Heima er bezt - 01.03.1966, Side 31
Nanna játar þessu fúslega og tekur sér stöðu sam-
kvæmt því við sjúkrabeð frú Klöru, en yfirhjúkrunar-
konan hverfur þegar á brott.
Nú hefst nýr þáttur á námsferli Nönnu. Hún víkur
varla frá sjúkrabeði frúarinnar og vakir þar langt fram-
yfir sinn tilskylda vinnutíma. Og stundirnar líða jafnt
og þétt.
Frú Klara virðist vera komin til fullrar meðvitundar,
en hún skynjar ekki enn, hvað gerzt hefur, og minni
hennar er algerlega lamað. Annað slagið líður henni
mjög illa og kvartar þá sáran á sínu móðurmáli, en
Nanna er alltaf reiðubúin að rétta henni hjálparhönd og
lina þjáningar hennar á undraverðan hátt.
Nanna veit að kraftur sá, er með henni verkar hér,
kemur frá Guði fyrir bænir hennar, sem hún helgar nú
frú Klöru í ríkum mæli og færa henni sjálfri jafnframt
ósegjanlega blessun. Og þótt frúin skynji ekkert hver
hún er, þá finnur hún skýrt gegnum þjáningar sínar,
að undursamlegur kraftur, friður og öryggi streymir
frá hverju líknandi handtaki þessarar stúlku, sem stöð-
ugt er hjá henni og skilur þarfir hennar til hins ýtrasta.
Hér er eitthvað, sem frúin hefur ekki áður orðið að-
njótandi undir svipuðum kringumstæðum, þó að marg-
ar hendur hafi verið fram réttar til þess að hjúkra henni
samkvæmt nákvæmustu kunnáttu og tækni. Og þrátt
fyrir andlegt og líkamlegt vanmegni og minnisleysi frú
Klöru, mótast þetta allt skýrt og lifandi í undirvitund
hennar og geymist þar óhagganlegt eins og hluti af
henni sjálfri.
Nanna hefur aldrei fundið slíka gleði í starfi sínu sem
nú, og aldrei hefur kærleikurinn í hjarta hennar borið
ríkulegri ávöxt. En hún hefur ekki enn sem komið er
mælt eitt einasta orð við sjúklinginn, því þess hefur
heldur ekki gerzt nein þörf. En þegar þar að kemur,
að hún þurfi að svara frúnni með orðum eða ávarpa
hana, hefur Nanna ákveðið að mæla á enska tungu. Hún
veit af fyrri kynnum, að frú Klara er vel menntuð kona
og hlýtur því bæði að skilja og tala talsvert í enskri
tungu. Frönsku kunnáttu hennar efast hún hins vegar
um. Sjálf er Nanna sæmilega vel fær í báðum þessum
tungumálum, enda hefur hún lagt sig mikið eftir því
að læra þau bæði jafnhliða. En móðurmálið hennar kæra
má ekki verða til þess að ljóstra því upp, hver hún sé
í raun og veru. Því ætlar hún að halda algerlega leyndu
undir þessum kringumstæðum, sé þess nokkur kostur.
Magnús lögmaður hefur stöðugt samband við sjúkra-
húsið og fær þar nákvæmar upplýsingar um líðan konu
sinnar, en læknar telja það enn tilgangslaust að hann
heimsæki hana.
Nanna hefur nú komizt að því, að Magnús lögmaður
dvelur einnig hér í París og hefur náið samband við
sjúkrahúsið. Og ekkert er líklegra en að hann komi
þangað í heimsókn mjög bráðlega. En Nanna ákveður
að verða ekki á vegi hans, sé henni mögulegt að kom-
ast hjá því. Og þannig gengur um hríð.
Skyndilega verða mikil umskipti til hins betra á líð-
an frú Klöru, og minni hennar tekur óðum að skýrast.
Hún er farin að ávarpa ungu stúlkuna, sem stöðugt
hjúkrar henni af svo einstæðri ástúð og nærgætni, að
slíks þekkir hún engin dæmi, og frú Klara mælir fyrst
á sínu móðurmáli. En unga stúlkan hristir aðeins höf-
uðið og svarar henni svo á ensku.
Frúin á erfitt með að átta sig á þessu í fyrstu, en hún
er vel fær í ensku og hefur vanizt því að tala það mál
á ferðalögum erlendis, enda getur hún nú brátt tjáð sig
fullkomlega á þeirri tungu.
Öðruhverju finnst frú Klöru, að þessi unga stúlka
komi henni eitthvað svo kunnuglega fyrir sjónir, en
hún áttar sig engan veginn á því, hver hún muni vera,
og Nanna kemur henni alls ekki til hugar hér á þessum
stað.
Friðsæl ró ríkir á sjúkrastofu frú Klöru. Hún er þar
ein þessa stundina, en heimsóknartíminn er rétt að
hefjast. Líðan frúarinnar er orðin sæmilega góð, og
langt framyfir það, sem læknarnir hafa árætt að gera
sér vonir um á svo skömmum tíma sem liðinn er, síðan
frúin slasaðist. Frú Klara bíður með óþreyju eftir manni
sínum í heimsókn. Það er svo margt sem hún þarf að
ræða við hann nú, en þetta er í fyrsta skiptið sem hún
treystir sér til þess eftir slysið.
Brátt gengur Magnús lögmaður inn að sjúkrabeði
konu sinnar og heilsar henni blíðlega. Frúin fagnar hon-
um ákaft og vísar honum til sætis á stól við rúmið.
Magnús tekur sér sæti og spyr síðan hæglátur um líðan
konu sinnar.
Frú Klara lætur vel yfir líðan sinni, og langtum bet-
ur en vonir standa til. En síðan biður hún mann sinn að
skýra það náið fyrir sér, hvað valdið hafi því, að hún
sé á þessum stað. Það er flest enn svo óljóst í vitund
hennar, sem gerzt hefur að undanförnu, en hana langar
ákaft til þess að fá fullkomna skýringu á þessu strax.
Magnús skýrir þetta allt fyrir henni í stórum drátt-
um, en varast að þreyta hana um of með löngu máli, og
brátt hefur hann lokið því sem hann ætlar að skýra
henni frá að þessu sinni. Síðan er þögn um hríð, en svo
segir frú Klara klökkum hlýjum rómi:
— Ég held helzt að ég hefði dáið héma, ef þessi unga
stúlka hefði ekki hjúkrað mér eins vel og hún hefur
gert.
— Er það sérstaklega ein hjúkrunarkona, sem reynzt
hefur þér svona vel, góða mín?
— Ég veit ekki einu sinni, hvort hún er útlærð hjúkr-
unarkona, — nei, bíddu nú við, nú man ég það: hún er
klædd eins og nemi, en hún hefur eiginlega alltaf verið
hjá mér, þegar ég hefi þurft einhvers með, alltaf reiðu-
búin að gera allt fyrir mig. Það hafa reyndar líka kom-
ið hingað einhverjar aðrar stúlkur, en þær hafa ekki
skilið hvað ég hefi sagt. Líklega hefi ég talað við þæi
á íslenzku, ég man það svo óljóst, en þessi stúlka skildi
mig alltaf, hvað sem ég sagði, en hún talar bara ensku
við mig. Hvað þetta er skrítið. Hún skilur ef til vill
mörg tungumál, blessuð stúlkan.
Heima er bezt 103