Heima er bezt - 01.03.1966, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.03.1966, Blaðsíða 25
Minnismerki Þorsteins Erlingssonar í Hliðarendakoti. Hvolsvelli. í Út-Hlíðinni er þéttbýli mikið, en víða eru þó hamragil milli bæjanna og í þeim smá fossar. Eru þessir fossar áberandi og fagrir, þegar vatnavextir eru. Á þessari leið vil ég nefna þrjá bæi auk Hlíðarenda. En það eru Múlakot, Hlíðarendakot og Sámsstaðir. í Múlakoti er einn fegursti trjágarður á íslandi. Hús- freyjan í Múlakoti, frú Guðbjörg Þorleifsdóttir, kom garðinum upp, og vann sjálf að gróðursetningu og hirð- ingu trjágarðsins af ágætum áhuga. Um hana segir svo í bóldnni „Hver er maðurin“: „Hún hefur stundað garðyrkju og trjárækt, komið upp fögrum trjágarði í Múlakoti og hirðir hann snilldarlega.“ Guðbjörg var fædd í Múlakoti 27. júlí 1870. Hlíðarendakot er ekki nefnt í Njálu, en enginn fer þó svo um Fljótshlíðina, að hann nemi þar ekki staðar um stund. Rétt við þjóðveginn í túnjaðrinum til hægri, þegar ekið er út Hlíðina, er myndastytta. Styttan er af hinu ástsæla þjóðskáldi Þorsteini Erlingssyni. Þótt Þorsteinn Erlingsson sé fæddur að Stórumörk undir Eyjafjöllum, er hann jafnan kenndur við Hlíðarendakot, og Fljóts- hlíðinni unni hann mest allra byggða á íslandi. Mánaðar gamall kom hann þangað í fóstur til Helgu föðurömmu sinnar og hér ólst hann upp. Enginn fer svo fram hjá myndastyttunni, að hann hugsi ekki til skáldsins ást- sæla. Næst vil ég nefna Sámsstaði. Þar fer fram merkilegt tilraunastarf. Þar hefur um meira en tvo áratugi verið náði sér aftur undra fljótt, og nú sér þess varla merki, að þar hafi allt hulizt ösku og vikri fyrir tæplega tveim- ur áratugum. Þegar utar kemur í Fljótshlíðina eru bæirnir mjög þéttir, svo að túnin ná víða saman. Af bæjum í Fljóts- hlíðinni er Hlíðarendi merkasti sögustaðurinn. Þar bjó Gunnar Hámundarson, sem jafnan er við Hlíðarenda kenndur, og gerði garðinn frægan. Gunnari er svo lýst í Njálu: „Gunnar var mikill maður vexti og sterkur, manna bezt vígur. Hann hjó báðum höndum og skaut, ef hann vildi, og hann vá svo skjótt með sverði, að þrjú þóttu á lofti að sjá. Hann skaut manna bezt af boga og hæfði allt það, er hann skaut til. Hann hljóp meira en hæð sína í öllum herklæðum og eigi skemmra aftur en fram fyrir sig. Hann var syndur sem selur, og eigi var sá leikur, að nokkur þyrfti við hann að keppa, og hefur svo verið sagt, að engi væri hans jafningi. Hann var vænn að yfirliti og ljóslitaður, réttnefjaður og hafið upp í framanvert, bláeygur og snareygur og roði í kinnum, hárið mikið og fór vel og vel litt. Manna kurteisastur var hann, harðgerr í öllu, fémildur og stilltur vel, vin- fastur og vinavandur. Hann var vel auðugur að fé. Fá eru örnefni á Hlíðarenda, sem minna á fornsögu staðarins. í Njálu er sagt að orpinn var haugur um Gunnar og hann látinn sitja uppi í haugnum. Ekki voru vopn lögð með honum í hauginn, og Rannveig móðir hans bannaði öllum að snerta atgeirinn, og það mætti aðeins sá einn gera, er hefna vildi Gunnars. Fyrir ofan túnið á Hlíðarenda er grasivaxinn grjót- hóll, sem nefndur er Gunnarshaugur. Var talið að þetta væri legstaður Gunnars. Ekki telja fornfræðingar nú að þetta geti verið rétt. í sumar sem leið fór ég, eins og fyrr segir, inn á innstu bæi Fljótshlíðar og ók svo sem leið liggur út Hlíðina að Hlíðarendakot. Heima er bezt 97

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.