Heima er bezt - 01.11.1971, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.11.1971, Blaðsíða 6
Björn og Rannveig ásamt börnum þeirra: Astu, Guðmundi, Gunnari, Gunnþórunni og Kristveigu, Einnig Þórhallur, sonur Björns og fyrri konu hans, Gunnþórunnar. — Ljósm. Ljósmyndastofa Vigfúsar Sigurgeirssonar s.f., Reykjavík. daprist á efri árum, geymist það að jafnaði bezt, sem fjarlægast er í tímans rás. Minni og næmi Björns Krist- jánssonar hefir án efa verið frábært framan af ævi, ásamt sterkri fróðleiksþrá, og jafnan hefir hann verið haldinn þeirri áráttu félagshyggjumannsins að láta sér ekkert mannlegt óviðkomandi. I skóla gekk hann ekki, en naut eins og fleiri innan við fermingu nokkurrar til- sagnar hjá alþýðufræðaranum Guðmundi Hjaltasyni, og síðar hluta ur vetri hjá sr. Benedikt á Grenjaðar- stöðum, en eftir að hann var kominn á fertugsaldur var hann á stuttu námskeiði samvinnumanna á Akureyri. Sjálfur talar hann um sig sem ómenntaðan mann og „varla sendibréfsfæran“, en í reyndinni var þó rithönd hans fegurri og sendibréfastíll hans læsilegri en almennt gerist hjá langskólagengnu fólki nú. Fjölfræði hans og sérþekking í starfi, sem hann hóf á fullorðinsárum, er glæsilegt dæmi um íslenzka sjálfsmenntun, eins og hún gat orðið, meðan skólar voru sjaldgæfir og námsgleðin algengari en hún hefir síðar orðið. Hann var einn þeirra aldamótamanna, sem urðu án skólagöngu læsir á Norðurlandamál og ensku og las allmikið á þeim málum, m. a. ensk sagnfræðirit. Af söng og hljómlist hefir hann haft mikið yndi, og hygg ég, að hann hafi verið vel að sér á því sviði. A merkum tímamótum í ævi B. K. heyrði ég æskuvin hans úr Kelduhverfi gera samanburð á honum og sjálf- um sér, er báðir voru ungir menn, á þessa leið: „Eg þóttist geta margt en gat fátt, Björn þóttist ekkert geta en gat allt.“ Veit ég að vísu, að þessi ágæti ræðumaður ýkti samanburðinn á sinn kostnað. En það, sem hann vildi leggja áherzlu á og rétt var, er það, að Björn hélt sér lítt fram til mannvirðinga en ávann sér eigi að síður traust manna og reyndist jafnan þeim vanda vaxinn, er honum var falinn um ævina. Framkvæmdamáttur hans, forsjálni, góðgirni og samvizkusemi, kapp hans og iðju- semi gerðu hann að héraðshöfðingja, mikilsvirtum holl- vin og ráðgjafa margra. Hreinskilinn hefir hann jafnan verið, berorður, er honum þótti þess við þurfa og hvergi legið á liði sínu, er honum þótti átaka þörf, lundin ör og hlý. Tvær ljóðlínur eftir Arne Garborg í þýðingu Bjarna frá Vogi urðu honum víst sérlega minnisstæðar: „Þau eru verst hin þöglu svik að þegja við öllu röngu,“ og vildi hann ekki láta þau á sér sannast. A bak við lið- sinni hans eða andstöðu hefir jafnan staðið heill hugur og heitur, og hvergi af sér dregið. í rökkri ævikvöldsins birtir yfir endurminningum frá löngum ævidegi með þáttaskilum hins blíða og stríða og þáttaskilum í starfi. Það er gott gömlum manni að vita sig hafa unnið vel og lengi og komið miklu til leiðar. Frá þeim vettvangi á B. K. margs að minnast. Bústarfa í föðurgarði og að hann framan af ævi var sjálfur bóndi 386 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.