Heima er bezt - 01.03.1966, Page 5

Heima er bezt - 01.03.1966, Page 5
skemmtilegur og fróður, og Böðvar á Laugarvatni seg- ist ekki hafa séð gengið snyrtilegar um hey en hjá hon- um. Hann var mannblendinn, félagslyndur og skemmt- inn, fór oft milli bæja, og fögnuðu margir komu hans. Faðir hans, Halldór á Vatnsleysu, var stórauðugur mað- ur, átti margar jarðir. Frá Krossi fluttust foreldrar mínir að Gröf í sömu sveit og síðan til Reykjavíkur 1899, og þar hef ég ver- ið síðan, nema hvað ég hef verið sendur burt í smala- mennsku, eins og gengur og gerist. Fyrst vorum við í kjallara á Laugavegi 27, beint á móti Fálkanum, síðan á Laugavegi 25. Þar voru þá einn- ig Kristín Friðriksdóttir, systir séra Friðriks, og Steinn skreðari. Skólaganga? Ég byrjaði að stafa hjá gamalli konu í Kasthúsum, Sigríður hét hún, þetta var beint fyrir neð- an Laugaveg 25. Tvíbýli var í Kasthúsum. Sigurður í norðurbænum átti tvær kýr og var kallaður stórbóndi, en Sigríður og hennar eina belja bjuggu í suðurbænum; það var gcngið sitt hvoru megin í básinn og baðstofuna. Ég var þá á 7. árinu. Ég tók fljótt eftir því, að ég var ekki búinn að segja oft a, b, c, þegar gamla konan fór að dotta, enda lagði ég mig fram í samræmi við það. Eftir nokkum tíma uppgötvuðu svo mamma mín og hún, sér til mikillar skclfingar, að ég þekkti cngan einasta staf. Þá var mér komið til Kristínar Friðriksdóttur, og þar var agi, og enginn sofnaði. Síðar var ég í barnaskóla, og 13 ára var ég í kvöldskóla 4—5 mánuði hjá Ásgrími Alagnússyni Bcrgstaðastræti 3. Þar vom ýmsir afburðakcnnarar, t. d. Magnús Jónsson prófessor, Jón Aðils, Sigurbjörn Á. Gíslason, Þórhallur læknir, dó á Dýrafirði, og Ásgrím- ur sjálfur og fleiri. Þá stund lærði ég meira en alla barna- skólaveruna. Ég tók að starfa sem sendisveinn hjá Sláturfélagi Suð- urlands 13 ára gamall og hafði 16 krónur á mánuði. Hannes Thorarensen var þá forstjóri. Jón Þorsteinsson sá um búðina, og um vorið fór faðir minn fram á það við hann, að ég fengi kauphækkun upp í 25 krónur. Það var ckki hægt, og þá fór ég til sjós, byrjaði 13 ára. Það var á kútter Fríðu, cigandi Ásgcir Sigurðsson, skipstjóri Ólafur Ólafsson frá Býjarskerjum. Vistin á sjónum var ckki Iöng, ég var cina vertíð á Fríðu og tvær á Seagull mcð Jóni Þórðarsyni frá Ráðagcrði, og mér féll skútu- vistin ckki vcl. Þcgar ég var á ScaguII, fylltist allt af skipslús, þctta cru hvítar helvítis pöddur, scm sjúga blóð, þcgar skugga bcr á. Þess vcgna létum við Ijós loga í kojunum. Lúsin barst með hálmi utan af glcrtaui. Ég lenti í að hrcinsa skipið, það var smurt mcð saltsýru, þvegið og málað. Þegar til uppgjörsins kom, átti hlutur- inn að vcra 105 kr., cn þá varð skrifstofustjórinn rciður og sagðist ckki borga mér stráklingnum svo stórkost- lega upphæð, cn verkstjórinn Kristinn Magnússon frá Engcy, skipaði honum að borga strax og umyrðalaust, því að cg hcfði unnið cins og fullorðinn. Svo vann ég við hafnargerðina í Reykjavík, þá aftur hjá Sláturfclag- Steingrimur Magnússon. Myndin tekin 1944. inu, Lárus í Klaustri var þá verkstjóri, svo í kolavinnu og hverju, sem var. Þegar ég var 16 ára, ég var nærri búinn að gleyma því, var ég í kaupavinnu norður í Húnavatnssýslu, hjá Jóhannesi Helgasyni bónda á Svínavatni. Ég fór norð- ur mcð Botníu, og þrengslin voru óskapleg, um 500 manns á skipinu. Ég var ráðinn fyrir fullt kaup, 12 kr. á viku, cn það var von, að bónda brygði við, þegar ég fór að slá, því að sumarið áður hafði hann haft óvenju- lega góðan sláttumann. Ég átti bágt með að dengja, enda fór það svo, að hann dengdi fyrir mig, en ég reyndi að slá. Hitt fann ég, að hans ljár beit miklu betur. Fór svo, að bóndi sætti sig við að borga mér umsamið kaup og iánaði mér meira að segja hest í Borgarnes um haustið. Nýr fiskur var sóttur til Skagastrandar, annars var allt- af nógur silungur í vatninu, en fólkinu þótti ekkert í hann varið. Margir voru hestar á Svínavatni, en ekki allir að sama skapi vel tamdir. Man ég, er reiða átti heim í fyrsta sinn um sumarið, að það skyldi verða minn starfi. Bóndi lét mig sækja marga hesta og sagði ég skyldi ekki verða uppnæmur, þó fáir baggar kæmu í garð í fyrstu ferð- inni, cnda fór það svo, að þeir urðu ekki nema tveir, cn hcstarnir voru sílspikaðir og spektust brátt, svo að hcim- reiðslan gekk fljótlega eins og í sögu. Það var einmitt þetta sumar, sncmma í ágúst, að svo mikinn snjó gcrði, að ckki varð slxgt á túninu. Á Svínavatni var viðurgerningur ágætur, fyrirtak, Heima er bezt 77

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.