Heima er bezt - 01.02.1966, Síða 35
HEIMA_______________
BEZT BÓKAH I LLAN
Sveinn Skorri Höskuldsson: Gestur Pálsson. Reykjavík
1965. Menningarsjóður.
Hér hefur ungur fræðimaður skrifað tvö stór bindi um Gest
Pálsson og verk hans. Er þar skemmst frá að segja, að með því er
unnið mikið verk af kostgæfni, áhuga á efninu og því hjartalagi,
sem nauðsynlegt er til að leysa gott starf af hendi. Það er ekkert
smáræði af heimildum, prentuðum og óprentuðum, sem höf. hef-
ur kannað auk alls þess fjölda manna, sem hann hefur talað við
í leit að efni. Það er því áreiðanlega ekki margt til lengur um
Gest Pálsson, sem ekki hefur verið tínt til hér. Annað mál er svo,
að þar sem margt af þessu eru smámunir, þá lætur nærri, að les-
andinn drukkni í öllum þessum fræðisjóð, og bókin hefði orðið
miklu skemmtilegri aflestrar, ef hún hefði verið styttri og efnið
dregið meira saman. Þannig fær lesandinn naumast greinilegri
mynd af Gesti, hvorki sem skáldi né manni við lestur þessa mikla
rits, en af hinni gömlu ritgerð Einars Kvarans, sem á sínum tíma
fylgdi útgáfu af ritum Gests. En eins og þegar er getið kemur hér
fram margur nýr fróðleikur. Skemmtilegast þykir mér af því grein-
argerð höfundar að fyrirmyndum að sögum Gests. Eins og það
mál er rakið, verður naumast dregið í efa, hverjar þær voru. Er
ekki að undra, þótt ýmsum sviði sárt, er sögurnar komu fram, svo
nærri sem höggvið er. Þá er mjög fróðlegur samanburður höf. á
Gesti og erlendum höfundum, og fellur hann ekki í þá gröf, að
eigna allt erlendum áhrifum, sem líkt er, eins og sumra er siður.
Virðast rök höf. þar glögg og góð. í stuttu máli sagt þetta er merk-
isverk, sem höf. á þakkir skilið fyrir, þótt sumt hefði mátt betur
fara.
Hilmar Jónsson: ísraelsmenn og íslendingar. Reykjavík
1965.
í kveri þessu er gerð tilraun til að rekja uppruna íslendinga alla
leið austur til ísraels. Er það gert með samanburði á Móselögum
og ýmsu, sem kunnugt er úr siðum og trú íslenzkra landnáms-
manna. Styðst höf. þar við ýmsar eldri athuganir og rit. Ekki ber
ég skyn á þau fræði, sem hér er fjallað um, og þótt margt sé þar
nýstárlegt og rök færð fram fyrir niðurstöðum, þykir mér sagan
öll næsta ósennileg, og svo hygg ég fleirum fari. En eitt er víst,
bókin er samin af einlægni, þar fer saman ríkt fmyndunarafl og
fræðimannleg eljusemi. Þessir lilutir gera hana skemmtilega af-
lestrar um lcið og hún fær lesandann til að hugsa um málin, ef
hann vill vera heiðarlegur í skiptum sínum við höfundinn.
Sigurður Haralz: Fylgjur og fyrirboðar. Reykjavik 1965.
Bókfellsútgáfan.
Höfundur, sem er einn hinna næmu manna, segir hér frá dular-
reynslu sinni um langl skeið. Fyrirbæri þau, sem hann lýsir, eru
mörg kunn úr öðrum áttum, en frásögn höfundar er mikilsverð
ný hcimild, þar sem saman fer glögg athygli og skýr frásagnar-
gáfa, tengd við alvarlega gagnrýni á hlutunum. Unt það verður
ekki lengur deilt, að ýmsir hlutir bera mönnum að höndum, án
þess hin venjulcgu skynjunarfæri séu þar að verki. Höfundur er
einn þeirra manna, sem telur að margt þessara fyrirbæra stafi frá
framliðnum mönnum, og færir fyrir því sterkar líkur. En hverja
skoðun, sem menn kunna að hafa á því, er þetta fyrirbrigðasafn
enn ein áminning um það, að þessi mál krefjast alvarlegrar og
einlægrar rannsóknar. Merkilegar eru frásagnir höfundar af bar-
áttu hans og skiptum við áfengið, og vissulega meira virði en all-
ur þorri þeirra bindindisprédikana, sem sífellt eru á boðstólum.
Bókin er rituð af alvöru og góðvild, en auk þess er höf. gæddur
góðri frásagnargáfu, svo að ofan á merkilegt efni er bókin skemmti-
leg aflestrar.
Vísnabók Káins. Reykjavík 1965. Bókfellsútgáfan.
Það þarf ekki að kynna Káinn fyrir íslenzkum lesendum. Vísur
hans og kviðlingar eru löngu þjóðkunn, og veita mönnum sömu
ánægju nú eins og fyrst, þegar þær heyrðust, og svo mun verða
hversu oft sem með þær er farið. Svo fullkomin er kímnin í þeim.
Sá maður er illa farinn, sem ekki nýtur þess að fara með eða heyra
vísur Káins. Hin mikla útgáfa af kvæðum Káins, sem Bókfellsút-
gáfan sendi frá sér 1945 er löngu uppseld, og var því full þörf
nýrrar útgáfu. Að þessu sinni hefur nokkuð verið fellt niður frá
fyrri útgáfunni, og mun það yfirleitt til bóta. Hins vegar væri þess
þörf að gera enn gangskör að því að safna enn betur vísum hans,
því að enn mun eitthvað vera óprentað, sem bitastætt er í. Tómas
Guðmundsson skrifar stutta greinargerð með þessari nýju útgáfu,
en þó munu ýmsir sakna ritgerðar Richards Becks, sem fylgdi fyrri
útgáfunni. Bókin er snyrtileg að ytri gerð og sígild að efni.
Jón frá Pálmholti: Orgelsmiðjan. Reykjavík 1965. Helga-
fell.
Þetta er fyrsta skáldsaga höfundar, sem annars er nokkuð kunn-
ur fyrir vafasama ljóðagerð. Hér segir frá ungum manni, sem lög-
reglan tekur fastan að morgni dags og heldur í fangelsi til kvölds.
Meðan hann dvelst í fangelsinu fer hann hamförum um alla heima
og allt niður til vítis. Með slíku söguformi hefur höf. frjálsar hend-
ur til að koma að ímyndunarafli sínu og ádeilu, sem hann vill
láta vera beitta. Verður honum ekki neitað um mikið ímyndunar-
afl og rösklega frásögn. En allt um það missir sagan marks, les-
andinn getur ekki tekið hana alvarlegar en hitaveikisóra, eða
drykkjuræður. Og þótt hraði sé í frásögninni og oft komizt býsna
vel að orði er það áreynsla að lesa bókina til enda.
Jörgen-Frantz Jaoobsen: Barbara. Reykjavík 1965.
Helgafell.
Það er kunnugt, að Færeyingar eiga marga góða rithöfunda,
þótt fámennir séu. Fátt eitt hefur þó verið þýtt af færeyskum
skáldritum á íslenzku og er það skaði. Einn fremsti rithöfundur
Færeyja var Jörgen-Frantz Jacobsen, sem dó ungur, og eitt lielzta
skáldrit hans var sagan Barbara, sem nú birtist í annað sinn í ís-
lenzkri gerð. Hún lýsir stórbrotnu fólki og miklum örlögum. En
þar er einnig að finna lýsingar ú færeysku þjóðlífi og staðháttum
og harðri lífsbaráttu þessarar fámennu frændþjóðar vorrar.
Heima er bezt 71