Heima er bezt - 01.11.1971, Blaðsíða 15
astir allra þörunga, sem vaxa í fersku
vatni. Stönglar þeirra geta orðið allt að
15 sm á lengd og nokkrir mm að þver-
máli. Að vaxtarlagi minna þeir helzt á
mara eða fíngerða eltingu, vegna greina-
kransa, sem sitja með vissu millibili á
stönglunum, en af þeim er nafn flokksins
dregið.
Þrátt fyrir stærðina, eru leggir krans-
þörunganna oft aðeins ein frumubreidd,
og ein frumulengd milli lcransanna. Eru
frumur þeirra því með þeim stærstu sem
þekkjast. Oft sezt kalk eða kísill í frumu-
veggina, og verða jurtimar þá stífar og
jafnframt brothættar.
Vegna þess hve kransþörungarnir eru
stórir, er ekki óalgengt, að menn taki þá
fyrir háplöntur, og safni þeim sem slík-
um. Hefur það hent ýmsa góða grasa-
fræðinga einhverntíman á lífsleiðinni.
Oft eru greinar kransþörunganna alsett-
ar litlum, rauðgulum kúlum, sem minna á
blóm eða aldin, og gegna raunar sams
konar hlutverki.
Kransþörungarnir vaxa venjulega í
breiðum á botni tjarna eða vatna, oftast á
töluverðu dýpi, eða utan við það belti,
sem blómjurtir vaxa á, þar sem ölduslátt-
ar gætir ekki. Þekja þeir oft botninn á
stórum svæðum, einkum ef það er mjúkur
leirbotn.
Helzm ættkvíslir kransþörunganna eru
Chara og Nitella, og er sú síðamefnda mun
algengari hérlendis. Um tegundir er lítið
vitað.
Ýmsar heimildir geta um kransþörunga-
breiður í Mývatni, en sumarið 1970 varð
lítið vart við þá. Líklegt er, að þeir séu
víða með austurlandinu í Ytriflóanum.
SKORUÞÖRUN GAR
Skoruþörungar (Dinoflagellata) mætti eins
kalla hornþörunga, því þeir hafa oftast
mjög sérkennileg horn eða brodda, sem
eru mismunandi hjá hinum ýmsu teg-
undum. Þörungar þessir eru einfmmung-
ar og hafa utan um sig hýði úr pektínefni.
Tvær skorur liggja í kross utan á hýðinu,
en í þeim liggja bifþræðir, sem bylgjast
í sífellu og hreyfa þannig þömnginn úr
stað. Þörungar af þessu tagi em algengir
í flestum vötnum í svifinu, og er tegund-
in Ceratium hirudinella einna tíðust.
RAUÐÞÖRUNGAR
Rauðþörungar (Rhodophyta) lifa flestir í
sjó eða fjörum, og eru sölin alkunnugt
dæmi um þann flokk. Rauðþörungar era
oftast rauðlitaðir, eins og nafnið bendir
til, en geta þó verið brúnir eða grænir.
Ættkvíslin Lemanea (straumtogi) er al-
geng í lækjum og ám, einnig hér á landi,
Skrautþörungar, ýmsar tegundir. (Úr T. Flensburg 1967).
a. m. k. í sumum landshlutum. Hún mynd-
ar 1—2 sm langa, og allt að 1 mm digra,
smáhnúskótta, gulgræna eða brúnleita
þræði, sem vaxa á klettum og steinum í
ánum, þar sem straumhart er, einnig þar
sem slettist frá fossum og flúðum. I Laxá
hef ég séð þennan þörung hjá Núpafossi,
en sjálfsagt er hann miklu víðar í ánni.
Hann er og algengur í flestum straum-
hörðum smáám í Eyjafirði og á Fljóts-
dalshéraði, og síðsumars er hann oft
mest áberandi gróðurinn í ánum.
SVEPPIR
Sveppir (Fungi) eru aðallega þurrlendis-
verur og vaxa einkum í jarðvegi, á fúnu
tré, jurtum, taði o. s. frv.
All margar sveppategundir lifa þó í
fersku vatni og í sjó, en lítið er enn vitað
um tegundir þeirra. Þeir mynda fíngerða
Myglusveppurinn, Saprolegnia, á dauðri lirfu. (Úr Freshwater Microscopy).