Heima er bezt - 01.11.1971, Blaðsíða 25
Konungsverzlunin stóð ekki lengi, og árið 1763 urðu
óvænt tíðindi. Enn á ný var landið selt undir einokun
danskra kaupmanna. Konungur hafði gefizt upp á verzl-
uninni við þessa aumu þegna í norðri. Verzlunin hafði
verið leigð Almenna verzlunarfélaginu til 20 ára. Annað
skyldi og f'daja með: Innréttingarnar skyldu samein-
aðar því. Það hefur því verið þung brúnin á Skúla
karli þegar hann enn einu sinni heldur á hafið til Kaup-
mannahafnar til að freista þess að bjarga því sem bjarg-
að yrði vegna þessa óskabarns síns. I þeim samninga-
umíeitunum reyndi hann að búa svo um hnútana, að
hagur stofnananna yrði ekki fyrir borð borinn. Og hon-
um tókst að ná samningum, sem litu alls ekki svo illa
út á pappírunum, og honum meira að segja falið eftirlit
með efndum, frá því var honum reyndar bolað síðar.
í hugskoti Skúla hefur þó leynzt sá ótti, að nú ætti með
klókindum að bana stofnununum. í reynd varð það
Iíka svo, því þessi samningur varð sagan um banastríð
þeirra, þær lognuðust smám saman út af og síðast er
þeirra getið 1799.
Hinir nýju, erlendu ráðamenn hófu skipulögð lúa-
brögð og beina skemmdarstarfsemi, og illt árferði, svo
að með eindæmum er, lagðist líka á sveif með þessum
erlendu mönnum, og ekki bætti úr skák mikill eldsvoði,
sem varð í innréttingunum.
Þessir nýju kaupmenn reyndust ekki síður harðdræg-
ir í viðskiptum við landsmenn en hörmangarar, fyrir-
rennarar þeirra, enda eru þeir frægir í sögunni fyrir
sölu á úldnum vörum og öðrum skelmishætti í viðskipt-
um. Skúli lenti því í harðvítugum deilum við þá og fór
sú viðureign illa með hann efnalega, þó skaphörkunni
héldi hann til síðustu stundar.
Saga innréttinganna er merkileg saga. Hún er ekki
aðeins vitni um framsýni og framfarahug Skúla Magn-
ússonar og annarra, sem hann studdu drengilegast, svo
sem Jóns Eiríkssonar konferenzráðs, heldur leiddi hún
þjóðina inn á nýtt stig verkmenningar og framfara í
atvinnulegum efnum, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi.
í dag, 220 árum frá upphafi þeirra, ætti saga þeirra
að vera ungum hvatning til dáða í því göfuga ætlunar-
verki að koma þessari þjóð af nýlendustigi hráefnis-
framleiðanda inn á stig þróaðs iðnaðarþjóðfélags á sviði
matvælaframleiðslu og annars þess varnings, sem við
getum fullunnið af gæðum jarðar og sjávar. Aðstaða
okkar er gjörólík þeirri, sem kjarnakarlinn Skúli átti við
að glíma. Nú ráðum við okkar málum sjálfir og undir
okkur — og okkur einum — er komið hvernig til tekst.
Á okkur mun því sannast máltækin: Hver er sinnar
gæfu smiður — og Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér
sjálfir.
OJEGURL AG&þátCctobm
Að þessu sinni byrjum við á texta eftir Guðjón Matt-
híasson, lagið er reyndar eftir hann líka. Haukur Snorra-
son hefur sungið með bjartri, lýrískri tenórrödd inn á
hljómplötu.
TIL ÆSKUSTÖÐVANNA
Ég man þig enn og minning þína geymi
milda, bjarta æskubyggðin mín.
Þó árin líði, þér ég aldrei gleymi,
og nú ég sendi kveðju heim til þín.
Því þar mín liggja ótal æskusporin
hjá litla bænum barn er lék ég mér,
en fegurst alltaf fannst mér þó á vorin,
þá fósturjörð í græna kjólinn fer.
Nú allt er hljótt og enginn á þar heima,
og eyðilegt er kringum bæinn minn,
en alla tíð ég mun þó ávallt geyma
minningu um þig og jökulinn.
Því þar mín liggja ótal æskusporin o. s. frv.
Næsti texti er eftir Magnús Ingimarsson, hinn kunna
hljómsveitarstjóra og lagaútsetjara. Vilhjálmur Vil-
hjálmsson hefur sungið inn á hljómplötu.
ALLT ER BREYTT
Fyrir allra augu fórstu burt,
ég friðlaus hef mig spurt — og hvurt —
af hverju það gerðist einmitt hér.
Enginn efar, að þú hefur brugðist mér.
Allir vita nú, að allt er breytt,
allir vita, að þú sveikst mig.
Enginn veit hve ég hef elskað heitt,
í einverunni græt ég þig.
Er við bundumst, sumir sögðu þá,
að sælan liði hjá — með þrá.
En ég sagði: ástin sigrar allt.
Ekki trúi’ ég allt sé búið, dimmt og kalt.
Skúli Magnússon andaðist 1794, tæpra 83 ára að aldri.
Mun það rétt mælt, sem samtímamaður hans, Jón Jak-
obsson sýslumaður, sagði sem lokaorð í æviminningu:
„Stór að gáfum, skörungur að framkvæmd, föður-
landselskari og íslands kúgara hatari“. E. E.
Allir vita nú, að allt er breytt o. s. frv.
Ólafur Gaukur gítarleikari og hljómsveitarstjóri hefur
gert dálítið af því að búa til texta við dægurlög, sem
hann síðan flytur með hljómsveit sinni, sem er þekkt
Heima er bezt 405