Heima er bezt - 01.11.1971, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.11.1971, Blaðsíða 9
okkar íslandi, þegar slíkt hefir verið á ferð og stráð áhyggjum og vandamálum yfir íbúa þessarrar norðlægu eyjar okkar, bæði menn og málleysingja, jafnvel æsku- fólkið, sem oftast er talið vera laust við áhyggjur mann- lífsins, fann líka fyrir þeim vandamálum, sem haf- ísinn og harðindin ollu þetta vor, svo sem áður hafði löngum að borið. Verzlunarstaður okkar frá Gunnólfsvík var Þórs- höfn á Langanesi, vestan Brekknaheiðar eða Helkundu- heiðar, sem hún hét að fornu. Þannig var nú ástatt um þessar mundir, að kornvara var öll þrotin skömmu eftir áramót og þá skömmtun viðhöfð á þeirri vöru, svo allflestir viðskiptamenn gætu einhvern píring fengið. Það var því, að áliðnum vetri, orðið algerlega korn- vörulaust á öllum heimilum, að minnsta kosti í okkar grennd, fyrir sumarmál, en matarlaust var þó ekki. — Haustmatur var ekki uppgenginn og skyr og smér var til frá sumrinu áður, og svo var mjólkin úr kúnum, sem jafnan var góð búbót, a. m. k. á meðan ekki skorti fóð- ur fyrir þær. En börnunum fannst mikið vanta, að fá ekki brauð að borða með smérinu, sem ekki var skortur á hjá okkur. Við vorum tveir bræður, börn á heimilinu, og hjá okkur var það sífelld rella við máltíðir, og utan þeirra, um brauð og smér, þótt móðir okkar væri margbúin að fullvissa okkur um, að hún ætti ekki til hvorki korn eða mél til að gera úr brauð, cn við gleymdum því víst jafnóðum, því löngunin í þetta hnossgæti var svo mikil og skilningur takmarkaður, þó ég væri að verða 9 ára, en bróðir minn á 6. ári. Aðalverzlunin á Þórshöfn um þessar mundir var dönsk selstöðuverzlun Orum og Wulffs í Kaupmanna- höfn, frá 1895 til 1918, og kaupfélag Þórshafnar, frá 1896 til 1903, en það var nú komið á fallandi fót, vegna vanskila margra viðskiptamanna og mikillar f járfestingar í húsb'r"Hngum, sem það var of veikburða til að þola. Þessar verzlanir voru búnar að kunngera, að kornvör- ur m. a. væru væntanlegar um sumarmál, með Thóre- skipinu Agli, sem þá annaðist millilanda-ferðir og strandferðir að nokkru hér við land. Jú, Egill kom, á nokkurn veginn tilsettum tíma um mánaðamót apríl og maí, og hann komst ekki nema að Langanesi í það sinn, þar var hafísinn svo þéttur, að ekki varð lengra komist, og ekki varð heldur við snúið, enda aust-norð- austan hríðarveður skollið á. Skipið varð því að láta fyrirberast þar sem það var komið og rak með ísnum alla leið inn á Finnafjörð. Þar lá það fast í þéttum ís í rúma viku. Þá hægði austanáttina og vakaði eitthvað í ísinn, svo skipið gat lónað út úr firðinum og suður um, og komst til Seyðisfjarðar eftir nokkra daga. Þar lá það og beið, þar til í maílok, að siglingaleið varð fær norður um til Þórshafnar. Þá loks var hægt að gefa börnunum, og öðrum, hið langþráða brauð. Við Guð- ný, sem gættum fjárins í fjörunni, og áður er getið, horfðum löngum til skipsins í ísnum þarna út á firð- inum, þessa viku, sem það var þarna, en Gunnólfsvík stendur við fjörðinn norðanverðan, og ég hugsaði með trega til þess, ef ísinn setti gat á skipið og það sykki þar í sjóinn, hvenær ég mundi þá fá hið lang- þráða brauð að borða. Þessar hugmyndir mínar og hugsun byggðust auðvitað ekki á neinni reynslu eða rökum, en ég hlustaði á tal fullorðna fólksins á heim- ilinu, því þar var margt og mikið um þetta rætt, og eins þegar gestir komu. En vitanlega var mest af þessu utan og ofan við minn barnslega skilning, en óttinn sat í mínum huga, um að illa færi. Og hvað var þá fram undan? Á næsta bæ við Gunnólfsvík, Sóleyjarvöllum, var aldraður húsmennskumaður, Helgi Einarsson, í dag- legu tali kallaður Helgi Bjóla, eða Bjólan, og lét hann sér það viðurnefni vel líka. Þetta var greindur karl, en fólk taldi hann nokkuð sérvitran og ekki öllum að skapi. Hann hafði á sínum manndómsárum verið bóndi í Vopnafirði austur. Hann var mikill kunningi foreldra minna, og líka okkar bræðranna, og kom oft til okkar, enda örstutt á milli bæjanna. Bústofn hans þarna í hús- mennskunni var nokkrar kindur, einn hestur og 3 eða 4 geitur. Hann gerði mat sinn sjálfur, og eldaði í hlóð- um, sem þá var enn víða títt á bæjum, þar um slóðir. Við bræðurnir sóttum hann stundum heim, og þó oftar ég einn. Hann var þá vanur að opna kistu sína, sem stóð við fótagafl á rúmi hans, og ná þar í kandísmola og stinga að okkur, eða mér, þegar ég var einn, en þá sendi hann ævinlega bróður mínum svipaðan mola, með mér. Hann hafði oft, við komur sínar til okkar þetta vor, heyrt relluna í okkur við mömmu um brauð og smér, sem ekki var hægt að veita okkur, og óánægjuna yfir því og stundum skælur, og sagði hann þá stundum til okkar gamanyrði af því tilefni. Svo gerðist það atvik, sem mér er einna minnisstæð- ast af mörgum æskuminningum mínum, einn maímorg- un, rétt á eftir að gufuskipið Egill hvarf úr firðinum. Það mun hafa verið um dagmálaleytið, að við bræðurn- ir vöknuðum og vorum þá einir í herberginu, þar sem við sváfum ásamt foreldrum okkar. Pabbi var farinn út til að sinna skepnum sínum, og mamma var frammi í bæ, líklega í fjósi að mjólka. Sólin skein inn um glugg- ann frá nokkurn veginn heiðum himni, en það var ný- lunda, því þessi blessaður lífgjafi og lífvörður allra líf- vera, ekki sízt hinna norðlægari landa, hafði oftast und- anfarna tíð verið hulinn af þokuhjúp, sem lá í loftinu og „byrgði sólarsýn“, en nú vakti hún okkur með birtu sinni og yl. Við fórum strax eitthvað að hnippast á, í rúminu, og barst leikurinn fram á gólfið, og þar tókum við til að tuskast með hávaða og hlátri, eins og við kom- um úr rúminu á nærklæðum einum. Allt í einu opnaðist herbergishurðin snögglega og inn snaraðist vinur okkar Helgi Bjólan með poka á öxl, fleygði honum á gólfið, fyrir fætur okkar og sagði: „Hana, rífist þið um þetta“, og var með það sama horfinn út úr herberginu. Við hættum auðvitað um leið tuskinu, og stóðum sem agn- dofa augnablik, en réðumst svo á pokann, leystum af honum fyrirbandið og gáðum niður í hann. Undrun Framhald á bls. 392. Heima er bezt 389

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.