Heima er bezt - 01.03.1966, Qupperneq 7

Heima er bezt - 01.03.1966, Qupperneq 7
framtíðarinnar. Þetta kostaði 50 þúsund og öll eignin því 115 þúsund. Árið 1944, þegar ég eignaðist þetta allt saman einn, ætlaði ég að byggja þar þrjár hæðir, m. a. frystiklefa, og svo ætlaði ég að hafa útflutning, ég áleit það nauð- synlegt, en þessar fyrirætlanir strönduðu á því, að svæð- ið hafði ekki verið skipulagt, og svo er enn. Lóðin hef- ur hækkað í verði, en ég hef ekkert fengið að gera þarna, nema litla byggingu, sem ég fékk að setja upp fyrir fjórum árum með því skilyrði að flytja hana bæn- um að kostnaðarlausu, hvenær sem þess yrði krafizt. Já, ég er búinn að þrauka þarna tvær heimsstyrjaldir, og margt hefur komið fyrir á langri leið, bæði blítt og strítt. Fyrstu árin var ekki kominn vegur suður í Sandgerði, og fluttum við þá fiskinn að sunnan á bátum, og það voru sannarlega ekki merkilegir farkostir, sem við höfð- um til flutninganna. Svo þegar vegurinn kom, fluttum við á bílum. Ég skipti þá inikið við Harald Böðvarsson, sem þá gerði út í Sandgerði, og hélt til hjá honum, þeg- ar ég var syðra. Ég man sérstaklega eftir einni ferð suð- urcftir. Við vorum þá á Maxwell-bíl, sem var mjög hastur, og þegar í hraunið kom, var erfitt að sitja, svo að við bárum á hann svo sem tonn af grjóti. Þegar við komum á móts við Garðinn, stóð þar við veginn hópur af krökkum, sem voru að fara í skreiðarferð suðureftir. Við vildum taka þau upp á, cn á meðan skauzt fram úr okkur annar bíll, sem var á lciðinni suðureftir í sömu crindum og við. En þcgar við vorum búnir að koma krakkahrúgunni upp á, þá var hinn kominn út af veg- inum. Þeir báðu okkur að ldppa sér upp á vcginn, og gerðum við það, en þegar við vorum svo komnir vel af stað, vissi ég ckki fyrr til cn allt lá á hvolfi. Ég gat brot- izt út um rúðu og sá þá krakkana á tvist og bast úti í móa. En ckkcrt þeirra var mcitt, nema citt lítillega í öxl- inni. Þctta er mesta lán mitt. Haraldur spurði mig undr- andi, hvort ég hcfði komið gangandi, en ég sagði hon- um mínar farir ekki sléttar. Sjómcnnirnir tosuðu svo bílnum upp á vcginn, og Haraldur setti mann til að gera við hann, svo að hcim kom ég mcð tvö tonn af fiski um kvöldið. í annað skipti vorum við 24 tíma frá Kcflavík til Reykjavíkur vcgna snjókomu og storms. Bílstjórinn ncitaði fyrst að leggja af stað, en étj sagði við skyldum slarka til Kcflavíkur og sjá svo til. 1 Keflavík rofaði til um stund, svo að við lögðum í hann, og þetta var árang- urinn. Við þurftum oft að sækja fiskinn um langan vcg, komum stundum frá þcssum aðdráttum einhvcrn tíma upp úr lágnxttinu og gátum þá hvílzt tvo, þrjá tíma. Eg vcrzlaði mikið við ísafjarðarbáta, sem voru syðra á vertíð. Þcir sóttust cftir Jiorskinum, en við fcngum ýsuna og auk |acss úr síðustu lögninni. Á vorin og sumr- in var lítill fiskur ncma af opnum bátum, en við fórum J)á snemma vesturcftir og spurðum }>á, hvort þeir vildu ckki sclja okkur. Þcir voru flcstir trcgir fyrst, cn svo hcppnaðist mcr að fá Símon frá Birtingahold til að selja Myndin tekin um 1934. Frá vinstri: Agúst Einarsson (dáinn). Gunnar Theódárs, hi'isgagnaarkitekt. Snorri IVelding, vinnur enn i Fiskliöllinni. Páll S. Pálsson, skrifstofum hjá Fiskhöll- inni. Oþekktur. Alfreð Eliasson, forstjóri Loftleiða. mér, og eftir það fóru þeir allir að selja okkur. í upp- hafi, 1913, voru frönsku togaramir hér, og verzlaði ég mikið við þá og fleiri erlenda togara, en þegar stríðið brauzt út, þá var því lokið. Einn íslendingur var töluvert með Englendingum og var á togurum að kynna sér snurvoð eða dragnótaveiði og sá, að það var heppileg aðferð. Hann átti bát og fékk sér í hann Kelvinvél og byrjaði með snurvoð. Menn höfðu misjafna trú á þessu, en þegar hann kom úr fyrsta túrnum með 3000 pund, þá tóku menn að lifna við og fara að dæmi hans. Þessar litlu sex-hestafla-Kelvinvélar voru þægilegar og hljóðlitlar. Starf okkar fisksalanna var misjafnlega liðið, sumir héldu, að við græddum óhæfilega, og sagt var, að við værum harðdrægir. Sjómannafélagið og Alþýðuflokk- urinn stofnuðu til fisksölu, fengu sér bát og tóku tvo sjómenn til að annast verzlunina, en þetta lognaðist brátt út af. Með þessum mönnum vann ég seinna, og voru þeir prV’ðilegir, en þá hættir við fisksöluna. Hún hafði víst ekki reynzt eins eftirsóknarvcrð og sumir héldu. Árið 1913 hafði ég upp 900 krónur, en það var ná- kvæmlega sama og árslaun pabba, sem þá var verka- maður, cn í stríðinu, sem brauzt út rétt á eftir, gekk mér betur. Heima var ég til tvítugs og vann föður mín- um fvrst allt, sem ég vann. Síðan borgaði ég 100 kr. á mánuði fyrir fæði og húsnxði. Ég kvændst 3. nóvember 1917, og hét fyrri konan Kristjana Einarsdóttir. Áttum við saman átta börn, en hún lézt 4. apríl 1938. Ég kvænrist aftur 1942 |)cirri konu, scm ég bý nú með, Sigríði Vilborgu Einarsdótt- ur. Eigum við cinn son, scm er að læra vélfræði. Árið 1917 áttum við fiskibát, sem hét Hulda, og okk- ur datt í hug að gera hann út frá Sandgcrði og sömdum Heima er bezt 79

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.