Heima er bezt - 01.11.1971, Blaðsíða 21
Borg.
kot og Teistakot. í bæjarnafnaþulu eftir Samúel Egilsson
á Miðjanesi er getið um Borgarkot, er það örnefni nú
týnt eins og flestar sagnir um íbúana, sem eytt hafa
ævidögum sínum í fyrrnefndum kotum.
Yzt á Borgarlandi er Bjartmarssteinn. í fornum sögn-
um heitir steinninn Pjattarsteinn, en það nafn mun hafa
breytzt í Bjartmarsstein, seint á 18. öld eða snemma á
19. öld. — Sumir segja, að nafnbreytingin sé rakin
til sjóslyss, er varð út af Berufirði á 17. öld(?) og fyrr
á minnzt. Aðrir telja, hana rakta til manns, er Bjarni
(eða Bjartmar) hét Oddsson og var sagður eiga heima
á Tindum í Geiradal. Bjarni þessi var all brattgengur
og ldeif hann Bjartmarsstein og fann þar arnarhreiður.
Bjartmarssteinn var talinn bústaður álfa og kaup-
höndlunarstaður fyrr á tímum.
Maður hét Pétur og var Pétursson, hann bjó á Hrís-
hóh. Það var eitt sinn að haustlagi, að hann kom ltind-
um út í Miðhúsaeyjar, lét hann þær í Hrísey því þar taldi
hann beitina bezta. Vitjaði hann um þær á aðfangadag
jóla. Veður var vont og versnaði enn meir á meðan
hann var að ná saman kindum, treysti hann sér ekki í
land um kvöldið. Var hann, ásamt mönnum sínum, um
jólanóttina í Hrísey. Veitti hann því eftirtekt, að alla
nóttina logaði Ijós í Bjartmarssteini. Þótti honum það
óræk sönnun, að þar væri álfabyggð. Einnig sáu sumir
þeirra, er leið áttu sjóveg fram hjá Bjartmarssteini, móta
fyrir glugga í steininum. Sat þar við borð gráskeggjaður
öldungur og páraði eitthvað í stóra bók. Oft sáu menn
skip koma þöndum seglum utan Hríseyjardjúp og
hverfa í steininn. Sömuleiðis sáust oft lestir á ferð
hlaðnar varningi á leið í kaupstaðinn í Bjartmarssteini.
Fleira mætti telja, en hér verður látið staðar numið að
sinni.
Árið 1768 skeði sá merkisatburður í Borg, að þar
fæddust þríburar. Foreldrar þeirra voru þau Gunn-
laugur Bjarnason bóndi í Borg og kona hans Guðrún
Halldórsdóttir, dó hún nokkru síðar. Börnin voru skírð
15. desember 1768 og hlutu nöfnin Magnús, Valgerður
og Guðrún.
9. apríl 1873 fórst bátur í Hrúteyjarröst. Á bátnum
voru þrír menn: Kristmundur Guðmundsson bóndi Ing-
unnarstöðum í Geiradal, Bjarni Steinsson vinnumaður
í Garpsdal og Hákon Hákonarson bóndi í Borg í Reyk-
hólasveit, 3 3ja ára að aldri. Þeir voru á heimleið frá
Stykkishólmi, nánari atvik eru ókunn.
Fleira er ei í tíðindum frá Borg.
INGI GUNNLAUGSSON:
Spurningar til þjóðarinnar
Er líf vort á för í feigðarvör
og frelsið að glatast? Er þjóðin of ör?
Eru fomar dyggðir við feigðarskör?
Ferst þá öll þjóðin á helreiðarför?
Verður ei lengur rönd við reist
ramma galdra hins nýja tíma?
Eru þá öll úr læðingi leyst
ljósfælnu öflin? — Fallin gríma?
Er nú fallin vor forna sveitamenning
í félagsheimila ys og þys?
Hvar er nú kristninar forna kenning?
Að kirkjunni sækir nú margra gys.
Drekkur nú þjóðin dauðann úr skel
eða „dauðann svarta“ verri en hel?
Fyrri kostinn ég fremur vel,
en fjandanum lúta — þeim syndasel.
Ingi mun hafa ort þessar vísur eftir að hafa verið sjón-
arvottur að mjög ömurlegri skemmtisamkomu.
Tíu dagar úr lífi mínu . . .
Framhald af bls. 399 -----—-----------------------
markaðsferð í Möðrudal og reið heim til Vopna-
fjarðar á ótrúlega skömmum tíma. Morguninn eftir lá
sá brúni dauður.
Nú fór ég frá Ytri-Hlíð tíunda dag ferðarinnar, og
var það innansveitar ferðalag, þvert yfir Vesturárdal-
inn um Hraunalínuháls og Hofsá, austur á Fjallasíðuna,
heim í Egilsstaði.
Á úthðnum degi sást frá Egilsstöðum hvar maður
kom neðan Egilsstaðanesið, ríðandi á skjóttum og
teymdi brúnan. Það var strákurinn að koma heim, bú-
fræðingur sögðu sumir í hálfgerðu háði. Og gott var
að vera kominn heim, því heima er bezt.
Heima er bezt 401