Heima er bezt - 01.03.1966, Side 37

Heima er bezt - 01.03.1966, Side 37
að mjólka, fóru þær aftur með þær í hestahólfið, en þar voru kýrnar hafðar á nóttunni. Viktor og Viktoría láu útundir vegg og fylgdust með. Svo var þeim sagt að fara að hátta. Viktor átti að sofa í stof- unni, en Viktoría hjá Hönnu. Þá byrjuðu nú vandræðin. Systkinin heimtuðu að sofa í sama herbergi. Það hefðu þau alltaf gert frá því þau hefðu fæðzt. Afi pírði augunum til ömmu, hann vissi að nú voru þau að skrökva, en samt bjó hann um Viktor á flatsæng rétt hjá orgelinu, svo systir hans gæti sof- ið á dívaninum, sem honum hafði verið ætlaður. Viktor rauk upp og afsagði alveg að sofa á gólf- inu, stelpan gæti sofið þar. Afi sagðist mundu smíða bekk fyrir hann daginn eftir, svo strákur róaðist, enda sá hann strax, að það gerði hvorki til né frá, þó hann svæfi á gólfinu þessa einu nótt. Ekki hefði hann dívan til að sofa á í úti- legunni. Afi bauð góða nótt, einnig amma sem kom fram með tvö full mjólkurglös og kleinur á diski, sagðist vera vön að gefa Hönnu litlu sopa á kvöldin, ef hana langaði í, og þau myndu sjálfsagt kunna að meta það líka. „Kerlingin er ekki sem verst,“ sagði Viktor þegar þau voru farin. „Þau eru svo heimsk og einföld, að það liggur við að það sé ekkert varið í að leika á þau.“ Ilann hcfði ekki verið svona kampakátur, hcfði hann heyrt hvað afi var að segja við Neró úti á hlaðinu. Ncró rölti af stað með afa, og afi benti honum. Neró skildi þetta vcl og lagðist flatur við bæjarvegg- inn, þar sem hann gat fylgzt með stofuglugganum. Síðan fór afi inn og læsti útidyrunum og tók lykil- inn með sér, og háttaði svo í rólegheitum eftir að hafa kysst Hönnu Maríu góða nótt, en hún var ákaf- lega fegin að fá að sofa ein eins og áður. Innan stundar voru þau í baðstofunni sofnuð, afi vissi að Neró mundi leysa gæzlustarf sitt vel af hendi. Systkinin háttuðu ekki heldur fóru að taka upp úr töskum sínum, það sem þau ætluðu að hafa með scr, því ómögulega gátu þau borið allan þcnnan far- angur upp á fjallsbrún. Viktor var búinn að róta í öllum sínum töskum. Hann lcit ógnandi á systur sína og spurði, hvort hún hefði snuðrað í töskunum, eftir að hann hefði sett í þær. Viktoría sór og sárt við lagði, að það hefði hún alls ekki gert, aftur á móti vantaði hana ýmislegt í sínar töskur, sem hún hafði grun um að hann hefði tekið, t. d. varalit og púður, hárrúllur, heilmikið af tyggigúmmíi og ýmislegt fleira. Þau settust og töluðu saman í lágum hljóðum. Það gekk samt hálfilla, því fyrr en varði voru þau farin að hnakkrífast. Loks lögðu þau sig út af og fóru að lesa, en þá urðu þau svo ógurlega syfjuð. Viktoría sofnaði aftur og aftur, hvernig sem hún reyndi að halda sér vakandi, en Viktor gekk um gólf. „Svona, nú skulum við fara, þau eru öll löngu sofnuð,“ sagði hann, þegar honum fannst hann vera búinn að ganga þúsund sinnum fram og aftur um gólfið, og væri hann eina mínútu fram og til baka, þá væri þetta þúsund mínútur, og þúsund mínútur væri hve margir klukkutímar? Nei, hann var alltof syfjaður til að geta reiknað það út, enda aldrei verið góður í reikningi. Þau klæddu sig í og tóku þær töskur, sem þau ætluðu að hafa með sér. Viktor athugaði gluggann, en ekki var nú vandi að komast út, hann mátti nærri ganga uppréttur. En einmitt þegar hann var að stíga út fyrir, kom hræðileg skepna labbandi í rólegheit- um. „Hvað er þetta,“ sagði Viktoría og greip í hand- legg hans. „Bara hundskömmin, hann gerir ekkert,“ sagði Viktor, en hikaði þó við að fara út. Neró labbaði að glugganum og lagðist beint fyrir neðan hann. „Farðu frá, greyið,“ sagði Viktor blíðlega. Þessu svaraði Neró með því að fitja upp á trýnið, svo að skein í vígtennurnar, og urraði grimmdarlega. Það var sama hvaða ráðum Viktor beitti, Neró hreyfði sig ekki, og ekki þorði strákurinn að stíga beint ofan á hundinn. Þau ákváðu því að læðast fram göngin. Viktor gekk á undan, cn hvað var nú þetta? Hurð- in var harðlæst, og enginn lykill í skránni. Viktor bölvaði í lágum hljóðum, og Viktoría tók undir með honum, þcgar hún sá hvernig í öllu lá. „Kannski hefir lykillinn dottið úr,“ sagði hún. Framhald. Heima er bezt 109

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.