Heima er bezt - 01.03.1966, Page 29
FRAMHALDSSAGA
XII
VEGAMÓT LÍFSINS
Nú er sumar á ný og sólmánuður hafinn. Magnús
lögmaður hefur tekið sumarleyfi frá störfum. Og að
þessu sinni hyggst hann nota sér það vel til hvíldar og
hressingar eftir fremur erfiðan vetur og áhyggjusam-
an.
Hann á sumarbústað austur við Þingvallavatn, mjög
æskilegan til hvíldar, og þar hefur hann hugsað sér að
dvelja í sumarleyfinu ásamt konu sinni og dóttur. En
sonur hans er orðinn eins konar útlagi, sem hann hittir
aðeins sjaldan, og það er Magnúsi lögmanni þungt
áhyggjuefni, hve lífsglaði drengurinn hans hefur breytzt
mikið frá því sem áður var.
Magnúsi dylst það ekki þá sjaldan er fundum þeirra
feðga ber saman, að það er eitthvað meira en lítið, sem
skyggir á lífshamingju sonar hans. En hvað það geti
verið, er Magnúsi ráðgáta, sem honum hefur til þessa
ekki tekizt að fá ráðið.
Frú Klara hefur náð allgóðri heilsu og getur nú farið
allra sinna ferða eftir vild. Og nú hefur hún ákveðið að
láta gamlan draum sinn rætast á þessu sumri. Þau hjón-
in hafa ferðast mikið á undanförnum árum, bæði heima
og erlendis, og notið þess að gista margra fagra og fræga
staði. En það er sérstaklega ein borg á meginlandi Ev-
rópu, sem frú Klöru hefur lengi langað til að sjá og
skoða, en óviðráðanleg atvik hafa til þessa valdið því, ,
að enn hefur ekki úr þessu orðið. Og París, aðalborg
tízkunnar, hefur frú Klara enn ekki augum litið, þótt
hún frá æsku hafi haft mikinn áhuga fyrir öllum nýj-
ungum á þeim vettvangi og reynt að fylgjast þar með
eftir beztu getu. En sjálfa París hefur hún aðeins séð á
kvikmyndum.
En nú skal þessi draumur hennar rætast á þessu sumri,
og frú Klara talfærir þetta við mann sinn, sem áður hafði
ákveðið að verja sumarleyfi sínu á annan hátt en á
ferðalagi um Frakkland, og það segir hann konu sinni.
En hún sækir mál sitt fast, svo að hann verður að lok-
um að láta að vilja hennar. Enda er Magnús lögmaður
því vanur að elska friðinn í samskiptum við kona sína
og reyna að gera henni lífið sem bezt og þægilegast
samkvæmt óskum hennar og kröfum. Og það ætlar hann
einnig að leitast við að gera að þessu sinni. Og frú Klara
hefur unnið sigur enn einu sinni.
Erla er nú orðin seytján ára að aldri. Hún hefur þrosk-
azt mikið síðastljðinn vetur og vaxið áð kvenlegum
yndisþokka, og er nú með sanni frjáls og falleg og sak-
laus borgarmær. Hún vinnur enn í bókabúðinni hjá
frænda sínum og ætlar að starfa þar til næsta hausts. En
þá er ákveðið, að hún hefji nám í húsmæðraskóla borg-
arinnar.
Frú Klara vill láta Erlu taka sitt sumarfrí jafnt og
faðir hennar, og það getur hún fengið, og fara svo með
foreldrum sínum í utanlandsförina. En því neitar Erla
eindregið. Hún segist verða kyrr heima, og ekki taka
sitt sumarfrí fyrr en seinna. Henni finnst það ævintýri
líkast að búa ein í fjarveru foreldra sinna, frjáls og öll-
um óháð, og frá þessu verður henni ekki þokað. Og
móðir hennar bíður lægri hlut í þeim viðskiptum.
Magnús lögmaður og frú hans taka sér fari með skipi
til Kaupmannahafnar, og þaðan ætla þau síðan með
járnbraut til Frakklands. Og ferðin er hafin.
Signa rennur hægt áfram gegnum heimsborgina í sól-
gullinni kyrrð sumarkvöldsins og heillar augu sjáand-
ans. Skammt frá elfunni stendur stórt nýtízkulegt gisti-
hús, sem tekur á móti ferðamönnum víðs vegar að úr
heiminum, sem streyma til Parísar á þessum tíma árs.
Að þessu sinni hafa hjón frá íslandi leigt herbergi á
efstu hæð gistihússins, og hyggjast dvelja þar um viku
tíma. Stór gluggi á gistisal þeirra vísar að ánni, og þar
er útsýni vítt og fagurt. Hjónin hafa nú dvalið þrjá
daga um kyrrt í París, svipast víða um og skoðað margt
og mikið. Veður hefur verið hið blíðasta, og borgin
tjaldað sínu fegursta skrúði. Allt hefur til þessa gengið
að óskum.
Frú Klara er mjög ánægð með dvölina í París. Hún
hefur sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum með þessa
Heima er bezt 101