Heima er bezt - 01.03.1966, Síða 17

Heima er bezt - 01.03.1966, Síða 17
GISLI MAGNUSSON, EYHILDARHOLTI: Pœttir úr próunarsögu (Framhald) Hlutafé. I árslok 1877 var hlutafé Grafaróssfélagsins röskar 30 þús. kr. Skiptist hlutaféð í 50-króna hluti og nokkra hlutarparta. Eigi mun það allt hafa verið innborgað þá en langdrægt þó. Höfðu Skagfirðingar lagt fram 341 hlut heilan, en Húnvetningar 253 heila hluti. Greindist hlutaframlag eftir hreppum sem hér segir: Skagctfjarðarsýsna: Úr Holtshreppi .................. 24 hl. — Fellshreppi ................... 13 — — Hofshreppi .................... 82 — — Hólahreppi .................... 36 — — Viðvíkurhreppi ................ 55 — — Akrahreppi .................... 15 — — Lýtingsstaðahreppi ............. 10 — — Seyluhreppi ................... 12 — — Staðarhreppi ................... 8 — — Sauðárkrókshreppi ............. 45 — — Skefilsstaðahreppi ............ 20 — — Rípurhreppi ................... 21 — Samtals 341 hl. = kr. 17050.00 Húnavatnssý sla: Úr Vindhælishreppi .............. 21 hl. — Engihlíðarhreppi ............... 6 — — Bólstaðarhlíðarhreppi ......... 13 — — Svínavatnshreppi .............. 84 — — Torfalækjarhreppi ............. 32 — — Áshreppi ...................... 64 — — Sveinsstaðahreppi ............. 33 — Samtals 253 hl. = kr. 12650.00 Hér eru aðeins taldir heihr hlutir. Nokkrir menn áttu hálfan hlut eða brot úr hlut, og mundi það samanlagt nema nokkrum hlutum heilum. Hafa því hlutirnir verið samtals rösklega 600. Eigi verður sagt, að hlutabréfin væru á fárra manna höndum. Telst mér svo til, að eig- endur þessara 594 hluta, sem taldir eru í skránni hér að ofan, hafi verið alls 237, 149 í Skagafjarðarsýslu og 88 í Húnavatnssýslu. Röskur helmingur hluthafa, eða 124, átti aðeins 1 hlut. 8 menn áttu 10—20 hluti hver og 3 menn áttu 20 hl. hver og fleiri. „Lucya rekur á land. Nú víkur sögunni að „Lucy“ — skipinu, sem félagið keypti um haustið og hugðist gera haffært næsta vor. Skipið lá við stjóra á Grafaróshöfn, hafði verið þangað fært og eigi hætta búin. En aðfararnótt hins 21. desem- bermánaðar gerði afspyrnurok af suðvestri. Slitnuðu þá festar sldpsins og rak það upp í fjöru. Barst skipið að landi þar sem stórgrýti var fyrir og brotnaði svo, að sjór gekk inn. Varð þó eigi séð um sinn, hversu mikið var skaddað. Var félaginu þetta ærið óhapp. Virtist um það borin von, að gera mætti við skipið og koma því á flot. Vildi þó stjórnin eigi um það taka ákvörðun á ein- dæmi sitt, hvort sundra skyldi skipinu og selja. Kvaddi því til kunnáttumenn að „fyrirtaka skoðunargerð á skaða þeim, er skipið „Luzy“ hefur orðið fyrir.... og láta í Ijósi þaraðlútandi álit yðar.“ Menn þessir voru Einar B. Guðmundsson, alþm. á Hraunum, Sæmundur Jónsson, skipstjóri í Felli og Konráð Jónsson, hrepp- stjóri í Miðhúsum. Hinir tilkvöddu menn brugðu þeg- ar við í ársbyrjun 1878 og skoðuðu skipið. Töldu þeir að því yrði eigi bjargað, og því einsætt að höggva það upp. Urðu skipakaup þessi félaginu lítt til frama né hags. Hitt var raunar happ, að fleytuna rak á land, því að við skoðunargerðina kom í ljós, að efniviður var ó- traustur og fúinn. Mundi því viðgerð hafa orðið drjúg- um kostnaðarsöm og skipið þó aídrei traust. Hallar undan. I ársbyrjun 1878 var svo komið hag Grafarósfélagsins, að það stóð höllum fæti. Bar margt til. Hlutaféð bundið í húsum og áhöldum. Rekstrarfé skorti með öllu. Varð því félagið skjótt bundið á skuldaklafa hjá Mohn, er herti æ meir að, unz úr tók steininn í árslok 1877, er gjaldeyrisvörur komust eigi út til greiðslu upp í skuld- ir, en urðu innlyksa í Grafarósi, lágu þar sumar undir skemmdum og mundu eigi seljast fullu verði, er til kæmi. Skuldir viðsldptamanna allverulegar, og vafa- samt um innheimtu þeirra sumra. Fjártjón vegna kaupa á skipi, er rak á land og ónýttist. Verzlunarstaðurinn illa settur til aðsóknar fyrir þorra manna á félagssvæð- Heima er bezt 89

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.