Heima er bezt - 01.05.1968, Síða 6
þarf út á grautinn hjá Bjarna formanni. Vonandi er, að
kvörnin sú
„mali hvorki malt né salt
og mali í drottins nafni.“
Væri betur, að þetta Þjórsárdalsævintýri endi betur
en þau, sem áður eru frægust. Þó er þar undantekning,
þar sem Hjalti Skeggjason lét smíða haffært skip úr
skóginum í Þjórsárdal og fleytti því til sjávar. Enda
var Hjalti reyndur að hamingju eins og Ólafur kóngur
Haraldsson sagði um hann. Vonandi, að hamingja Hjalta
svífi yfir vötnunum í Þjórsárdal í dag. Nú starfa fleiri
menn við Búrfell en þeir, sem landbúnað stunda í sveit-
inni.
En hvað hafa Hrunamenn til þess að leggja þarna í
móti. Þeir hafa hitt náttúrufyrirbærið, sem er að skapa
tugmilljóna verðmæti í landinu, sem er jarðhitinn. Þar
er mikill jarðhiti, og þeim fjölgar óðum, sem rækta án
þess að vera háðir duttlungum tíðarfarsins. Kemur það
sér vel í árferði eins og nú. Þá er þar atvinnuvegur í
uppsiglingu, sem tekur öllu öðru fram, sem þekkzt hef-
ur til þessa. Bændur eru nefnilega farnir að græða á úti-
legumönnum. Má segja, að Hrunamenn séu vel að því
kornnir að hafa eitthvað upp úr þeirri manntegund
rneira en frægðina eina. Enda er nú svo komið, að þeir
leigja Reykvíkingum Kerlingarfjöllin á sumrin, og er
þar risið upp fjallahótel, sem sífellt færir út kvíarnar
og talið af fróðum mönnum hafa betri möguleika en
annars staðar er þekkt í veröldinni. Þar er bæði eldur
og ís hlið við hlið, skíðasnjór og heitt vatn, og það á nú
við tækni nútímans.
Tveir hnúkar í Kerlingarfjöllum heita nú Eyvindur
og Halla, og er það vel til fundið, að eitthvað sé þar
til minnis unr þá útilegumenn, sem frægastir eru í þeirri
stétt frá upphafi. Það eru fleiri í dag, sem græða á úti-
legumönnum, en Leikfélag Reykjavíkur. Svo er ný-
komin kvikmynd af ríki Fjalla-Eyvindar, sem eru öll
miðöræfin, og hefur enginn annar lagt undir sig mið-
hálendið, og kofarnir koma ágætlega fram á þessari
mjög vel heppnuðu mynd. Meira að segja húsmunir
hans eru til smíðaðir af honum sjálfum og koma fram
á myndinni og að lokum krossinn á leiði hans á Hrafns-
fjarðareyri, sem talandi tákn um það, að hann lauk
þrautinni að lifa 20 ár í útlegð á Islandsfjöllum, og
munu fáir eftir leika.
Suður í Hrunamannahreppi er það helzt til tíðinda
fram yfir þetta venjulega, að fornfræðingar eru sumar
eftir sumar í Hvítárholti að grafa upp bæjarrústir frá
Landnámsöld, sem enginn veit nein deili á, og hafa ekki
alveg farið erindisleysu. Þeir hafa nefnilega lengt þjóð-
arsöguna aftur um 500 ár með því að finna þarna ásamt
mörgu öðru merkilegu pening, sem var mótaður 500
árum áður en ísland byggðist. Allt þetta hafa menn
fengið að sjá í sjónvarpi í haust.
Sannast hér hið fornkveðna, að oft veltir lítil þúfa
þungu hlassi, því þessi peningur, sem ekki lætur mikið
yfir sér, hefur þó sett alla fornfræðinga landsins út af
sporinu, því að þeir komast í fullkomin vandræði með
að skýra þennan fund sinn lengst upp í fjöllum. Þeir
hafa mynd og yfirskrift keisarans, en verða orðlausir
eins og Gyðingar forðum að gefa keisaranum það sem
keisarans er og guði sem guðs er.
Eftir þennan formála er nú bezt að vita, hvað Loftur
bóndi hefur séð við veginn í 50 ár.
Það er víst bezt að byrja á upphafinu eins og sagt er.
Ég er fæddur á Stóra-Kollabæ í Fljótshlíð. Faðir minn
var Loftur Loftsson frá Tjörnum, en móðir Sigríður
Bárðardóttir frá Stóra-Kollabæ. Ég var látinn heita eftir
afa mínum, Lofti Guðmundssyni á Tjörnum, sem var
annar aðalforingi bænda í hinum fræga Eyfellinga slag
við Steinahelli. Hefur Eiríkur á Brúnum skrifað um
það skemmtilegan þátt, sem hann nefndi Eyfellinga-
slag. Svo flutti ég með foreldrum mínum, þegar ég var
fjögurra ára að Miðfelli í Hrunamannahreppi. Þar og
í Gröf í sömu sveit dvaldist ég þar til ég var 19 ára.
Þá fór ég vinnumaður til Lovísu systur minnar og
Amunda Guðmundssonar á Sandlæk. Þetta var vonda
Gamli bœrinn á Sandlcek.
150 Heima er bezt