Heima er bezt - 01.03.1966, Side 32

Heima er bezt - 01.03.1966, Side 32
— Það hlýtur að vera. — Æi, þetta er allt svo þokukennt fyrir mér, allt nema hvað þessi stúlka hefur sýnt mér ósegjanlega mikla ást- úð og umhyggju. Ég hefi aldrei orðið slíks aðnjótandi fyrr, þar sem ég hefi dvalið sjúk. Með hverju get ég endurgoldið henni, Magnús? Frú Klara var orðin bæði áköf og klökk. En maður hennar vill forða henni frá frekari geðshræringu og seg- ir rólega: — Við skulum ræða þetta seinna, góða mín, með hverju þú getur bezt sýnt þessari velgerðarstúlku þinni þakklæti þitt og okkar beggja, — enn er það ekki tíma- bært. — Ég get aldrei launað henni að verðleikum. Grátstafur er kominn í rödd frúarinnar. En Magnús lögmaður svarar með sinni óbifanlegu ró og hlýleika: — Það er ómögulegt að segja neitt um slíkt núna, vina mín. Það getur svo margt ótrúlegt skeð. Og svo held ég að við ættum ekki að ræða málið frekar að þessu sinni. Magnúsi lögmanni er það ljóst, að kona hans er enn ekki fær í langar umræður, sem snerta viðkvæm mál- efni. Hún er auðsjáanlega orðin mjög þreytt eftir þetta samtal þeirra, og tilfinningar hennar komnar úr jafn- vægi. Og brátt lokar frú Klara augunum og hvíhr þann- ig þögul um hríð. Magnús situr hljóður við rúm konu sinnar og varast að gera henni ónæði. En fyrr en varir kveður við hring- ing frammi á ganginum. Heimsóknartímanum er lokið. Frú Klara opnar augun við hringinguna og lítur þreytulega á mann sinn. — Ertu að fara, Magnús? spyr hún lágt. — Já, góða mín, nú verð ég að fara, heimsóknartím- inn er á enda runninn, en ég kem að forfallalausu aftur til þín á morgun. — Gerðu það, ég þarf að tala svo margt við þig. — Já, vina mín. Magnús lögmaður rís þegar á fætur, kveður konu sína innilega og hraðar sér síðan fram úr sjúkrastof- unni. Að þessu sinni kom það í hlut Nönnu að „hringja út“ að loknum heimsóknartíma. En strax og því er lokið ætlar hún að hraða sér brott af ganginum og varast að mæta gestum sjúklinganna. En í sömu svifum og leið hennar liggur framhjá sjúkrastofu frú Klöru, opnast stofudyrnar mjög skyndilega, og Magnús lögmaður snarast fram á ganginn. Hann þekkir Nönnu um leið og segir glaðlega með djúpri undrun í röddinni: — Nanna! Ekki bjóst ég við því að mæta yður hér. Hann réttir henni höndina. — Komið þcr sælir, Magnús lögmaður, svarar Nanna eins eðlilega og henni er unnt og tekur í útrétta hönd hans. Magnús þrýstir hönd Nönnu með hlýjum innileik og ætlar að segja fleira, en Nanna bíður ekki eftir frekari viðræðum, hún dregur þegar að sér höndina, hneigir sig hæversldega fyrir Magnúsi og hverfur á brott í skyndi. Hér eftir skal hún gæta þess vandlega að verða ekki á vegi Magnúsar lögmanns þá fáu daga sem hún á eftir að starfa við þetta sjúkrahús. Og það áform ætti að geta heppnast. En orðinn hlutur verður ekld aftur tekinn. Magnús lögmaður hraðar sér út úr sjúkrahúsinu og heim í hótel- herbergi sitt. Þar dvelur hann einn um hríð með hugs- anir sínar. Hann álítur að Nanna hafi átt svo annríkt áðan, er fundum þeirra bar saman, að hún hafi alls ekki mátt vera að því að ræða frekar við hann þá. Hún var auðsjáan- lega starfsstúlka, en hvorki gestur né sjúklingur á sjúkra- húsinu, og hann þekkir það af eigin raun, hve hún er samvizkusöm og stundvís í störfum. Hann vonar að fundum þeirra beri saman síðar í betra tómi, áður en hann fari frá París, því enn á hann eftir að þakka Nönnu fyrir vel unnin störf á heimih sínu síðastHðið sumar, og það ætlar hann að gera strax og tækifæri gefst. Síðan hugleiðir hann glaður heimsóknina til konu sinnar og þau góðu umskipti sem orðið hafa á líðan hennar á mjög skömmum tíma. Hann er hjartanlega þakklátur þessari ágætu stúlku, sem hjúkrað hefur konu hans af svo mikilli prýði á þessu ókunna sjúkrahúsi að sögn Klöru sjálfrar, og skilið hana svo undur vel. En ekki hefur það getað verið Nanna, því að Klara hefði hlotið að þekkja hana strax og hún var komin til fullr- ar meðvitundar. Líldega veit kona hans ekkert um það enn, að þeirra góða fyrrverandi starfsstúlka sé hér á þessu sjúkrahúsi, annars hefði hún trúlega sagt honum frá því. Og nú ætlar hann að gleðja konu sína með þeirri frétt næst þegar hann kemur í heimsókn til hennar, að hann hafi mætt Nönnu þar á sjúkrahúsinu. Honum kemur alls ekki annað til hugar, að sú frétt verði eingöngu til þess að gleðja Klöru. Og Magnús bíður þess með sér- stakri eftirvæntingu að ná fundi konu sinnar næsta dag. Og nýr dagur rís. Nanna gengur inn í sjúkrastofu frú Klöru og vinnur þar sitt líknarstarf af sömu ástúð og fórnfýsi sem áður. En hún segir aldrei orð við sjúkling- inn að fvrra bragði, nema að þess gerist brýn þörf, og þá í sem stytztu máli, og ávarpi frúin hana, svarar hún með eins fáum orðum og henni er unnt, en alltaf með hlýju og nærgætni. Og strax er hún hefur uppfyllt þarf- ir sjúklingsins eftír beztu getu, hraðar hún sér á brott í skyndi. En nú er frú Klöru farið að þykja svo vænt um þessa góðu velgerðarstúlku sína, að hún þráir að mega ræða meira við hana og kynnast henni nánar en hún hefur gefið hcnni kost á til þessa. Og eftir því sem allt verður skýrara í vitund frú Klöru, gerist sú hugsun ríkari hjá henni, að þessa stúlku hafi hún séð einhvem tíma áður, en hvar og hvenær? Það er henni ómögulegt að muna, hvernig sem hún reynir að hugleiða það. Hún ákveður að færa þetta í tal við mann sinn og vita, hvort hann 104 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.