Heima er bezt - 01.05.1968, Page 32

Heima er bezt - 01.05.1968, Page 32
Þegar inn kom í baðstofuna, bað Manga læknir- inn að tala í hálfum hljóðum, því legið mundi á hleri, þar sem hægt væri. „Fullyrtu að það sé taugaveiki,“ hvíslaði hún. Læknirinn ræskti sig hátt, svo sagði hann fullum rómi, að því miður yrði að setja allt heimilið í sótt- kví um lengri tíma. „Þið tvær megið ekki út úr þess- ari baðstofu fara, fyrr en ég gef skipun um það,“ sagði læknirinn. „Er þetta nóg?“ hvíslaði hann glettinn á svip. Hann hafði þekkt Möngu sem smástrákur og þegið af henni bæði flengingu og blíðuatlot. Það hlaut eitt- hvað að búa undir þessum leikarabrellum kerlu, því stelpan í rúminu var ekki frekar veik en hann. Manga opnaði dyrnar fram í bæinn snögglega. Heyrðist þá lágt vein og hratt fótatak sem fjarlægð- ist. Læknirinn hló. „Þú ert sjálfri þér lík enn, sé ég, en hvað er á seyði? ég er nú orðinn æði forvitinn.“ Manga sá að ekki dugði að leika neinn feluleik. Hún sagði honum því upp alla söguna. Undrandi og forvitinn hlustaði hann steinþegjandi á, meðan Manga í hálfum hljóðum leysti frá skjóðunni. „Þetta er nú sú undarlegasta saga, sem ég hef heyrt um dagana. Það er ekki að undra, þótt þið hér á Hamri séuð orðin fræg fyrir drauga ykkar og for- ynjur, sem eiga að ganga hér ljósum logum. En veiztu hvað þú hefur látið flækja þér inn í, mín kæra vinkona, AIanga?“ Manga sletti í góm fyrirlitlega: „Ég hef ekki áhyggjur af sjálfri mér, heldur af þeim tveim sem þarna liggja.“ „Ég sé nú ekki nema þetta eina stúlkupeð,“ sagði læknirinn og horfði á Völu, sem grúfði sig niður í koddann. „Þær verða bráðum tvær,“ svaraði Manga. „Jæja, mér þykir þú segja fréttir, og þú segir tvær, hvernig veiztu það?“ „Þú veizt að mig dreymir margt, herra læknir.“ „Ojá, ég ætti að muna, hvc marga af óknyttum mínum þig dreymdi,“ sagði hann, og þau hlógu bæði. „Viltu skoða telpuna, hvort ekki er allt í lagi?“ spurði Manga. „Sjálfsagt að gera það. Verst að ég gct ekki stung- ið henni í töskuna mína og farið mcð hana mcð „Það er nú einmitt það, sem þú átt að gera, til hvers heldurðu að ég hafi látið sækja þig.“ Læknirinn góndi á Möngu, svo hneigði hann sig með höndina á hjartastað og sagði: „Yðar auðmjúkur þjónn, hvers krefjist þér?“ Manga dró hann með sér út í hornið, sem fjarst var hurðunum, og þar fékk hann að heyra ráðagerð hennar. „Þú heldur að það takist?“ sagði hann. „Ójá, hafi læknisanginn okkar ofurlitla vitglóru í kollinum enn þá, þér hefði ekki orðið skotaskuld úr að finna gott ráð hér í gamla daga.“ „Bara öllum þeim ráðum hefði verið framfylgt, þá væri heimurinn öðruvísi, en hann nú er. Manstu þegar ég vildi giftast þér?“ „Já, en mér er hulin ráðgáta enn, hvers vegna þér datt það í hug.“ „Nú, það er auðskilið. Þú máttir flengja okkur strákpjakkana eins og þú vildir, en eiginmann sinn flengir enginn, eða ég hafði ekki haft spurnir af því þá! Vala tísti niður í koddann, Manga barðist við að skella ekki upp úr, en lækninum stökk ekki bros. „Veiztu hvað ég ætlaði að láta þig gera, þegar við værum gift?“ spurði læknirinn.“ „Nei, það get ég ekki látið mér detta í hug,“ sagði Manga. „Ég ætlaði að láta þig moka flórinn, stinga út úr húsunum, sækja kýrnar og gera allt það sem verst var, en sjálfur ætlaði ég að liggja og lesa allan dag- inn, á milli þess sem ég kallaði til þín: ,Farðu að moka flórinn kona, eða, færðu mér kaffi og lumm- ur, kona.‘ Ég ætlaði alltaf að segja kona við þig, ég hafði heyrt það einhvers staðar, og þótt mikið hús- bóndavald fylgja því að geta skipað konunni sinni fyrir verkum!“ „Og hefur þá sá draumur þinn rætzt að geta skip- að frúnni þinni fyrir verkum?“ Læknirinn hló við. „Nei, það er nú eitthvað ann- að, hún vefur mér um fingur sinn eins og þráðar- spotta, ég hlýði hverri hennar skipun.“ „Allt í lagi, og nú gerir þú eins og ég hef fyrir þig lagt, það ætti að takast, heldurðu það ekki?“ Það var ofurlítill kvíði í rödd gömlu konunnar. „Ekkert auðveldara, kcrli mín, ég skal sjá um mína rullu, ef þú leikur þína! En hvar er nú kaffið, kona? mér finnst ég eiga skilið að fá ofurlítinn sopa.“ 176 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.