Heima er bezt - 01.03.1966, Qupperneq 23
kominn, svo var hann og við alla góða menn hýrlegur,
siðsamur og prýddur hæversklegri hófsemd, sýnandi sig
elskulegan allri alþýðu. Og því var hann vel vingaður
guði og góðum mönnum.“
I öðrum stað er frá því sagt, að þegar Jón helgi var
smásveinn, þá fór hann utan með foreldrum sínum og
sat í konungsveizlu í Noregi. Honum varð það á í veizl-
unni, að rétta fram hendur til þeirra hluta, sem hann
til lysti. Þá sló móðir hans á hönd hans. Þá sagði drottn-
ing: „Ger eigi svo, kæra Þorgerður, því að hendur þess-
ar, er þú slær á, eru biskupshendur.“
En um fund þeirra Jóns biskups og Sæmundar fróða
er skemmtileg frásögn í Biskupasögunum.
Þegar þeir hittust, hafði Sæmundur gleymt allri for-
tíð sinni og jafnvel nafni sínu, og nefndist Kollur. En
þá sagði Jón biskup: „Eg get að þú heitir Sæmundur og
sért Sigfúson, og fæddur á þeirn bæ á íslandi er Oddi
heitir.“
Og þar kom að lokum, að Sæmundur sagði: „Vera má
að sönn sé saga þín, og ef svo er, þá mun finnast í tún-
inu á Odda hóll nokkur, sá er ég lék mér jafnan við.“
Þeir sömdu þá með sér, að Sæmundur skyldi koma
með til íslands. En Sæmundur átti ekki gott með að
losna frá meistara sínum, því að hann vildi ekki missa
hann. — Síðan kynnir Sæmundur Jón biskup fyrir meist-
ara sínum, og féll vel á með þeim.
Eina nótt leyndust þeir á brott, Jón biskup og Sæ-
mundur. Var þá veður gott, en þykkt í lofti, svo að ekki
sáust stjörnur. Héldu þeir áfram þá nótt alla og daginn
eftir. En aðra nótt sá stjörnur og öll himintungl. Sér
þá meistarinn, hvar þeir fara, og fer á eftir þeim skyndi-
lega. En meistarinn kunni svo vel alla stjörnu-íþrótt,
að hann þekkti hvers manns stjörnu, og sá á stjörnunni
allar hreyfingar þess, er stjörnuna átti, og þessa íþrótt
kunni Sæmundur líka. Er meistarinn var kominn af stað
í eftirförina, leit Sæmundur til lofts og sagði: „Á ferð
er meistarinn kominn og sér hvar við förum.“
„Hvað er nú til ráða,“ mælti Jón.
Sæmundur svarar: „Tak skó minn af fæti mér og fyll
hann vatni og set á höfuð mér.“
Á þeirri stund leit meistarinn til himins og sagði:
„Tll tíðindi, því að Jón hinn íslenzki hefur drekkt Kolli
fóstra mínum, því að vatn er um stjörnu hans.“ Snýr
hann þá heim aftur.
Næstu nótt er enn bjart veður og sér meistarinn þá
á stjörnu Sæmundar, að hann muni lifandi og fer af
stað á eftir þeim. Þá mælti Sæmundur: „Tak enn skó
af fæti mér og fyll skóinn blóði og set á hvirfil mér.“
Gerir Jón svo. Þá leit meistarinn stjörnu Sæmundar og
mælti: „Blóð er nú um stjörnu Kolls, og er nú víst, að
þessi útlendingur hefur fyrirfarið honum.“ Snýr hann
þá enn aftur.
Þeir félagar fóru nú leiðar sinnar og farnaðist þeim
vel og greiðlega.
Nokkru síðar sá meistarinn að Sæmundur var enn á
lífi og sagði þá við sjálfan sig: „Nógu margt hef ég
Frá Gunnarsholti.
kennt honum, því að nú hefur hann sigrað mig í stjörnu-
íþrótt með bragðvísi sinni.“
Þannig er þessi þjóðsaga um tvo mestu og beztu menn
íslands á þeim tímum.
------Um Sæmund fróða hafa myndazt fleiri þjóð-
sögur en nokkurn annan merkan íslending. Flestar fjalla
þær um viðskipti Sæmundar við sjálfan Kölska, en þeir
áttu í stöðugum glettingum.
Hér koma tvær stuttar sögur um skipti Sæmundar
við Kölska. Þær eru skráðar í Þjóðsögum Jóns Árna-
sonar.
DÓTTIR SÆMUNDAR FRÓÐA.
Sæmundur átti dóttur eina. Einhverju sinni þá Sæm-
undur var ekki heima, kom Kölski til hennar og sagðist
eiga að taka hana. Stúlkan var þá stödd á lofti nokkru,
að reiða upp sæng föður síns. Hún sagðist skyldi fara
með honum, ef hann væri búinn að telja allar fjaðr-
irnar í sænginni hans föður hennar fyrr en hann kæmi
heim, en annars ekki. Kölski játaði því, og varð nú held-
ur hraðhentur. En í því bili, er Kölski var með síðustu
fjaðrirnar í hnefanum, kom Sæmundur upp stigann.
Kölski missti því af stúlkunni.
Hér er önnur saga, og hún heitir:
GRIÐKONAN í ODDA.
Griðkona ein í Odda, sem vön var að bera heim vatn,
var einn vetur, þá snjór var mikill og lausamjöll, mjög
þreytt að kafa snjóinn með vatnsföturnar. Einu sinni,
er hún sat við brunninn og álasaði húsbændum sínum
fyrir of mikla vinnuhörku, kom til hennar maður einn.
Heima er bezt 95