Heima er bezt - 01.02.1966, Side 28
FRAMHALDSSAGA
ÁTTUNDI HLUTI
— Nú, það ert þá þú, góði minn, segir hún og brosir
glöð við syni sínum. — Velkominn heim.
— Þakka þér fyrir, mamma.
Þau mætast nú við neðsta stigaþrepið og heilsast með
hlýjum kossi. Og síðan ganga þau saman inn í dagstof-
una. Frú Klara tekur sér sæti í djúpum hægindastól og
bendir syni sínum einnig að setjast, en Snorri setzt ekki
heldur gengur um gólfið örum skrefum og ber þegar
fram fyrstu spurningu sína:
— Varstu ein í húsinu, mamma, þegar ég kom heim?
— Já, ég var einsömul.
— Pabbi og Erla eru auðvitað að vinnu sinni úti í
bæ?
— Já, þau eru nýfarin að heiman að Ioknum hádegis-
verði. Varst þú búinn að borða hádegisverð, góði minn?
— Já.
— A ég þá ekki að bregða mér fram í eldhús og hita
kaffi handa þér?
— Nei, þakka þér fyrir, mamma, ekki strax, — en
ert þú sjálf farin að vinna eldhússtörfin núna?
— Já, ég er orðin það hraust, að ég get vel annazt um
heimilið með aðstoð systur þinnar og ræstingakonu,
sem ég fæ hingað einu sinni í viku.
Snorri nemur skyndilega staðar frammi fyrir móður
sinni og spyr annarlegri röddu:
— Er Nanna þá alfarin héðan úr vistinni?
— Já, hún var ekki ráðin hér neinn ákveðinn tíma,
og það varð að samkomulagi okkar í milli, að hún fengi
sig lausa.
— Er langt síðan?
— Nokkrir dagar.
— Veiztu hvert hún fór?
— Nei, það hefi ég enga hugmynd um.
— Ekki það?
Frú Klöru dylst það ekki, að fréttin um brottför
Nönnu af heimilinu snertir son hennar eitthvað óþægi-
lega, þó að liann sýnist rólegur hið ytra, en hún lætur
það ekkert á sig fá, fyrir henni vakti það eitt að varð-
veita heiður hans, þegar hún átti síðast tal við Nönnu,
og henni finnst að hún hafi gert það á réttan hátt.
Snorri fer aftur að ganga um gólfið, og er þögull um
hríð, og móðir hans lofar honum að njóta þagnarinnar.
— Svo að Nanna mín er þá alfarin héðan úr vistinni,
hugsar Snorri. — Það eru vissulega mikil og óvænt von-
brigði, en þetta getur samt allt verið með felldu, fyrst
mamma er farin að geta sjálf stjórnað heimilinu að
nýju.
Flonum er kunnugt um heimilisfang Nönnu hér í
borginni, og heim til föður síns og fósturmóður hefir
hún vafalaust farið fyrst um sinn. Og sé hún þar ekki
nú, hljóta þau að geta sagt honum hvar hún er þá niður-
komin. Og nú getur hann ekki verið aðgerðarlaus í
þessu máli. Hann verður að ná fundi unnustu sinnar,
og það tafarlaust. Hjarta hans kallar hana heitar nú en
nokkru sinni fyrr. Og nú rýfur Snorri þögnina og
segir:
— Ég þarf að skreppa strax út í bæ, mamma mín. Þú
undrast ekkert um mig, þótt ég verði dálítið Iengi.
— Ætlarðu að fara strax að heiman aftur, góði minn?
spyr frú Klara með undrun og vonbrigði í röddinni.
— Já, ég má til. — Hann hefir ekki um þetta fleiri
orð, heldur hringir eftir leigubíl í skyndi og gengur
síðan út. En móðir hans situr ein eftir allt annað en
ánægð yfir þessari óvæntu brottför hans.
Leigubifreið Snorra nemur staðar fyrir utan stórt og
fallegt hús umgirt háum garði, á einum fegursta stað
borgarinnar, og það er æskuheimili Nönnu. Snorri biður
bílstjórann að bíða og snarast síðan út úr bifreiðinni
og heim að húsdyrum. Hann hringir dyrabjöllunni og
bíður þess í ofvæni, hver Ijúka muni upp.
Brátt heyrir hann létt fótatak að innan, og hurðinni
er lokið hægt upp. Miðaldra kona mjög fríð sýnum og
björt á svip staðnæmist í dyrunum og horfir með spurn
á unga einkennisklædda gestinn ókunna.
Snorri lyftir húfunni kurteislega og býður góðan
dag.
— Góðan daginn, svarar konan hlýrri og mjúkri
röddu og heldur áfram að virða unga manninn fyrir
sér. Þessi ókunni maður vekur strax sérstaka athygli
hennar sökum glæsimennsku sinnar.
64 Heima er bezt