Heima er bezt - 01.03.1966, Page 18
Ó lafur Briem. Pétur Pétursson.
inu. Samgöngur torveldar og strjálar, bæði út á við og
innanlands, en sjálft félagssvæðið hins vegar víðlendara
en svo, að nokkur von væri til að samhugur og félags-
leg eining næði að festa rætur. Hlutafélagsformið ekki
til þess fallið, að glæða skilning á gildi og mætti félags-
legra samtaka. Og síðast, en ekki sízt: Kaupmenn létu
ekki sitt eftir liggja að vinna félaginu geig, og höfðu
til þess bæði viljann og máttinn. Og eigi verður því
heldur undan skotið, að á meðal bændanna sjálfra voru
vargar í véum, þá eins og jafnan síðan, stundarhags-
munamenn, skammsýnir, en mikils megandi sumir.
Allt leiddi þetta til þess, að óánægju nokkurrar og ó-
þolinmæði fór að gæta í félaginu, trú manna og áhugi
að slævast. Var því sýnt, að brátt liði að lokum, nema
ný ráð væru upp tekin, þau er til bjargar mættu verða
og viðréttingar félaginu á einn eða annan hátt. Varð þá
fangaráð stjórnarinnar að leita enn til Tryggva Gunn-
arssonar....
(Samningar tókust við Tryggva og er um það drjúg-
ur kafli, sem hér verður eigi rakinn. Tryggvi tók að
sér að semja við Mohn um skuld félagsins, sem taldist
vera kr. 72.499.57. Fékk Tryggvi skuldina lækkaða
niður í 50 þús. kr. og tók að sér greiðslu hennar. Þar í
mót skyldi hann fá þær vörur innlendar, er félagið lá
með, „með settu verði kr. 25.300.00“, ennfremur hús
öll, er félagið átti í Grafarósi, metin á kr. 4.300.00. Það,
sem þá var eftir, skyldi félagið greiða Tryggva í næstu
sumar- og haustkauptíð).
Að öllu athuguðu má líklegt telja, að samningur þessi
hafi ekki verið félaginu óhagfelldur úr því, sem fara
gerði. Félagið var komið í vanskil og átti naumast ann-
ars úrkosta, en semja eitthvað svipað þessu við lánar-
drottna sína, ef komast skyldi hjá aðför. Félaginu varð
að vísu minna úr eignum sínum, föstum og lausum, en
efni stóðu til. Hins vegar fékk það verulega eftirgjöf
á skuldum, sem fyrst og fremst var Tryggva að þakka.
Endalok Grafaróssfélagsins.
Dagar Grafarósfélagsins voru nú uppi. Félagið hafði
orðið að láta af hendi meginhluta eigna sinna til þess að
geta, að lokum, gert hinum erlendu lánardrottnum
full skil. En þá var eftir að standa hlutafjáreigendum
skil á hlutafénu.
Félagið átti allmiklar birgðir af útlendri vöru ýmiss
konar. Þeim birgðum þurfti félagið að koma í peninga
sem allra fyrst, bæði til að geta staðið í skilum með hina
samningsbundnu greiðslu til Tryggva, sem og með inn-
lausn hlutabréfa. Samkvæmt ákvörðun aðalfundar (12.
júní) voru vörurnar því seldar um sumarið með niður-
settu verði. Leyfarnar voru svo seldar á uppboði 5.
sept. 1878. Mun Tryggvi Gunnarsson hafa verið á upp-
boðinu og sennilega keypt allmildð. Hefur það vafa-
laust verið félaginu til hagræðis, enda þótt vörurnar
kunni að hafa selzt undir kostnaðarverði.
Þá var og reynt að innheimta útistandandi skuldir,
svo sem til náðist. En þær guldust misjafnlega. Varð
því sú raunin á, að félagið gat aldrei endurgreitt hluta-
jféð að fullu. Urðu því hluthafar fyrir nokkru tjóni að
því leyti. Hitt fer ekki milli mála, að enda þótt félagið
lifði og starfaði skamma hríð, þá auðnaðist því að bæta
verzlunarkjör almennings á félagssvæðinu svo að stór-
miklu nam frá því, sem annars hefði orðið í reynd, ef
engin félagssamtök hefðu verið og kaupmenn einir urn
hituna. Verður sá hagnaður að vísu aldrei metinn, svo
að nærri megi komast hinu rétta. Þó er víst, að afföll
hlutafjárins voru smámunir einir, borið saman við hinn
óbeina hagnað.
Og þó var sá ábatinn vissulega mestur af starfsemi
félaganna beggja, Húnaflóa og Grafaróss, að með þeim
samtökum var sýnt, að alþýðu manna var ekki um megn
að sníða í sundur kúgunarhlekki kaupmanna, ef skiln-
ingur og samstæður vilji var að baki. Enn brast á hvort
tveggja að vísu. Og enn skorti örugga forystu fyrir
lítt æfðu liði. En allt hlaut þetta að ltoma — með tíð og
tíma.
BÚIZT TIL NÝRRAR SÓKNAR.
Grafarósfélagið hætti störfum á árinu 1878, svo sem
áður er frá sagt. Forstöðumenn þess höfðu um skeið
ætlazt til að það sameinaðist Gránufélaginu, sem um
nokkra hríð hafði starfað með miklum glæsibrag undir
forystu Tryggva Gunnarssonar, enda yrði þá og félags-
verzlun rekin við Skagafjörð með sama hætti eða svip-
uðum framvegis, og verið hafði undanfarið.
Af þessu varð þó ekki. Gránufélagið hafði nú einnig
lifað sitt fegursta — og var dæmt til að falla í þá hina
sömu gröf, er systurfélögum þess, hinum minni, hafði
verið búin.
Um og eftir 1880 lágu hér í landi ein hin mestu harð-
indi, sem kunnugt er. Sú hin mikla óáran varð til þess,
m. a., að Gránufélagið komst í þvílíkar skuldir við lán-
ardrottin sinn erlendis, að eigi varð við rétt. Fór þá svo
að lokum, að félagið missti öll tök á verzluninni, sem
í æ ríkara mæli varð að lúta erlendu peningavaldi, unz
hún varð fullkomin selstöðuverzlun danskra stórkaup-
manna.
90 Heima er bezt