Heima er bezt - 01.03.1966, Side 27
völl, bæði hið verðandi kauptún og hið geysi mikla
land, sem brotið hefur verið til ræktunar. Lít ég svo á
sem grasmjöl og heykögglagerð geti orðið hin örugg-
asta fóðurtrygging fyrir landbúnaðinn, ef harðindi og
fóðurskortur herjar á sveitir. Á Hvolsvelli virðist enn
gnægð lands til ræktunar. Og ekki þarf að eyða miklu
í skurði til framræslu, því að landið er þurrlent.
Þessum þætti um Rangárþing er þá lokið að sinni, en
fjölmargir merkir sögustaðir eru víða um þessar víð-
lendu sveitir, sem ég hef ekki nefnt hér. Það er ekki
ólíkt með Rangárþing og norðanvert Snæfellsnes, að
þar eru söguleg örnefni og sögustaðir næstum við hvert
fótmál. Og aldrei má gleyma því að Njála er gimsteinn
fornbókmennta og hana er hollt að lesa.
Stefán Jónsson.
Lesandi á Húsavík, sem að líkindum er ung stúlka,
skrifar þættinum bréf, þar sem hún biður um að birt-
ist í þættinum ljóð, sem heitir Fjallið eina. Höfundur
þessa Ijúfa ljóðs er Grétar Fells, landsþekktur sem Ijóð-
skáld, rithöfundur og útvarpsfyrirlesari. Sigurður Ól-
afsson hefur sungið Ijóðið á hljómplötu, en lagið er eft-
ir Sigvalda Kaldalóns. Fjallið eina, sem ljóðið fjallar um
er fallegur hnúkur rétt við Krísuvíkurveg, — skammt
norðan við Kleifarvatn.
í sambandi við þetta vil ég geta þess, að nokkru aust-
ar á þessum fjallgarði, beint upp af Selvogi, er fjall-
lendi, sem heitir Heiðin há. Um þetta hugljúfa örnefni
hefur Grétar Fells líka ort ljóð, sem hann hefur nefnt:
Heiðin há, og leyfi ég mér að birta það hér líka.
FJALLIÐ EINA.
Leita ég afdreps um sléttunnar slóð.
Slétturnar engu leyna.
Ég þarf að fela mig fyrir þjóð,
finna mig sjálfan og yrkja ljóð, —
minnast við mold og steina.
Þess vegna kýs ég að flýja á þinn fund
Fjallið mitt góða, Eina,
láta þig geyma mig, stytta mér stund
stirðnuðu vængjunum lyfta yfir grund,
gróðurreit mannlegra meina.
Einbúinn þögh, ég elska þinn frið,
óska mér hjá þér að búa.
Þú ert mín kirkja og himins hlið. —
Hjartað kannast sín draumalönd við,
og verður fært um að fljúga.
Þegar ég hungraður bið um brauð,
býður mér heimurinn steina.
Hjá þér finn ég minn falda auð,
fegurstu blómin, sem hugði ég dauð.
Fjallið mitt. — Fjallið eina.
HEIÐIN HÁ.
Ur djúpum þínum rís dularþrá
og draumarnir taka völdin,
er blasir á móti þeim Heiðin há
í helgiljóma á kvöldin.
Og hraðar streymir þitt hjartablóð,
því heiðin er rík og fögur;
þá gægjast í hug þinn gömul Ijóð
og gleymdar huldufólkssögur.
Og frá þér líður hin leynda sorg,
sem lyfti sér ský frá tindi.
Þér opnast sólroðin álfaborg
og inn þú gengur í skyndi.
Þar heyrirðu fluttan fleygan brag
um fegurð og helga dóma.
Þar sérðu brosa þinn bernskudag
í blómskrúði og sólarljóma.
Á náttúrutöfranna unaðsóð
þú undrandi hlustar lengi,
og heiðin breytist í geislaglóð
og gullna titrandi strengi..
Og ljúft þér verður þar frið að fá,
og frelsi og sjónhring víðan.
Og þú munt finna, að Heiðin há
á hjarta þitt alltaf síðan.
Þá hafa nokkrir lesendur þáttarins beðið um ljóð, sem
heitir Reykjavtk. Höfundur ljóðsins er Jenni Jónsson,
verzlunarmaður í Reykjavík, sem samið hefur mörg
ljóð við dægurlög, en lögin við ljóð sín semur hann oft
sjálfur. Lagið við ljóðið Reykjavík hefur gert Herdís
Pétursdóttir.
REYKJAVlK.
Viðlag: í Reykjavík, í Reykjavík,
þar er svo gott að eiga heima
og þar vil ég lifa og dreyma.
í Reykjavík, í Reykjavík.
Heima er bezt 99