið lengi enn. Á Sturlungaöld bjuggu á Keldum hjónin Hálfdan Sæ- mundsson og Steinvör Sighvatsdóttir systir Þórðar kak- ala. Er Hálfdan talinn dáinn árið 1265, en Steinvör ár- ið 1271. Um miðja 13. öld eru þau búandi á Keldum. Yel má hugsa sér, að þessi merku hjón hafi byggt skál- ann. Hálfdan var af góðum ættum, ríkur maður og höfðingi, en stóð lítið í styrjöldum. Steinvör var stór- lynd og skörungur í skapi. Einhvern tíma, þegar Þórð- ur kakali átti einna erfiðast og var fremur vinafár, fór hann suður að Keldum til systur sinnar Steinvarar, til að biðja Hálfdan mág sinn liðveizlu. Steinvör tók bróð- Heima er bezt 61

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.