Heima er bezt - 01.05.1968, Side 10
skýra það, hvenær menn voru andlega heilbrigðir, og
gerði það svo eftirminnilega og skemmtilega, að ég hefi
aldrei getað gleymt því, og það var á þessa leið:
Ef við tökum mann, sem er alveg heilbrigður líkam-
lega, þá hefir hann enga hugmynd um, hvað það eru
mörg líffæri í líkamanum, sem starfa saman. Það er ekki
fyrr en eitthvert þeirra verður veikt, að við förum að
vita af því.
Alveg á sama hátt er það ekki fullkomlega andlega
heilbrigður maður, sem alltaf man eftir sjálfum sér fyrst
og fremst. Það er þá fyrst, þegar hann hefir eitthvað að
vinna fyrir, sem hann metur svo mikils, að hann man
ekki eftir sjálfum sér, að hann er fullkomlega heilbrigð-
ur andlega.
Ef maður fer í söguna, bæði íslandssöguna og Mann-
kynssöguna, þá virðist samlíking spekingsins furðuvel
standast prófið. Það mætti jafnvel segja mér, að íslend-
inga vantaði ekkert eins tilfinnanlega í dag og andlega
heilbrigða menn.
Það hefir einu sinni riðið sjálfstæði hennar að fullu,
hvað hún átti fáa slíka menn, og hvað getur ekki komið
fyrir aftur, ef óvarlega er farið. Það fjöregg er brothætt.
Eg hefi stundum gert það mér til gamans að flokka
menn eftir þessari formúlu, hvað þeir væru heilbrigðir
andlega. Ég hefi fundið marga, sem mér hefur fundizt
algerlega andlega heilbrigðir, og einn af þeim er Loft-
ur á Sandlæk. Hann stenzt prófið með prýði, maður-
inn, sem fer til systur sinnar, þegar öll sund virtust
lokuð, og vinnur henni og börnum hennar, meðan þess
þurfti með.
Þetta, þó ekkert væri annað, er nóg til þess, að ég
rita þessar fáu línur með ánægju fyrir Heima er bezt.
Loftur hefir fullan rétt á því, að hans sé minnzt við hlið
margra mætra sona og dætra aldamótakynslóðarinnar,
sem nú er sem óðast að hverfa bak við tímans tjald.
Að endingu veit ég, að allir Hreppamenn þakka Lofti
og hinni ágætu konu hans fyrir margvíslega fyrir-
greiðslu um áratuga skeið, þar sem þau hafa verið á
vegamótum.
BRÉFASKIPTI
Pálmi Arni Gudmundsson, Hlíðarvegi 15, Bolungarvik, óskar
eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 13—14 ára.
Helga Hannesdóttir, Gilsstreymi, Lundarreykjardal, Borgar-
fjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrin-
um 13—15 ára.
Sigriður Hannesdóttir, Gilsstreymi, Lundarreykjardal, Borgar-
fjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt á aldrinum 16—18
ára.
Guðbjörg Erla Kristófersdóttir, Stillholti 4, Akranesi, óskar eftir
bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—17 ára.
Guðjón Ólafsson, Sundstræti 14, ísafirði, óskar eftir bréfaskipt-
um við stúlkur á aldrinum 16—19 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Hallvarður Ólafsson, Gistihúsi Hjálpræðishersins, ísafirði, óskar
eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 17—19 ára. Mynd fylgi
fyrsta bréfi.
Gunnhildur Arnþórsdóttir, Mörk, Fnjóskadal, Suður-Þingeyjar-
sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 20—30 ára.
Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Friða Arnþórsdóttir, Mörk, Fnjóskadal, Suður-Þingeyjarsýslu,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 15—18 ára. Mynd
fylgi fyrsta bréfi.
Hrefna Magnúsdóttir, Svínafelli, Öræfum, Austur-Skaftafells-
sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 12
—14 ára.
Solveig Guðlaugsdóttir, Svínafelli, Öræfum, Austur-Skaftafells-
sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 11
—14 ára.
Kristbjörg Guðrún Steingrimsdóttir, Ytri-Tungu, Tjörnesi, S.-
Þingeyjarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við dreng eða stúlku á
aldrinum 13—15 ára.
Ólöf Anna Steingrimsdóttir, Ytri-Tungu, Tjörnesi, S.-Þingeyjar-
sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við dreng eða stúlku á aldrinum 10
—12 ára.
Björn Sigurðsson, Breiðumörk, Jökulsárhlíð, N.-Múlasýslu, óskar
ftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 17—19 ára. Mynd fylgi
fyrsta bréfi.
Eirikur Helgi Hrafnkelsson, Hallgeirsstöðum, Jökulsárhlíð, N.-
Múlasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 16—
19 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Guðrun Eiríksdóttir, Hlíðarhúsum, Jökulsárhlíð, N.-Múlasýslu,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—18 ára.
Guðlaugur Aðalsteinn Stefánsson, Skriðu, Breiðdal, S.-Múlasýslu,
óskar eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 15—17 ára.
Jónina Guðný Bjarnadóttir, Þrastalundi, Norðfirði, S.-Múla-
sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 14
—16 ára.
Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Árneshreppi, Strandasýslu, óskar
eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 16—18 ára.
Kristin Guðjónsdóttir, Kjörvogi, Árneshreppi, Strandasýslu, ósk-
ar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 17—19 ára.
Þuriður Guðjónsdóttir, Kjörvogi, Árneshreppi, Strandasýslu, ósk-
ar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 14—16 ára.
Birna Halldórsdóttir, Steinþóra Guðmundsdóttir og Sigríður K.
Guðmundsdóttir, allar í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað, óska
eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 17—22 ára. Æskilegt að
mynd fylgi fyrsta bréfi.
Ragnhildur Helgadóttir og Þórunn Hjálmarsdóttir, Kvennaskól-
anum á Blönduósi, óska eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum
17—19 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi.
Ágústa Þórarinsdóttir, Miðstræti 16, Vestmannaeyjum, óskar eft-
ir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 21—25 ára.
154 Heima er bezt