Heima er bezt - 01.05.1968, Síða 26

Heima er bezt - 01.05.1968, Síða 26
í nóvember, síðastliðinn vetur, héldu dægurlaga- og dægurljóða-smiðir, samkomu að Hótel Borg. Hljóm- sveit Hauks Morthens lék fyrir dansi, og voru þar ein- ungis leikin danslög eftir innlenda höfunda. Haukur Morthens hefur um árabil stjórnað hljóm- sveit og sungið dægurlaga-söngva með hljómsveit sinni við rniklar vinsældir. Nú stjórnar hann hljómsveit á Hótel Borg. A samkomu dægurlagahöfunda á Hótel Borg var sungið Ijóð eftir Kristin Reyr við lag eftir Hauk Alorthens. Var það kveðja til gestanna. Þetta litla ljóð er þannig: Fagra líf, hversu létt voru spor inn í ljúf, heið og blá ævintýr. Ekkert má sín þó meir, frá í vor en sú mynd, er í huganum býr. Meðan sól fer um svip þinn og skín yfir sund, yfir borg mína og strönd, ómi lag með beztu kveðju, kæra vina til þín. Það sé koss minn á framrétta hönd. Kona úr Holtunum í Rangárvallasýslu spurði um ijóð, sem byrjaði þannig: „Ég fann það um síðir.... “ Nú hef ég fengið mörg afrit af þessu ágæta ljóði, en höfundur þess er Freysteinn Gunnarsson fyrrverandi skólastjóri. Bezta afritið sendi ég honum til athugunar og leiðréttingar, en hann leiðrétti afritið og leyfði mér að birta það í þessum þætti. Og hér birtist þetta ljúfa, fagra ljóð, og kann ég konunni í Holtunum beztu þakk- ir fyrir að minna á það. Enn fremur þakka ég öll afrit- in, sem mér hafa verið send. ÉG FANN ÞAÐ UM SÍÐIR. Ég fann það um síðir, að gæfan er gler, svo grátlega brothætt hún reyndist mér, því æskan er léttstíg og leikur sér að ljómandi gullinu fríða. En glerið er brothætt og grjótið er víða. Mér gersemin dýra var gefin í hönd, í gáskanum héldu mér engin bönd; <ég lék mér á æskunnar ljómandi strönd, sá leikur varð gullinu að meini. Ég braut það í ógáti á örlaga-steini. Nú skil ég það fyrst, hvað ég skemmti mér við, er skemmt hef ég dýrasta leikfangið. Nú sit ég í rökkrinu og rísla mér við að raða brotunum saman. Ég særi mig á þeim. — En samt er það gaman. í síðasta marzblaði Heima er bezt spyr kona á Akra- nesi um kvæði, sem hún kann aðeins af fyrstu tvær ljóðlínurnar: „Ég byggði mér skrautlega háreista höll í hugarins alvíðum geimi.“ Nú hef ég fengið nokkur afrit af þessu kvæði, en þau eru ekki vel samhljóða, enda skrifuð upp eftir minni. Ég birti hér kvæðið að mestu eftir afriti Lilju Jó- hannsdóttur Kálfalæk, en ég þori ekki að fullyrða neitt um það, hvort það er nákvæmlega rétt, því að afritin eru ekki alveg samhljóða, eins og fyrr segir, og bið ég höfundinn afsökunar, ef kvæðið er rangt með farið. Þetta er saknaðarljóð manns, sem hefur átt sér bæði vordraum og sumarhöll, en höllin hrundi fyrir brigð þeirrar, sem byggði hana upp, ásamt höfundi Ijóðsins, með skrúðblóma garði umhverfis. Kvæðið má nefna: HÖLLIN MÍN. Ég byggði mér skrautlega og háreista höll í hugarins alvíðum geimi. Og hamingjuljósin þar loguðu öll, sem lýsa í þessum heimi. Og umhverfis höllina átti ég garð, sem allur var skrúðblómum þakinn, og daglega stærri og stærri hann varð, ég stundaði hann sofinn og vakinn. Það var hún, sem var drottning í höllinni þar, það var hún, sem að vonirnar glæddi, það var hún, sem að kærleik í hjartanu bar, það var hún, sem að skrúðblómin græddi. En drottinn minn alvaldur höllin mín há, hún hrundi þá allra sízt varði, vesalings blómin mín, — vorblómin smá þau visnuðu í helfrosnum garði. Hún var þess orsök að höllin mín féll. Það var hún, sem að vonunum eyddi. Hún breytti kærleik í harðasta svell, það var hún sem að skrúðblómin deyddi. Ég virði hana samt, meðan endast mér ár, og í æðum mér lífsstraumur rennur. En hjarta mitt er eitt svíðandi sár, það samtímis frýs og það brennur. d70 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.