Heima er bezt - 01.03.1966, Síða 20
A. M. ÁSGRÍMSSON,
Long Beach, Califomíu.
Hún Ijósa mín
Síðastliðin 5—6 ár hef ég lesið í „Heima er bezt“
marga skemmtilega, fróðlega og vel skrifaða
þætti um ýmsa merka menn og konur, sem eins
og hafa verið leiðtogar samtíðarmanna sinna og
staðið framarlega í fylkingu í öllu, sem sveit og héraði
mátti til heilla og frama verða hvað búnaðarmál,
menntamál, vegamál, betri húsakynni snertir, í stuttu
máli, þetta voru athafnamenn og brautryðjendur sinna
tíma. Því er engin furða þó Ijómi stafi af þeim og starfi
þeirra, og ég held mig langi ekki til annars frekar, en
að geta lesið bækurnar hans Jónasar Jónssonar frá Hriflu
„Aldamótamenn“.
Nú langar mig að biðja „Heima er bezt“ að taka
stutta grein um konu, sem ég þekkti á unglingsárunum,
og sem varð mér þá, og er enn, eftir 50 ár, ógleymanleg.
Jóhanna Magnúsdóttir hét hún, og maður hennar
hlaut í skírninni nafnið Jón og var Guðmundsson. Nú
er sá galli á, að ættir kann ég ekki að rekja, læt því nægja
að segja, að þessi hjón voru komin af góðu og heiðvirðu
fólki, eins og það reyndist bezt fyrir 70—80 árum síð-
an, og ef til vill má bæta við, að 85 til 90 prósent af þessu
fólki var fátækt en ánægt og nægjusamt og komst und-
ursamlega vel af, margt af því fremur veitandi en þurf-
andi.
Jón og Jóhanna bjuggu um mörg ár í Teigi í Os-
landshlíð í Skagafirði við lítil efni en góðan orðstír, og
komust af með nýtni, sparsemi og þrifnaði.
Eins og áður er minnzt á, þá langar mig að setja á
blað nokkur orð um þessi hjón og sérstaklega um Jó-
hönnu, því að hún var sá persónuleiki, sem enginn
gleymdi, sem á annað borð kynntist henni. Þessi algjör-
lega ómenntaða alþýðukona, eða réttara sagt óskóla-
gengna alþýðukona, var svo sérstæð, að mynd hennar
er ljóslifandi í huga eftir hálfrar aldar skeið. Hugurinn
flýgur oft til minnar eigin móður, en sjaldan svo, að
mynd Jóhönnu Magnúsdóttur bregði ekki einnig fyrir,
því að hún var ljósmóðir mín, og við nefndum hana
Ijósu okkar. Móðir mín átti 11 börn og Jóhanna tók á
móti þeim öllum.
Ljósmóðir er að líkindum dregið af því, að nýfædda
barnið sér fyrst ljós dagsins í höndum þeirra, og því
nefndar ljósmæður.
Jóhanna hafði mann og börn og heimili að sjá um,
samt var hún svo dögum skipti í hverjum mánuði allt
árið um kring að hjálpa öðrum. Hún var eina ólærða
ljósmóðirin á stóru svæði og þegar staldrað er við og
hugsað til nútímans með alla þá menntun og meðul og
þægindi, þá gengur það kraftaverki næst hvað þessi kona
megnaði að gera. Hún hafði, eins og áður er minnzt á,
fjölskyldu að sjá um, þar við bættust Ijósmóðurstörfin
og einnig það, að margir komu að finna hana eða hún
sótt til að lina þjáningar manna við ýmiskonar krank-
leika, hún átti furðu mikið af lyfjum, sem í þá daga voru
nefnd einu nafni hómópatameðul, og reyndust oft góð
við minni háttar kvillum. Hún mun hafa tekið borgun
fyrir meðulin, að öðru leyti voru launin engin, nema
hvað efnaðri konur sendu henni á matborðið, svo sem
mjöl og kjöt, fisk, kaffi og sykur. Þetta kom sér ávalt
vel. Á hinn bóginn var hún rík, því heitar og hjartnæm-
ar bænir munu hafa stigið til himins henni til handa,
með þökk og blessunaróskum frá ungu konunum, sem
héldu á nýfædda baminu í faðmi sínum, sem hún hafði
tekið á móti og oft bjargað hinu veika lífi.
Oftast var hún gangandi á þessum ferðum sínum,
nema ef um nokkurra mílna fjarlægð var að ræða. Þá
var henni sendur hestur með söðli á.
Ævistarf þessarar konu var með þeim hætti, að fáir
myndu trúa, en þar hjálpaðist að hetjulund og dugnað-
ur, góð greind og stálminni. Hún skrifaði góða rithönd,
og án efa hefur hún náð sér í lækningabækur, svo sem
„Hjálp í viðlögum“ og fleiri, sem var farið að gefa út.
Jóhanna Magnúsdóttir var fríð sýnum, með hærri
konum á vöxt og tíguleg í framkomu og óvenjulega að-
laðandi. Eitt með öðru sem einkenndi hana frá fjölda
hennar kynsystra var málrómurinn, hann gaf undireins
eitthvert óumræðilegt öryggi, það var eins og öllum liði
vel í návist hennar og öll börn virtu hana og elskuðu.
Ég man vel að móðir mín sagði oft og mörgum sinnum,
að um leið og hún heyrði málróm þessarar konu á leið
inn í baðstofuna, þá hvarf henni allur kvíði. Móðir mín
vissi, að þá myndi allt fara vel.
Einn snjall rithöfundur, Richard Match, skrifaði fyrir
stuttu grein með fyrirsögninni: „Your voice is youíl,
þetta yrði líklega á íslenzku: Rödd þín ert þú. Grein
þessi var prentuð í víðlesnu tímariti í Bandaríkjunum
og vakti athygli. Höfundurinn leiðir rök að því, að
málrómur (rödd manna og kvenna) geti sagt margt um
Framhald á bls. 100.
92 Heima er bezt