Heima er bezt - 01.05.1968, Qupperneq 17
er hún var þar, en síðan ekkert fylgzt með ferli hennar.
Þó þóttist það vita að hún hefði átt þrjá drengi, alla
í lausaleik og sinn með hverjum og mundi hafa verið
heldur laus á kostunum, og þar frameftir götunum.
En þetta fólk þekkti ekkert til atburðanna og afleið-
inganna af tilkomu drengjanna, né þrotlausrar fórnar
og baráttu móðurinnar fyrir lífi þeirra og velferð. Það
þekkti heldur ekki til harmsakanna og vonbrigðanna
í sambandi við þá.
Mér hefur því lengi fundizt að viðeigandi væri að
hið rétta kæmi fram um æviferil Soffíu Jónsdóttur,
eftir því, sem heimildir hrökkva til og tekizt hefur að
afla, ef ske mætti að það varpaði nokkru sannara og
samúðarfyllra Ijósi yfir lífsferil hennar.
—o—
Skal nú að lokum, í stuttu yfirliti, minnzt sona Soffíu
Jónsdóttur:
Ingimar Hallgrímsson, f. 25. jan. 1859. Eins og áður
er frá sagt var hann tekinn frá móður sinni þriggja
nátta gamall og fluttur að Strjúgsá. Heimasætan þar,
Ingibjörg Jónsdóttir, sem þá var um tvítugt, reiddi
hvítvoðunginn í keltu sinni frá Hálsi að Strjúgsá, og var
ein á ferð. Snjólítið var en allmjög svellað, einkum fram
Strjúgsárskriðurnar, austanvert í Dúpadalnum. Ingi-
björg reið illa járnuðu hrossi, og datt ein skeifan undan
því á leiðinni. Hvað eftir annað rann það því til á
svelluðum brattanum, svo nærri lá við falli. En
heim að Strjúgsá komst hún þó slysalaust með reifa-
strangann. Kom það í hlut Ingibjargar að annast um
barnið, sem henni fórst hið bezta. Ingimar var alla
tíð hlýtt til Ingibjargar og kallaði hana fóstru sína.
Fyrsta barn sitt lét hann bera nafn hennar.
Á Strjúgsá átti Ingimar sín fyrstu spor og frum-
bernsku. Þegar hann var níu ára gamall, tók faðir hans,
Hallgrimur Tómasson, drenginn til sín. Þá var hann
farinn að búa á Grund. Margrét Einarsdóttir, kona
Hallgríms, var hið mesta valkvendi, greiðasöm og gjaf-
mild við fátæklinga. Hún reyndist Ingimar engu miður
en sínum eigin sonum, og fór hann fljótt að kalla hana
mömmu, eins og þeir hálfbræður hans.
Ingimar Hallgrímsson ólst upp hjá föður sínum til
fullorðinsára. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans
var Sigrún Bergvinsdóttir, ekkja Jóns Jóhannessonar á
Illugastöðum í Fnjóskadal. Hún andaðist á sjúkrahúsi í
Kaupmannahöfn 1897, eftir erfiðan og ólæknandi sjúk-
dóm. Með henni eignaðist hann þrjár dætur. Sú elsta
þeirra andaðist 17 ára. Hinar komust til fullorðins ára.
Síðari kona hans var Sigurbjörg Jónsdóttir bónda á
Steinkirkju í Fnjóskadal Guðlaugssonar. Þau áttu fjög-
ur börn, sem öll komust til aldurs og enn öll á lífi
(1968).
Ingimar Hallgrímsson bjó fyrst á Dvergsstöðum, og
síðan á Litla-Hóli til æviloka. Hann var til flestra opin-
berra mála kvaddur í hreppnum, enda prýðilega vel
greindur og víðlesinn. Um hann mátti með sanni segja,
að hann væri „þéttur á velli og þéttur í lund“. Hann var
Jón Hallgrimsson.
einarður í máli og hélt fast á sannfæringu sinni, og lét
ekki hlut sinn fyrir neinum, við hvern sem var að eiga.
En sáttfús var hann og vinur vina sinna. Hann andaðist
á Litla-Hóli 26. janúar 1937.
2. Albert Kristjánsson, f. 28. nóv. 1865. Hann bjó á
Páfastöðum í Skagafirði. Kona hans var Guðrún Ólafs-
dóttir. Þau áttu þrjú böm, sem upp komust. Albert var
athafnamikill jarðabótamaður og frumkvöðull margra
menningar- og framfaramála í héraðinu. Hann var fyrir-
mynd bænda um alla snyrtimennsku í búnaðinum. Hann
andaðist á Páfastöðum 11. des. 1955.
3. Jón Hallgrímsson, f. 30. júlí 1871. Eins og að fram-
an segir, var hann á Páfastöðum til 1893 er hann fluttist
til Vopnafjarðar. Þar stundaði hann verzlunarstörf. Um
1911 fluttist hann til Reykjavíkur. Þar stofnaði hann
eigin verzlun, sem hann rak um ellefu ára skeið. En
1922 seldi hann verzlunina og gerðist gjaldkeri bæjar-
símans í Reykjavík. Það starf hafði hann á hendi meðan
heilsan leyfði.
Jón Hallgrímsson var hið mesta prúðmenni, þó hann
hefði það til að vera stundum nokkuð hvass í svörum,
ef honum þótti ósanngjarnlega að sér vikið. Hann leysti
öll sín störf vel og samvizkusamlega af hendi, og vildi
ekki í neinu vamm sitt vita, og var því virtur vel af
öllum, er af honum höfðu kynni.
Hann lézt í Reykjavík 14. júní 1932, ókvæntur og
barnlaus. Hjá honum dvaldi Soffía Jónsdóttir, móðir
Framhald á bls. 164.
Heima er bezt 161