Heima er bezt - 01.03.1966, Qupperneq 34

Heima er bezt - 01.03.1966, Qupperneq 34
MAGNEA FRÁ KLEIFUM: HANNA MARÍA og víllingarnir ÞRIÐJI HLUTI „En Hanna María, langar þig til að hún læri af þeim listirnar?“ spurði amma. „Nei, Hanna sér um sig, ég tala við hana,“ sagði afi rólegur og fékk sér í nefið, eða ætlaði að gera það, en áður en hann fengi tíma til að sjúga kornin upp í nösina, skall eldhússhurðin upp á gátt, og ýl- andi og vælandi kötturinn þaut inn ásamt Hönnu Alaríu. Um leið kvað við hár hvellur, og eldhúsið fylltist af óþef. Afi hrökk svo við, að hann missti tóbakið niður og stökk á fætur. Amma tók um hjart- að, hún var náföl og titraði öll. „Hvað var þetta?“ stundi hún upp og studdi sig við borðið. Gleiðbrosandi strákurinn og skellihlæjandi stelp- an komu í dyrnar. Afi tók kisa og skoðaði sviðna rófuna á honum, vesalingurinn var svo hræddur, að hann tróð sér undir skeggið á afa og hvarf svo að segja allur nema iðandi rófan. Óneitanlega var þetta spaugileg sjón, enda ætluðu krakkarnir að rifna af hlátri. Allt í einu stökk Hanna María að stráknum og sló hann utan undir, og áður en stelpan gat vikið sér til, fékk hún sömu úrreið. Svo þaut Hanna hágrát- andi út. Þar stóð Sonja skjálfandi af hræðslu og ríg- hélt í Sverri, sem vildi óður og uppvægur sjá „katta- gattann pinga“. Viktor hafði sagt að kattarskrattinn mundi springa í Ioft upp, og Sverri, scm aldrei hafði sagt neitt ljótt áður, fannst þetta voðalega spennandi. Sonju tókst með hjálp Hönnu að toga hann af stað heim að Fells- enda, en hann endurtók í sífellu „kattagatti, katta- gatti“ með miklum ánægjusvip. „Ilvað heldurðu að hún mamma segi, þegar hún heyrir hann segja þetta?“ vældi Sonja. „Heldurðu að hún skilji við hvað hann á?“ sagði Hanna. Það var Sonja alveg viss um, og nú fengi hún aldrei framar að fara niður í Kot í sumar. Þær settust á þúfu neðan við hlaðvarpann á heima- bænum og töluðu saman mjög alvörugefnar. Þeim kom saman um, að þessi systkin væru þau verstu sem til væru í heiminum, verri börn gætu ómögulega hafa fæðzt. IV. Neró lannar fyrir Hörpu. Það var kallað á Sonju og Sverri að koma heim, svo Hanna María rölti ásamt Neró niður í Kot. Allt í einu datt henni Harpa í hug. Bara að krakkarnir næðu nú ekki í hana. Vesalingurinn litli var svo góð- ur við alla, að það var hægur vandi fyrir þau að lokka hann til sín, en Neró aftur á móti mundi ef- laust sjá um sig. Eins og svar við þessum hugleiðingum hevrði Hanna nú sárt jarm koma frá Koti. Hún tók á sprett, heim að skemmudyrunum. Aftur heyrðist jarmur, og nú svo átakanlega vesældarlegur, eins og aumingja Harpa væri að biðja sér vægðar. Hanna hratt upp skemmuhurðinni, og þar gaf á að líta. Viktor sat og hélt Hörpu fastri svo hún gat sig hvergi hreyft, en Viktoría var að kenna henni að reykja sígarettu. Tárin runnu úr augunum á Hörpu af reyknum, og tóbakið sem farið hafði upp í hana, var hræðilegt á bragðið. Áður en Hanna var komin hálfa leið til þeirra, var Neró búinn að taka systkinin föst. Hann hugsaði sig ckkert um, stökk bara á þau og felldi þau til jarðar. Neró sem var stór eins og kálfur, settist ofan á Viktor, en lét sér nægja að Iyfta löppinni ógnandi 106 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.