Heima er bezt - 01.05.1968, Qupperneq 23
menn voru ekki gersigraðir í Norður-Noregi. Báðir
stríðsaðiljar vildu framar öllu öðru ráða yfir þessari
frægu útflutningsborg, því að hráefnið sem þarna var
safnað til útflutnings, var gulli verðmeira á tímum hins
grimmúðga stríðs,
í þessari baráttu stríðsaðilja um Narvík, urðu Eng-
lendingar og Frakkar, samherjar Norðmanna, oft að
kasta sprengjum og skjóta á hafnarmannvirki í Narvík,
til að reyna að hrekja Þjóðverja brott. Var þetta hræði-
legt tímabil fyrir íbúa Narvíkur.
Einu sinni eða tvisvar tókst Vesturveldunum að ná
aftur yfiráðum í Narvík, en misstu yfirráðin brátt aft-
ur í hendur Þjóðverja. Eftir fyrsta hernámið flýðu
margir af íbúum Narvíkur yfir landamærin til Lapp-
lands, en héldu aftur heim, er Norðmenn höfðu aftur
náð borginni úr höndum Þjóðverja.
Og víkur nú sögunni til stúlkunnar frá Narvík.
Allskammt frá borginni Luleá er járnbrautarbærinn
Boden. Þar mætast lestir úr þremur áttum. Aðallestin
kemur frá Kiruna og Gállevare, önnur frá 0vertorne í
Tornedalen, og sú þriðja frá Narvík.
í Boden sameinast þessar lestir í eina lest, sem ekur
suður sænska barrskógabeltið í gegnum þéttan greni-
skóg og alla leið til Stokkhólms. Ég kom með lestinni
frá 0vertorne og var á leið suður til Stokkhólms. Ég
kom mér fyrir með mitt dót í einum klefanum á þriðja
plássi, eins og siður er ferðamanna, sem hafa takmark-
aða ferðapeninga. Þar eru sætin þægilegir trébekkir.
Strax og ég kom inn í lestina, fór ég að athuga væntan-
legt samferðafólk, því að nú átti ég fyrir höndum lang-
ferð í félagi við þetta fólk um tólf til fjórtán hundruð
kílómetra leið, alla leið til Stokkhólms.
Allmikið var þarna af Norðmönnum, sem voru í at-
vinnuleit í Svíþjóð. Þetta var einu ári eftir stríðslok og
í Noregi voru nokkrir fjárhagserfiðleikar, en í Svíþjóð
var allt í blóma, því að hörmungar stríðsins höfðu lítið
snert Svía, þar sem þeim tókst að halda hlutleysi sínu,
allt stríðið út, og gátu því átt hagkvæm viðskipti við
báða stríðsaðilja.
í járnbrautarlestinni voru margir samtengdir vagnar,
en gangur lá eftir lestinni endilangri í gegnum alla vagn-
ana. Allmikil hreyfing var á farþegum fyrst á meðan
þeir voru að koma sér fyrir.
Bráðlega tók ég eftir ungri stúlku meðal farþeganna,
sem sýnilega var óvön ferðalögum, og allt virtist vera
henni nýtt og forvitnilegt. Hún fór endilangan gang-
inn frani og aftur, en stanzaði þó öðru hverju við ein-
hvern gluggann og naut útsýnisins. Veður var bjart og
fagurt, og hádegissólin skein í heiði. Stúlkan var frem-
ur fátæklega til fara. Hún var í mógrænni, snjáðri kápu,
sem var að verða henni of þröng, en innan undir káp-
unni, var hún í ljósbláum nýjum kjól, úr góðu efni.
Hún var alltaf með fráhneppta kápuna, ef til vill hélt
hún, að kjóllinn nyti sín þá betur. I kápukraganum bar
hún pjátur-merki af sömu gerð og ég hafði keypt á
þjóðhátíðardaginn í Noregi 10 dögum áður. Ég taldi
því víst að stúlkan væri norsk.
Frá höfninni í Narvík.
Hún héit áfram rölti sínu um vagnana, og virtist jafn-
vel vera hálf óró og kvíðandi. I svipnum speglaðist
æsandi eftirvænting.
Eitt sinn, er ég stóð við einn gluggann á ganginum,
staðnæmdist hún hjá mér. Er við höfðurn staðið saman
við gluggann stundarkorn, spurði hún mig um eitthvað,
sem fyrir augun bar. Ég gat leyst úr spurningu hennar
og strax heyrði ég að stúlkan talaði klingjandi norsku.
Ég greip tækifærið og spurði hana hvaðan hún væri.
Hún brosti hlýlega og sagðist vera frá Narvík. „Frá
Narvíku hugsaði ég og strax var forvitni mín vakin.
Til þess lágu tvær ástæður. í stríðsfréttum hafði meira
verið sagt frá Narvík, og baráttunni um höfnina þar,
en nokkra aðra borg í Noregi. En á hinu leitinu hafði
ég fræðst um uppruna borgarinnar í Kiruna, en borg-
irnar tvær, Narvík og Kiruna hafa byggt hvor aðra
upp. Hvorug borgin gæti verið til án hinnar.
Þessi unga stúlka frá Narvík og ég, tókum nú tal
saman, og smátt og smátt sagði hún mér ævisögu sína.
Hún var rúmlega 16 ára og nafn hennar var Ada An-
dreassen. Nafn sitt og heimilisfang skrifaði hún sjálf í
minnisbók mína með snyrtilegri rithönd. Ævisaga henn-
ar byrjaði í raun og voru morðnóttina miklu milli 9.
og 10. apríl 1940. Ég rek hér sögu hennar í fáum drátt-
um, að nokkru eftir dagbók minni en að nokkru eftir
því sem saga hennar festist mér í minni við hennar lát-
lausu og trúverðugu frásögn.
Ada var 10 ára, er herskipin tvö voru sundurtætt með
tundurskeytum á höfninni í Narvík. Hún mundi vel
þessa skelfilegu nótt. Allir voru í fasta svefni, er ósköp-
in dundu yfir. Herskipin norsku komu engri vörn við,
eins og fyrr segir. Þau sundruðust og sukku á nokkrum
sekúndum. Rétt á eftir gekk herliðið á land og Þjóð-
verjar kúguðu ráðamenn borgarinnar til að gefast upp
og afsala sér öllum völdum. Varla getur nokkur skilið
hvílík ógn og skelfing greip fólkið. Það jók líka á skelf-
inguna, að nóttin var koldimm og hríðarél gengu vfir
öðru hverju. Þegar birti um morguninn var öllum ljóst,
hvernig sakir stóðu. Þessi fágæta, dýrmæta hafnarborg,
Heima 'er bezt 167