Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1968, Qupperneq 22

Heima er bezt - 01.05.1968, Qupperneq 22
Frá Naruik. Fjármálamenn frá Englandi hófu fyrst þessa járn- brautarlagningu árið 1883, og jafnframt var gerð áætl- un um mikla hafnargerð, þar sem nú er Narvíkurhöfn. Fyrst var sú höfn nefnd Viktoríuhöfn. Þessar fram- kvæmdir strönduðu vegna fjárskorts, og dróst þá málið á langinn. En árið 1898 ákvað norska stjórnin að láta norska ríkið fullgera járnbrautarlagninguna og ljúka við hafnargerðina. Arið 1902 var járnbrautin fullgerð, og jafnframt var þá lokið við hafnargerðina, sem fyrst var nefnd Viktoríuhöfn. Var því nafni nú breytt, og kauptúnið sem þarna var að myndast kallað Narvík, eftir sveitabæ sem stóð þarna við víkina og þá var höfn- in líka nefnd Narvíkurhöfn. Nú er höfnin í Narvík tai- in ein bezta höfn í veröldinni, og íbúar Narvíkur eru nú taldir um 15 þúsund. Þessi heimsfræga útfiutningshöfn byggir alla tilveru sína á útflutningi málmgrýtisins, sem framleitt er í Kiruna í Svíþjóð. jMá því segja að borgirnar tvær, Kiruna og Narvík, styðji hvor aðra í lífsbaráttunni. Hvorug gæti haldist við án hinnar. Þegar Noregur var hernuminn, hinn 9. apríl 1940, var Narvík ein af þeim borgum í Noregi, sem Þjóð- verjar lögðu mest kapp á að hernema strax á fyrsta dægri. En fólkið og herdeildin í Narvík var alveg óviðbúið árás, og engum datt í hug, að vígdrekar Þjóðverja væru komnir svo langt norður. En þó hittist svo á að tvö af 'Stærstu herskipum Norðmanna lágu einmitt þessa nótt á höfninni í Narvík. Þessi herskip hétu: Norge og Eidsvold. Um kl. 3 um nóttina eftir hernámsdaginn, bárust þær fregnir, að þýzk herskip væru á leið inn til Narvíkur. Var þá strax farið að búa herskipin til varn- ar. Nóttin var koldimm, en veður sæmilegt, og gekk þó :á með smáélum. Um kl. 4.45 um nóttina er þýzki herskipaflotinn kominn inn á ytri höfnina. Þá kom þýzkur herforingi á vélbát frá einu herskipinu og steig um borð í her- skipið Eidsvold, en þar var norskur herforingi á skipi og ráðlagði hann norska herforingjanum að gefast upp mótstöðulaust. Norski herforinginn harðneitaði að fylgja þessu ráði. Var þá fátt um kveðjur og fór þýzki herforinginn strax frá borði. Um leið og hann steig upp í vélbátinn gaf hann ljósmerki með vasaljósi. Litlu síð- ar kom banvænt tundurskeyti frá einu þýzka herskip- inu og lenti á miðju herskipsins Eidsvold, og hefur lik- lega lent í skotfærageymslunni, því að herskipið Eids- vold sprakk í loft upp og bókstaflega sundraðist. Eitt hundrað áttatíu og sex manns fórust en átta manns var bjargað. Rétt í þessu kom áhöfnin á herskipinu Norge auga á eitt þýzka herskipið í næturmyrkrinu og skaut að því tundurskeyti, en hitti ekki. Þýzka herskipið svaraði með skothríð og skaut að Norge þremur tundurskeyt- um. Síðasta tundurskeytið hitti herskipið Norge og tættist skipið í sundur og sökk á fáum sekúndum. Þar fórust 109 manns en 90 var bjargað. Eftir þetta gekk aðalforinginn þýzki á land ásamt tvö þúsund hermönnum. Þeim var engin mótstaða veitt. Hermennirnir tóku sér stöðu við allar helztu bvggingar bæjarins, og svo kallaði herforinginn þýzki fyrir sig alla forystumenn bæjarins og foringja herdeildarinnar norsku, sem í bænum var og ráðlagði þessum forystu- mönnum að gefast upp skilyrðislaust án þess að sýna nokkra mótstöðu. Herforinginn norski og bæjarstjórnin bað um 30 mínútna frest, til að athuga, hvað hægt væri að gera. Þegar þessar 30 mínútur voru liðnar, tilkynntu forystumenn bæjrstjórnar og herforinginn norski, að þeir sæju enga aðra leið en gefast upp skilyrðislaust. Þjóðverjarnir tóku þá að sér alla stjórn á þessum fræga hafnarbæ og slógu eign sinni á allan útflutning á málmgrýti. Þetta gekk allt fyrir sig án blóðsúthellinga, sem svo er nefnt, en 295 menn höfðu farizt, er herskip- in voru skotin niður án þess að þau kæmu neinni vörn við. En hörmungar þessa kauptúns voru nú að byrja, en ekki enda, því að um Narvík var barizt, á meðan Norð- Frá Narvik. Tjaldstceði og sumarhús. 166 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.