Heima er bezt - 01.03.1966, Síða 26

Heima er bezt - 01.03.1966, Síða 26
Hvolsvöllur úr flugsýn. rekin tilraunastöð með kornrækt o. fl. Forstöðumaður tilraunastöðvarinnar er Klemenz Kristjánsson, sem er landsþekktur fyrir störf sín. Flest sumur hefur korn- ræktin heppnast vel og breiða sig þar um víða velli „bleikir akrar og slegin tún“, eins og á dögum Gunnars á Hlíðarenda. Hin síðari ár hefur Klemenz tekið til kornræktar stór svæði á svonefndum Geitasandi í vest- ur frá Hvolsvelli. HVOLSV ÖLLUR. Á Hvolsvelli er nú að myndast kauptún í sveit, líkt og á Egilsstöðum og Selfossi. Landslag á Hvolsvelli er sérstætt að því leyti, að byggðin er öll á víðlendum, þurrlendum völlum. Þar er miðstöð samgangna í Rang- árþingi. Þar er símstöð, pósthús, kaupfélag, félagsheim- ili, verzlanir og verkstæði. Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur sett þarna á stofn heymjölsverksmiðju og tekið geysilega stórt land til ræktunar. Um landnám á Hvolsvelli segir svo í Njálu: „Stórólf- ur bjó að Hvoli, sem síðan var kallaður Stórólfshvoll." Stórólfur átti son, er Ormur hét. Hann var snemmendis bæði mildll og sterkur, og vel að íþróttum búinn. Er hann var sjö vetra samvægði hann hinum sterkustu mönnum um afl og íþróttir allar. En Ormur var latur til vinnu og hafði lítið ástríki af föður sínum, en móðir hans unni honum mildð. Alkunn er sagan um Orm, er hann gekk að slætti á engjum Stórólfshvols. Einhvern dag kom Stórólfur að máli við Orm son sinn og bað hann að fara á engjar að slá „því að hús- körlum gengur lítt í sumar“, sagði hann. „Hvar er ljár sá, er ég skal slá með?“ sagði Ormur. — Stórólfur fékk honum orf og nýjan ljá. Ormur vatt ljáinn sundur milli handa sér, en steig sundur orfið og kvað sér hvorki skyldu. Hann gekk svo burtu og fékk sér tvo fjórðunga járns, og fer til smiðju og gerir sér ljá. Síðan tók hann ás (tré) úr viðarbuðlungi, gerði sér mátulega hátt og færði í tvo hæla stóra, og lét þar í koma ljáinn nýja. Vafði síðan að með járni og gekk ofan á engjar. Landslagi var svo háttað, að þar var þýft, en loðið og grasgott. Hann slær nú dag allan til kvölds. Stórólfur sendi grið- konur sínar að raka ljána eftir Ormi. En er þær komu á engjar, sjá þær að Ormur hefur haft múgaslátt. Tóku þær nú til, og ætluðu hvísla heyið, en það gekk þeim ekld svo greitt sem þær ætluðu, því að þær gátu engan múga hrært, hvorki með hrífu né höndum. Fóru þær heim síðan og sögðu Stórólfi. Reið hann þá niður á engjar um kvöldið. Sá hann þá, að Ormur hafði slegið af þúfur allar og fært saman í múga. Hann bað Orm þá uppgefa og ónýta ekki meira. Ormur gerði svo, og var þá Ijár hans máður upp í smíðreim. Þá hafði Orm- ur slegið átta stakka völl, og eru þær einar engjar slétt- ar á Stórólfshvoli, og er kallaður ákvæðisteigur milli hverra múga. — „Sér þess alls merki enn í dag,“ segir söguritarinn. En þótt Ormur Stórólfsson hafi verið stórvirkur við sláttinn og sléttað landið um leið, þá munu þó nútíma vélar enn stórvirkari. Og gaman er nú að líta yfir Hvols- Úr Bleiksárgljúfri. 98 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.