Heima er bezt - 01.05.1968, Blaðsíða 36
J. F. COOPERr
HJARTARBANI
17. Úr syðri enda Kristalvatnsins var ármynni, sem
Tom kallaði „Rottuholuna". Hér uxu sef og lágskóg-
ur saman í svo þétta flækju, að naumast varð í gegn-
um komizt. En uppi yfir breiddu krónur trjánna úr
sér svo hálfrokkið var niðri. — 18. 1 rjóðri, sem þarna
var, stóð roskinn en rösklegur maður í vatni upp að
hnjám og vann við bjóragildrur sínar. „Halló, Toml“
kallaði Harry, „er ekki allt í bezta gengi? Og hvernig
líður dætrum þínum?“ „Við lifum eins og blóm í
eggi,“ svaraði björt rödd beint ofan við höfuðin á
þeim. — 19. Fallegt andlit á Júdit gægðist niður á
milli greinanna. og augnabliki síðar lögðu hinir tveir
ungu veiðimenn flatbytnunni að skrítnasta farartæki
jarðar, sem var í lögun eins og fljótandi íbúðarhús.
— 20. Júdit bauð þá hjartanlega velkomna, en Hetty,
sem sat með handavinnu sína, leit rólega upp og
horfði beint á Hjartarbana: „Ég þekki þig,“ sagði
hún, „og ég heiti Hetty Hunter."