Heima er bezt - 01.02.1966, Side 32

Heima er bezt - 01.02.1966, Side 32
MAGNEA FRÁ KLEIFUM: HANNA MARÍA og villingarnir ANNAR HLUTI Þau saumuðu bætur á dýnurnar. Urn stund var þögn, þá spurði Hanna María: „Heldurðu nú ekki að okkur leiðist, þegar allt fyllist af krökkum, afi minn, þá höfum við aldrei tíma til að tala saman í næði.“ „O sei-sei, jú, við fáum nægan tíma til að tala sam- an, og svo eru tveir krakkar enginn stórgripa-hópur, eða finnst þér það?“ „Hvar eiga þau að sofa?“ „Tvisvar tveir eru fjórir,“ sagði afi. Hanna fitjaði upp á nefið, óttalega voru þau asna- leg þessi lög sem hann afi setti. Svo spurði hún upp- hátt, hve magir dropar væru í sjónum, hve margir menn í heiminum, hvað sólin væri stór, og hver ætti þar heima. Þá varð afi aftur að svara. „A strákurinn að fara með?“ „Geti hann það, þá læt ég hann gera það svona stundum, en líklega kann hann ekkert með hesta að fara.“ „Eiga þau að sofa í tjaldinu hjá okkur, þegar við förum að heyja á enginu?“ „Tvisvar fjórir eru átta,“ svaraði afi. Nú leizt Hönnu ekki á blikuna, svo væru tvisvar átta sextán, og tvisvar sextán þrjátíu og tveir, og tvisvar þrjátíu og tveir? — Nei, þetta var nú ekki framkvæmanlegt, hún yrði að fá sér blað og blýant til að margfalda þetta fyrr en varði, og hvernig ætti hún að spyrja fimm eða sex hundruð spurninga bara til að fá einni svarað? Þarna hafði afi leikið laglega á hana. Hún ætlaði nú samt ekki að láta á því bera, að henni þætti þetta leitt, heldur tala bara við afa og vita, hvort hún gæti ekki látið hann segja sér ýmislegt án þess að spyrja hann beint. Harpa kom nú þjótandi og Sonja á eftir henni. „Sverrir sefur, svo nú á ég frí!“ kallaði hún til þeirra. „Já, farið þið og leikið ykkur um stund í góða veðrinu. Þegar farið verður að slá, fáið þið nóg að snúast, svo þið skuluð leika ykkur á meðan tíminn er nógur,“ sagði afi. Hanna María fór inn með nálina sem amma hafði lánað henni, og kom út aftur með fimm kleinur, sem hún skipti jafnt á milli þeirra. „Svo sagði amma, að kaffið færi að verða tilbúið, og við mættum ekki fara neitt frá, fyrr en búið væri að drekka,“ sagði Hanna, þegar Sonja bað hana að koma í spássertúr. Sonja vildi alltaf vera að spássera, en Hönnu leiddist og hafði enda ekki heyrt þetta orð, fyrr en Sonja kom og vissi ekki hvað hún meinti, er Sonja stakk upp á þessu í fyrsta sinn. Þær stöllurnar lögðust nú í fagurgrænan varpann og teygðu frá sér alla skanka, rétt eins og Neró sem nú var orðinn þurr aftur og farinn að mása af hita. II. Krakkarnir koma. Afi sótti krakkana á trillunni sinni inn að Eyri. Hanna fór ekki með honum, því hún sagðist þurfa að snúa heyinu, sem afi hafði slegið daginn áður. Reyndar var það aðeins ofurlítill kragi kringum bæ- inn, en Hanna María gerði úr því fjóra flekki og þóttist hafa mikið að gera. Amma hélt að óþarft væri að snúa þessum flekkpentum á klukkutíma fresti, það væri ekki svo lélegur þurrkurinn. Og amma vildi helzt aldrei láta snerta við heyi á sunnu- dögum. Hanna María var svo spennt, að hún gat ekki 68 Heirna er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.