Heima er bezt - 01.02.1966, Síða 26
Gömul hús á Keldum.
ur sínum vel og taldi sjálfsagt að veita honum liðsinni,
en Hálfdan færðist heldur undan. Þá reiddist Steinvör
og hvað einsætt að Hálfdan veitti Þórði slíkt er hann
mætti: „Hef ég,“ segir hún, „sjaldan eggjað að ganga í
stórmæli, en nú mun ég það bert gera, að lítið mun
verða okkar samþykld, ef þú veitir ekki Þórði bróður
mínum. Mun þá svo fara, að ég mun taka vopnin og
vita, ef nokkurir menn vilja fylgja mér, en ég mun fá
þér af hendi búrlyklanct. Var Steinvör þá málóði um
hríð, en Hálfdan þagði og hlýddi til.“
Ég rek ekki þessa deilu hjónanna í þessum þætti, en
vel get ég hugsað mér, að þessi skörulega húsfreyja, sem
oft er vitnað til um skörungsskap, hafi byggja látið um-
ræddan skála að Keldum, sem enn stendur.
Engar sannanir er hægt að færa fyrir þessu, en þegar
ég kom að Keldum og sá og skoðaði þessa gömlu bygg-
ingu, þá varð mér líkt í huga og þegar ég leit í fyrsta
sinni bæjarrústirnar í Stöng í Þjórsárdal og grunninn
að bæ Arnkels goða í Álftafirði vestra, þar sem heitir
í Kársstaðabotni. Mér fannst, sem ég sæi þar í hugsýn
ganga þar um sali allar glæsikonur og höfðingsmenn,
sem ráðið hafa ríkjum í þessum öldnu bæjarhúsum um
sjö aldir.
Frá mörgu hefðu þessi bæjarhús að segja, ef þau gætu
sagt frá. En vel gæti maður getið í eyðurnar, þótt þögn-
in geymi sögu staðarins. Vafalaust hefur í þessum öldnu
bæjarhúsum margur harmleikur gerzt, en þau geyma
líka minningar um sælustundir ástalífsins og glæstar
hamingj ustundir.
(Framhald.)
Sigurlaug á Hofi skrifar þættinum bréf og spyr um
kvæði, sem hún lærði af móður sinni fyrir 40 árum. I
bréfinu skrifar hún upp eitt erindi eftir minni. Nú lang-
ar hana til að vita hver hafi ort þetta Ijóð, og hve mörg
erindin séu. Þessu hvorugu get ég svarað, en ég birti
hér þetta eina erindi, sem í bréfinu stóð, ef einhver les-
andi þáttarins gæti einhverjar upplýsingar gefið. Erind-
ið er þannig:
Þarna á bak við þessa tinda,
þögull reikar hugur minn.
Ó, að ég á vængjum vinda
væri þangað alkominn.
Þar dvelur mær, sem mér er kær,
og munaðsdrauma blíða ljær,
með henni byggt eg hefi títt og oft,
hin háu slot, sem gnæfa upp við loft.
Ein 15 ára fyrir norðan biður um ljóð, sem heitir
Kvöld við Keflavík. Ljóðið er eftir Ómar Ragnarsson,
en lagið eftir Gunnar Þórðarson.
Hljóðlátt kvöld við Keflavík,
kinnar þínar sæll ég strýk.
Meyjarbarmur hægt og hljótt
hann hefst og hnígur þýtt og rótt.
Þaralykt, sem blærinn ber
blandast ilmi af hári þér.
Báran gjálfrar hægt og hljótt.
Hún hefst og hnígur þýtt og rótt bjarta nótt.
Uppi á berginu bláa
bindum við eilífðarheit.
Horfum á jökulinn háa
og hann einn um ást okkar veit.
Hljóðlátt kvöld við Keflavík,
kinnar þínar sæll ég strýk.
Meyjarbarmur hægt og hljótt,
hann hefst og hnígur þýtt og rótt, bjarta nótt.
Þá kemur hér lítið ljóð, sem beðið hefur verið um.
Það heitir Hárlokkurinn. Erla Þorsteinsdóttir hefur
sungið það á hljómplötu. Höfundur ljóðsins er Loftur
Guðmundsson.
62 Heima er bezt